Ætlum okkur á Evrópumótið Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júlí 2013 06:30 kk landslið Íslenska karlalandslið í golfi hefur þátttöku á European Men"s Challenge Trophy 2013-mótinu sem fram fer á Kunétická Hora-vellinum í Tékklandi næstu þrjá daga. Þrjár þjóðir af tíu komast á Evrópumótið sjálft eftir ár en auk Íslands eru það Belgía, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Rússland, Serbía, Slóvakía, Slóvenía og Tyrkland sem taka þátt á mótinu. Á European Men"s Challenge Trophy-mótinu er leikinn 54 holu höggleikur. Liðin leika 18 holur á dag næstu þrjá daga en í hverju liði eru sex kylfingar. Fjögur bestu skorin eru talin í hverju liði fyrir sig en ef staðan er jöfn þá er sjötti kylfingurinn einnig metinn. „Þetta mót leggst bara gríðarlega vel í mannskapinn,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins.Góð stemmning í hópnum „Menn eru bara mjög vel stemmdir enda ekki annað hægt í svona aðstæðum. Hér er bara sól, mikill hiti og mikil blíða.“ Landsliðið var á æfingu fyrir mótið þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í Birgi Leifi en mótið fer fram á Kunétická Hora-vellinum í Tékklandi. Völlurinn er um 120 kílómetrum frá Prag, höfuðborg Tékklands. „Við erum rétt í þessu að venjast vellinum og ætlum okkur að taka góðan æfingahring í dag. Það verður leikinn 54 holu höggleikur á mótinu, sex í liði og fjögur bestu skorin á hverri holu gilda.“ Birgir Leifur Hafþórsson er atvinnumaður í golfi og má því ekki leika fyrir íslenska landsliðið á mótinu. „Þetta er aðeins fyrir áhugamenn og því verð ég þeim til halds og trausts, set upp ákveðið leikskipulag fyrir leikmenn liðsins en mitt hlutverk er einnig að hvetja áfram liðið. Þegar maður ræðst í þátttöku á svona móti er mikilvægt að skoða hvern leikmann fyrir sig, því þeir eru ekki allir eins, og leggja mótið upp með tilliti til þess. Þessi golfvöllur refsar töluvert og það er gríðarlega mikilvægt að vera inni á braut sem mest til þess að geta átt góð innáhögg. Grasið sem liggur utan brautar er rosalega þykkt og því verða leikmenn að vera skynsamir.“Þurfum að vera þolinmóðir „Það skiptir miklu máli að spila varfærnislega á fyrsta degi, leggja upp með að vera alltaf inni á braut og vera þolinmóðir í okkar leik. Við þurfum síðan að sjá til hvar við stöndum eftir fyrsta daginn og bera okkur saman við aðrar þjóðir, þá getum við farið að skipuleggja næstu tvo hringi.“Þrjár þjóðir fara áfram „Þrjár efstu þjóðirnar fara áfram á Evrópumótið sem fer fram á næsta ári og ég tel að við eigum bara góða möguleika á því að komast áfram. Við erum mjög bjartsýnir og erum mjög einbeittir og ætlum okkur stóra hluti. Ég hef verið að koma því hugafari inn hjá strákunum undanfarna daga að leikskipulag okkar sé skothelt og ef menn eru ávallt innan þess þá eigum við bara virkilega góða möguleika. Við ætlum okkur klárlega áfram á þessu móti og það er skýrt markmið liðsins.“ Landsliðið leikur næstu þrjá daga í Tékklandi og möguleiki er fyrir hendi að liðið fari áfram. Mótið hefst í dag og verða strákarnir í eldlínunni næstu þrjá keppnisdaga. Hinn margreyndi Birgir Leifur Hafþórsson mun án efa nýta þá reynslu sem hann hefur. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenska karlalandslið í golfi hefur þátttöku á European Men"s Challenge Trophy 2013-mótinu sem fram fer á Kunétická Hora-vellinum í Tékklandi næstu þrjá daga. Þrjár þjóðir af tíu komast á Evrópumótið sjálft eftir ár en auk Íslands eru það Belgía, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Rússland, Serbía, Slóvakía, Slóvenía og Tyrkland sem taka þátt á mótinu. Á European Men"s Challenge Trophy-mótinu er leikinn 54 holu höggleikur. Liðin leika 18 holur á dag næstu þrjá daga en í hverju liði eru sex kylfingar. Fjögur bestu skorin eru talin í hverju liði fyrir sig en ef staðan er jöfn þá er sjötti kylfingurinn einnig metinn. „Þetta mót leggst bara gríðarlega vel í mannskapinn,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins.Góð stemmning í hópnum „Menn eru bara mjög vel stemmdir enda ekki annað hægt í svona aðstæðum. Hér er bara sól, mikill hiti og mikil blíða.“ Landsliðið var á æfingu fyrir mótið þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í Birgi Leifi en mótið fer fram á Kunétická Hora-vellinum í Tékklandi. Völlurinn er um 120 kílómetrum frá Prag, höfuðborg Tékklands. „Við erum rétt í þessu að venjast vellinum og ætlum okkur að taka góðan æfingahring í dag. Það verður leikinn 54 holu höggleikur á mótinu, sex í liði og fjögur bestu skorin á hverri holu gilda.“ Birgir Leifur Hafþórsson er atvinnumaður í golfi og má því ekki leika fyrir íslenska landsliðið á mótinu. „Þetta er aðeins fyrir áhugamenn og því verð ég þeim til halds og trausts, set upp ákveðið leikskipulag fyrir leikmenn liðsins en mitt hlutverk er einnig að hvetja áfram liðið. Þegar maður ræðst í þátttöku á svona móti er mikilvægt að skoða hvern leikmann fyrir sig, því þeir eru ekki allir eins, og leggja mótið upp með tilliti til þess. Þessi golfvöllur refsar töluvert og það er gríðarlega mikilvægt að vera inni á braut sem mest til þess að geta átt góð innáhögg. Grasið sem liggur utan brautar er rosalega þykkt og því verða leikmenn að vera skynsamir.“Þurfum að vera þolinmóðir „Það skiptir miklu máli að spila varfærnislega á fyrsta degi, leggja upp með að vera alltaf inni á braut og vera þolinmóðir í okkar leik. Við þurfum síðan að sjá til hvar við stöndum eftir fyrsta daginn og bera okkur saman við aðrar þjóðir, þá getum við farið að skipuleggja næstu tvo hringi.“Þrjár þjóðir fara áfram „Þrjár efstu þjóðirnar fara áfram á Evrópumótið sem fer fram á næsta ári og ég tel að við eigum bara góða möguleika á því að komast áfram. Við erum mjög bjartsýnir og erum mjög einbeittir og ætlum okkur stóra hluti. Ég hef verið að koma því hugafari inn hjá strákunum undanfarna daga að leikskipulag okkar sé skothelt og ef menn eru ávallt innan þess þá eigum við bara virkilega góða möguleika. Við ætlum okkur klárlega áfram á þessu móti og það er skýrt markmið liðsins.“ Landsliðið leikur næstu þrjá daga í Tékklandi og möguleiki er fyrir hendi að liðið fari áfram. Mótið hefst í dag og verða strákarnir í eldlínunni næstu þrjá keppnisdaga. Hinn margreyndi Birgir Leifur Hafþórsson mun án efa nýta þá reynslu sem hann hefur.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti