Íslenski boltinn

Gagnrýnin á rétt á sér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Ákvörðun Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar landsliðsþjálfara að velja Eddu Garðarsdóttur ekki í EM-hóp Íslands hefur vakið athygli. Margrét Lára Viðarsdóttir segir að liðið sakni hennar en virði ákvörðun þjálfarans.

„Það er erfitt að missa hana úr liðinu, enda hefur hún verið stór hluti af okkar landsliðshópi í mörg ár. En það þýðir ekkert annað en að taka vel á móti nýjum leikmönnum,“ segir hún og bætir við að það ríki jákvætt andrúmsloft í herbúðum landsliðsins.

„Mér finnst mjög góð stemning í liðinu og við höfum átt frábærar æfingar síðan að lokahópurinn var valinn. Við ætlum að halda í jákvæðnina og njóta þess að spila fótbolta. Það hefur reynst okkur mjög vel áður. Við bætum okkur lítið sem knattspyrnumenn á þeim skamma tíma sem er fram að móti en við getum nýtt hann til að ná upp góðri samstöðu og jákvæðu andrúmslofti. Við höfum einsett okkur það.“

Landsliðið hefur verið gagnrýnt fyrir misjafnt gengi sitt í aðdraganda mótsins. „Það er eðlileg gagnrýni en það má ekki gleyma því að við höfum spilað við lið sem öll eru hærra skrifuð en okkar. Við viljum þó ekki að okkur sé klappað á bakið fyrir hvað sem er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×