Stelpurnar okkar áttu síðustu viku Mikael Torfason skrifar 22. júlí 2013 07:00 Warren Buffett, einn ríkasti maður heims, hefur látið hafa það eftir sér að velgengni hans sé fyrst og síðast til komin vegna þess að hann þurfti einungis að keppa við helming mannkyns. Konurnar sátu nefnilega heima og kepptu ekki við hann í viðskiptum og því fór sem fór. Í fleiri áratugi hafa flest vestræn ríki reynt að breyta þessu. Mörgum finnast breytingarnar of litlar og miða of hægt. Það líður heldur aldrei langt á milli frétta sem sýna okkur svart á hvítu hversu mikið á eftir að breytast svo raunverulegu jafnrétti sé náð. Það er auðvitað óásættanlegt og sífellt fleiri gera sér grein fyrir því. Við megum samt ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að mörg teikn eru á lofti sem sýna okkur svo ekki verður um villst að við höfum náð mjög langt. Það er bjart framundan hvað jafnrétti kynja varðar. Í síðustu viku varð ung stúlka, Aníta Hinriksdóttir, heims- og Evrópumeistari í 800 metra hlaupi og stelpurnar okkar komust í átta liða úrslit í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Stelpurnar okkar áttu síðustu viku. Þær sýndu okkur hversu langt við höfum náð og hvað margt mun breytast til batnaðar í náinni framtíð. Síðasta vika var framtíðin sem svo margir hafa beðið eftir. Það verður forvitnilegt að sjá og heyra hvernig forsvarsfólk íþróttafélaga hér á landi ætlar að réttlæta það að mismuna kvennaíþróttum eftir síðustu viku. Hvernig mun KSÍ til dæmis færa rök fyrir því að borga eigi dómurum lægri laun fyrir að dæma kvennaleiki eftir síðustu viku? Rökleysan var nógu vitlaus fyrir síðustu viku en nú er nóg komið. Í dag er allt breytt. Breytingarnar hafa legið í loftinu og liggja enn í loftinu. Það er allt að breytast og breytingarnar munu snerta okkur öll. Við strákarnir munum ekki sitja einir að stöðuhækkunum og frama á vinnumarkaðinum. Strákarnir munu heldur ekki sitja einir að fjármagni til íþrótta eða áhorfi á íþróttaviðburði. Vissulega er langt í land á mörgum sviðum en við erum áþreifanlega nálægt réttlátara og sanngjarnara samfélagi. Svo vitnað sé áfram í Warren Buffett þá hefur hann lýst því að systur hans hafi verið miklu betur gefnar en hann. Þær urðu samt ekki ríkastar í heimi. Það eru fáar konur á slíkum listum. Systur Warrens fengu jafn mikla ást og umhyggju og hann en kröfurnar til þeirra voru allt aðrar. Foreldrar, kennarar og samfélagið höfðu aðra framtíðarsýn hvað þær varðaði en litla Warren Buffett. Hann átti að geta allt og fékk hvatningu í þá átt. Ekki þær. En nú er það breytt. Foreldrar stúlkna í dag eru löngu hættir að boða dætrum sínum þrengri framtíðarsýn en sona sinna. Við höfum breyst og erum þegar farin að uppskera. Sem betur fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Warren Buffett, einn ríkasti maður heims, hefur látið hafa það eftir sér að velgengni hans sé fyrst og síðast til komin vegna þess að hann þurfti einungis að keppa við helming mannkyns. Konurnar sátu nefnilega heima og kepptu ekki við hann í viðskiptum og því fór sem fór. Í fleiri áratugi hafa flest vestræn ríki reynt að breyta þessu. Mörgum finnast breytingarnar of litlar og miða of hægt. Það líður heldur aldrei langt á milli frétta sem sýna okkur svart á hvítu hversu mikið á eftir að breytast svo raunverulegu jafnrétti sé náð. Það er auðvitað óásættanlegt og sífellt fleiri gera sér grein fyrir því. Við megum samt ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að mörg teikn eru á lofti sem sýna okkur svo ekki verður um villst að við höfum náð mjög langt. Það er bjart framundan hvað jafnrétti kynja varðar. Í síðustu viku varð ung stúlka, Aníta Hinriksdóttir, heims- og Evrópumeistari í 800 metra hlaupi og stelpurnar okkar komust í átta liða úrslit í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Stelpurnar okkar áttu síðustu viku. Þær sýndu okkur hversu langt við höfum náð og hvað margt mun breytast til batnaðar í náinni framtíð. Síðasta vika var framtíðin sem svo margir hafa beðið eftir. Það verður forvitnilegt að sjá og heyra hvernig forsvarsfólk íþróttafélaga hér á landi ætlar að réttlæta það að mismuna kvennaíþróttum eftir síðustu viku. Hvernig mun KSÍ til dæmis færa rök fyrir því að borga eigi dómurum lægri laun fyrir að dæma kvennaleiki eftir síðustu viku? Rökleysan var nógu vitlaus fyrir síðustu viku en nú er nóg komið. Í dag er allt breytt. Breytingarnar hafa legið í loftinu og liggja enn í loftinu. Það er allt að breytast og breytingarnar munu snerta okkur öll. Við strákarnir munum ekki sitja einir að stöðuhækkunum og frama á vinnumarkaðinum. Strákarnir munu heldur ekki sitja einir að fjármagni til íþrótta eða áhorfi á íþróttaviðburði. Vissulega er langt í land á mörgum sviðum en við erum áþreifanlega nálægt réttlátara og sanngjarnara samfélagi. Svo vitnað sé áfram í Warren Buffett þá hefur hann lýst því að systur hans hafi verið miklu betur gefnar en hann. Þær urðu samt ekki ríkastar í heimi. Það eru fáar konur á slíkum listum. Systur Warrens fengu jafn mikla ást og umhyggju og hann en kröfurnar til þeirra voru allt aðrar. Foreldrar, kennarar og samfélagið höfðu aðra framtíðarsýn hvað þær varðaði en litla Warren Buffett. Hann átti að geta allt og fékk hvatningu í þá átt. Ekki þær. En nú er það breytt. Foreldrar stúlkna í dag eru löngu hættir að boða dætrum sínum þrengri framtíðarsýn en sona sinna. Við höfum breyst og erum þegar farin að uppskera. Sem betur fer.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun