Poulter auglýsir eftir nýjum pútter á Twitter Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júlí 2013 16:00 Ian Poulter mun mæta til leiks með nýjan pútter á Opna breska eftir viku. Kylfingurinn auglýsti eftir nýjum pútter á Twitter. Nordicphotos/getty Englendingurinn Ian Poulter ætlar að skipta um pútter eftir að kylfingurinn hafnaði í 25. sæti á Opna franska meistaramótinu um síðustu helgi. Kylfingurinn vill ekki meina að slæmt gengi sé alfarið pútternum að kenna en Poulter ætlar samt sem áður að vera með nýja kylfu í pokanum á næsta stórmóti en Opna breska meistaramótið hefst eftir viku. Poulter fer óhefðbundnar leiðir í því að auglýsa eftir nýjum pútter en hann setti inn auglýsingu á samskiptamiðlinum Twitter þar sem hann fór þess á leit við kylfuframleiðendur að senda sér nýjan pútter til þess að prófa. „Ég hef núna ákveðið að reka pútterinn minn og ætla mér að finna nýjan fyrir opna breska. Kylfuframleiðendur mega því endilega senda mér púttera á skrifstofu IJP [Ian James Poulter]. Ég vil ekki kenna pútternum um slæmt gengi en ég vil samt sem áður prófa nýja kylfu,“ skrifaði Poulter á Twitter-síðu sinni. Ian Poulter hefur að undanförnu notað pútterinn Odyssey XG númer sjö. „Breytingar eru oft góðar í golfi. Það hefur hentað mér vel á ferlinum að skipta um kylfur. Stundum þarf maður bara að sjá eitthvað nýtt þegar maður lítur niður. Það er komin tími á hvíld fyrir gamla pútterinn,“ sagði Poulter. Það má fastlega gera ráð fyrir því að kylfingurinn eigi eftir að fá þónokkuð marga púttera senda á skrifstofuna og hann verður líklega kominn með nýja kylfu þegar Opna breska meistaramótið hefst þann 14. júlí á Muirfield-vellinum. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Englendingurinn Ian Poulter ætlar að skipta um pútter eftir að kylfingurinn hafnaði í 25. sæti á Opna franska meistaramótinu um síðustu helgi. Kylfingurinn vill ekki meina að slæmt gengi sé alfarið pútternum að kenna en Poulter ætlar samt sem áður að vera með nýja kylfu í pokanum á næsta stórmóti en Opna breska meistaramótið hefst eftir viku. Poulter fer óhefðbundnar leiðir í því að auglýsa eftir nýjum pútter en hann setti inn auglýsingu á samskiptamiðlinum Twitter þar sem hann fór þess á leit við kylfuframleiðendur að senda sér nýjan pútter til þess að prófa. „Ég hef núna ákveðið að reka pútterinn minn og ætla mér að finna nýjan fyrir opna breska. Kylfuframleiðendur mega því endilega senda mér púttera á skrifstofu IJP [Ian James Poulter]. Ég vil ekki kenna pútternum um slæmt gengi en ég vil samt sem áður prófa nýja kylfu,“ skrifaði Poulter á Twitter-síðu sinni. Ian Poulter hefur að undanförnu notað pútterinn Odyssey XG númer sjö. „Breytingar eru oft góðar í golfi. Það hefur hentað mér vel á ferlinum að skipta um kylfur. Stundum þarf maður bara að sjá eitthvað nýtt þegar maður lítur niður. Það er komin tími á hvíld fyrir gamla pútterinn,“ sagði Poulter. Það má fastlega gera ráð fyrir því að kylfingurinn eigi eftir að fá þónokkuð marga púttera senda á skrifstofuna og hann verður líklega kominn með nýja kylfu þegar Opna breska meistaramótið hefst þann 14. júlí á Muirfield-vellinum.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira