Poulter auglýsir eftir nýjum pútter á Twitter Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júlí 2013 16:00 Ian Poulter mun mæta til leiks með nýjan pútter á Opna breska eftir viku. Kylfingurinn auglýsti eftir nýjum pútter á Twitter. Nordicphotos/getty Englendingurinn Ian Poulter ætlar að skipta um pútter eftir að kylfingurinn hafnaði í 25. sæti á Opna franska meistaramótinu um síðustu helgi. Kylfingurinn vill ekki meina að slæmt gengi sé alfarið pútternum að kenna en Poulter ætlar samt sem áður að vera með nýja kylfu í pokanum á næsta stórmóti en Opna breska meistaramótið hefst eftir viku. Poulter fer óhefðbundnar leiðir í því að auglýsa eftir nýjum pútter en hann setti inn auglýsingu á samskiptamiðlinum Twitter þar sem hann fór þess á leit við kylfuframleiðendur að senda sér nýjan pútter til þess að prófa. „Ég hef núna ákveðið að reka pútterinn minn og ætla mér að finna nýjan fyrir opna breska. Kylfuframleiðendur mega því endilega senda mér púttera á skrifstofu IJP [Ian James Poulter]. Ég vil ekki kenna pútternum um slæmt gengi en ég vil samt sem áður prófa nýja kylfu,“ skrifaði Poulter á Twitter-síðu sinni. Ian Poulter hefur að undanförnu notað pútterinn Odyssey XG númer sjö. „Breytingar eru oft góðar í golfi. Það hefur hentað mér vel á ferlinum að skipta um kylfur. Stundum þarf maður bara að sjá eitthvað nýtt þegar maður lítur niður. Það er komin tími á hvíld fyrir gamla pútterinn,“ sagði Poulter. Það má fastlega gera ráð fyrir því að kylfingurinn eigi eftir að fá þónokkuð marga púttera senda á skrifstofuna og hann verður líklega kominn með nýja kylfu þegar Opna breska meistaramótið hefst þann 14. júlí á Muirfield-vellinum. Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Englendingurinn Ian Poulter ætlar að skipta um pútter eftir að kylfingurinn hafnaði í 25. sæti á Opna franska meistaramótinu um síðustu helgi. Kylfingurinn vill ekki meina að slæmt gengi sé alfarið pútternum að kenna en Poulter ætlar samt sem áður að vera með nýja kylfu í pokanum á næsta stórmóti en Opna breska meistaramótið hefst eftir viku. Poulter fer óhefðbundnar leiðir í því að auglýsa eftir nýjum pútter en hann setti inn auglýsingu á samskiptamiðlinum Twitter þar sem hann fór þess á leit við kylfuframleiðendur að senda sér nýjan pútter til þess að prófa. „Ég hef núna ákveðið að reka pútterinn minn og ætla mér að finna nýjan fyrir opna breska. Kylfuframleiðendur mega því endilega senda mér púttera á skrifstofu IJP [Ian James Poulter]. Ég vil ekki kenna pútternum um slæmt gengi en ég vil samt sem áður prófa nýja kylfu,“ skrifaði Poulter á Twitter-síðu sinni. Ian Poulter hefur að undanförnu notað pútterinn Odyssey XG númer sjö. „Breytingar eru oft góðar í golfi. Það hefur hentað mér vel á ferlinum að skipta um kylfur. Stundum þarf maður bara að sjá eitthvað nýtt þegar maður lítur niður. Það er komin tími á hvíld fyrir gamla pútterinn,“ sagði Poulter. Það má fastlega gera ráð fyrir því að kylfingurinn eigi eftir að fá þónokkuð marga púttera senda á skrifstofuna og hann verður líklega kominn með nýja kylfu þegar Opna breska meistaramótið hefst þann 14. júlí á Muirfield-vellinum.
Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira