Skjálfti á kínverskum mörkuðum Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 28. júní 2013 08:00 Vextir á millibankamarkaði í Kína skutust upp í methæðir fyrir helgi. Mynd/AP Lánsfjárskortur hefur skekið kínverska fjármálamarkaði síðustu daga. Fyrir vikið brást seðlabanki landsins við í vikunni og hét stuðningi lendi bankar landsins í vandræðum. Vextir á fjármagnsmörkuðum Kína skutust upp í lok síðustu viku eftir að lausafjárskorts varð vart á kínverskum fjármagnsmörkuðum. Í kjölfarið lækkuðu hlutabréf í kínverskum kauphöllum mikið á mánudag vegna ótta um að lánsfjárkrísa væri að myndast í þessu næst stærsta hagkerfi heims. Á mánudag sagði Seðlabanki Kína að nægt lánsfé væri til staðar í hagkerfinu og kenndi óstjórn þarlendra banka um stöðuna á fjármagnsmörkuðum. Seðlabankinn lagði þó áherslu á að hann myndi styðja við banka í lausafjárvandræðum og tryggja seljanleika á mörkuðum lendi bankastofnanir í tímabundnum lausafjárerfiðleikum. Í kjölfar yfirlýsingar seðlabankans lækkuðu millibankavextir mikið, eða í 5,83% úr 13% fyrir helgi. Kínversk stjórnvöld hafa að undanförnu reynt að draga loft úr lánsfjárbólu í kínverska hagkerfinu. Greinendur telja það samt sem áður hafa komið bönkum á óvart að seðlabankinn hafi ekki verið tilbúinn til að veita lausafjáraðstoð án tafar þegar fjárþurrðar varð vart á millibankamarkaði. Hann hafi því ekki miðlað nægilega vel stefnu sinni til markaðsaðila. Tengdar fréttir Vilja skoða 36 tíma vinnuviku Mikilvægt er að skoða kosti þess að stytta vinnuviku Íslendindinga úr 40 stundum í 36 stundir. 28. júní 2013 09:30 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lánsfjárskortur hefur skekið kínverska fjármálamarkaði síðustu daga. Fyrir vikið brást seðlabanki landsins við í vikunni og hét stuðningi lendi bankar landsins í vandræðum. Vextir á fjármagnsmörkuðum Kína skutust upp í lok síðustu viku eftir að lausafjárskorts varð vart á kínverskum fjármagnsmörkuðum. Í kjölfarið lækkuðu hlutabréf í kínverskum kauphöllum mikið á mánudag vegna ótta um að lánsfjárkrísa væri að myndast í þessu næst stærsta hagkerfi heims. Á mánudag sagði Seðlabanki Kína að nægt lánsfé væri til staðar í hagkerfinu og kenndi óstjórn þarlendra banka um stöðuna á fjármagnsmörkuðum. Seðlabankinn lagði þó áherslu á að hann myndi styðja við banka í lausafjárvandræðum og tryggja seljanleika á mörkuðum lendi bankastofnanir í tímabundnum lausafjárerfiðleikum. Í kjölfar yfirlýsingar seðlabankans lækkuðu millibankavextir mikið, eða í 5,83% úr 13% fyrir helgi. Kínversk stjórnvöld hafa að undanförnu reynt að draga loft úr lánsfjárbólu í kínverska hagkerfinu. Greinendur telja það samt sem áður hafa komið bönkum á óvart að seðlabankinn hafi ekki verið tilbúinn til að veita lausafjáraðstoð án tafar þegar fjárþurrðar varð vart á millibankamarkaði. Hann hafi því ekki miðlað nægilega vel stefnu sinni til markaðsaðila.
Tengdar fréttir Vilja skoða 36 tíma vinnuviku Mikilvægt er að skoða kosti þess að stytta vinnuviku Íslendindinga úr 40 stundum í 36 stundir. 28. júní 2013 09:30 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vilja skoða 36 tíma vinnuviku Mikilvægt er að skoða kosti þess að stytta vinnuviku Íslendindinga úr 40 stundum í 36 stundir. 28. júní 2013 09:30