Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Stígur Helgason skrifar 13. júlí 2013 07:00 Mennirnir tveir sem voru handteknir við Laugarvatn í fyrrakvöld voru úrskurðaðir í tólf daga gæsluvarðhald í gær. Stefán Logi Sívarsson og fjórir menn til viðbótar eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum undanfarna daga og vikur. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögregla hefði Stefán Loga grunaðan um að hafa, í félagi við aðra, svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum og pyntað hann í borginni áður en ekið var með hann á Stokkseyri og honum misþyrmt í íbúðarhúsi þar. Tveir menn voru handteknir fyrr í vikunni og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess máls á miðvikudag; húsráðandinn á Stokkseyri og 21 árs margdæmdur ofbeldismaður. Á fimmtudag gerði lögregla mikla leit á öllu Suðurlandi vegna málsins, setti upp vegartálma, leitaði í bílum og fékk aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sú leit leiddi til þess að tveir menn voru handteknir við Laugarvatn um kvöldið. Stefán sjálfur var svo handtekinn af sérsveit lögreglu í gær og verður gæsluvarðhalds yfir honum krafist í dag. Tvímenningarnir eru 21 og 22 ára og hafa báðir hlotið refsidóma. Þeir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. júlí. Meintur höfuðpaur í málinu, Stefán Logi Sívarsson, er margdæmdur ofbeldismaður og var nýverið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um nauðgun. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásin á Stokkseyri sé ekki eina ofbeldisverkið sem mennirnir eru grunaðir um undanfarið, heldur séu minnst tvö önnur sambærileg mál, sem varða frelsissviptingu og líkamsárás, til rannsóknar. Stokkseyrarárásin hafi þó verið sérstaklega hrottafengin, þar hafi vopnum verið beitt og þolandinn verið mjög illa leikinn á eftir. Stokkseyrarmálið Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson og fjórir menn til viðbótar eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum undanfarna daga og vikur. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögregla hefði Stefán Loga grunaðan um að hafa, í félagi við aðra, svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum og pyntað hann í borginni áður en ekið var með hann á Stokkseyri og honum misþyrmt í íbúðarhúsi þar. Tveir menn voru handteknir fyrr í vikunni og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess máls á miðvikudag; húsráðandinn á Stokkseyri og 21 árs margdæmdur ofbeldismaður. Á fimmtudag gerði lögregla mikla leit á öllu Suðurlandi vegna málsins, setti upp vegartálma, leitaði í bílum og fékk aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sú leit leiddi til þess að tveir menn voru handteknir við Laugarvatn um kvöldið. Stefán sjálfur var svo handtekinn af sérsveit lögreglu í gær og verður gæsluvarðhalds yfir honum krafist í dag. Tvímenningarnir eru 21 og 22 ára og hafa báðir hlotið refsidóma. Þeir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. júlí. Meintur höfuðpaur í málinu, Stefán Logi Sívarsson, er margdæmdur ofbeldismaður og var nýverið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um nauðgun. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásin á Stokkseyri sé ekki eina ofbeldisverkið sem mennirnir eru grunaðir um undanfarið, heldur séu minnst tvö önnur sambærileg mál, sem varða frelsissviptingu og líkamsárás, til rannsóknar. Stokkseyrarárásin hafi þó verið sérstaklega hrottafengin, þar hafi vopnum verið beitt og þolandinn verið mjög illa leikinn á eftir.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira