Íslenskir knattspyrnumenn með óeðlilegt hjartalínurit Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júní 2013 06:45 Arnar valdi sér viðfangsefnið á þriðja ári í læknisfræði, en ekkert annað kom til greina en að láta slag standa. Mynd/aðsend Óvænt dauðsföll knattspyrnumanna hafa oftar en ekki vakið óhug og vaknar oft upp sú spurning hvort álagið á íþróttafólki í erfiðisgreinum sé einfaldlega of mikið. Ný íslensk rannsókn sýnir að hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna séu mjög óvenjuleg og ef um sextugan karlmann væri að ræða þyrftu læknar að hafa töluverðar áhyggjur af sjúklingnum. Greint er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Í ljós kom að helmingur þeirra 159 íslensku knattspyrnumanna sem tóku þátt í rannsókninni eru með óeðlilegt hjartalínurit. Arnar Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í tennis og læknanemi, vann að rannsókninni og voru niðurstöðurnar fróðlegar. „Þetta hófst allt þegar ég valdi mér rannsóknarverkefni á þriðja ári í læknisfræðinni,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. „Sjálfur hef ég mikið verið í íþróttum og því fannst mér viðfangsefnið fróðlegt. Ég vann þetta verkefni undir lok þriðja ársins og strax í kjölfarið réðumst við í það að gera vísindagrein um niðurstöðurnar, en núna rúmlega ári síðan fékk greinin birtingu.“Skyndidauði til rannsóknar Rannsóknin fór fram á árunum 2008-2010 en leikmenn sem voru valdir til þátttöku voru eingöngu þeir sem tóku þátt í keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. „Sambandið skyldar alla leikmenn til að fara í almenna læknisskoðun þar sem hjartalínuritið er einnig tekið fyrir. Allir leikmenn þurfa að fara í hjartaómskoðun svo þessi hópur var tilvalinn til rannsóknar. Skyndidauði knattspyrnumanna hefur lengi verið í umræðunni og hafa læknar reynt að rannsaka slíkt ítarlega. Það eru til góð dæmi frá Ítalíu þar sem slíkar rannsóknir hafa aðstoðað lækna við að finna undirliggjandi hjartasjúkdóma íþróttamanna og þar af leiðandi komið í veg fyrir stórslys.“Álagið of mikið fyrir hjartað „Það er þekkt í þolíþróttagreinum að þær hafa viss áhrif á hjartað. Stór hluti rannsóknarinnar var að skoða hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna sem eiga allir að vera í toppformi. Það sem við sáum í okkar rannsókn var að hjartalínurit þessara leikmanna voru nokkuð brengluð. Ef um væri að ræða sextugan karlmann með sömu niðurstöður þá myndi maður hafa miklar áhyggjur. Við erum í raun að sýna fram á að hið svokallaða íþróttahjarta sýnir oft á tíðum skrítið hjartalínurit. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað slæmt sé sem undirliggjandi.“ Margir muna eftir því þegar Fabrice Muamba, fyrrum leikmaður Bolton Wanderers, fékk hjartastopp í miðjum leik þann 17. apríl 2012 og lá lengi milli heims og helju. Leikmaðurinn þurfti að hætta knattspyrnuiðkun. „Svona rannsóknir gera oft læknum kleift að finna út þá leikmenn sem eru með undirliggjandi hjartasjúkdóma og geta komið í veg fyrir svona atvik. Þetta er einn liðurinn í því að vita að hverju við eigum að leita til þess að reyna koma í veg fyrir þessi fáu en mjög alvarlegu tilfelli. Það er alls ekkert hlaupið að því að finna út undirliggjandi hjartasjúkdóma hjá afreksíþróttamönnum. Hjartalínurit þeirra eru mörg hver svo óeðlileg og því er þetta oft eins og að leita að nál í heystakki.“ Alls höfðu 84 knattspyrnumenn eða 53 prósent óeðlilegt hjartarit. „Karlmenn sýna meiri tilhneigingu til þess að vera með óeðlilegt hjartalínurit og sérstaklega einstaklingar í erfiðisíþróttum. Það er því gríðarlega erfitt að finna út hvort menn í þessum hópi séu með undirliggjandi hjartasjúkdóma. Rannsóknir af þessu toga eru samt stórt skref í rétta átt.“ Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Í beinni: Arsenal - PSV | Önnur markaveisla hjá Skyttunum? „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Í beinni: Fram - Haukar | Endurtekning á bikarúrslitaleiknum Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjá meira
Óvænt dauðsföll knattspyrnumanna hafa oftar en ekki vakið óhug og vaknar oft upp sú spurning hvort álagið á íþróttafólki í erfiðisgreinum sé einfaldlega of mikið. Ný íslensk rannsókn sýnir að hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna séu mjög óvenjuleg og ef um sextugan karlmann væri að ræða þyrftu læknar að hafa töluverðar áhyggjur af sjúklingnum. Greint er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Í ljós kom að helmingur þeirra 159 íslensku knattspyrnumanna sem tóku þátt í rannsókninni eru með óeðlilegt hjartalínurit. Arnar Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í tennis og læknanemi, vann að rannsókninni og voru niðurstöðurnar fróðlegar. „Þetta hófst allt þegar ég valdi mér rannsóknarverkefni á þriðja ári í læknisfræðinni,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. „Sjálfur hef ég mikið verið í íþróttum og því fannst mér viðfangsefnið fróðlegt. Ég vann þetta verkefni undir lok þriðja ársins og strax í kjölfarið réðumst við í það að gera vísindagrein um niðurstöðurnar, en núna rúmlega ári síðan fékk greinin birtingu.“Skyndidauði til rannsóknar Rannsóknin fór fram á árunum 2008-2010 en leikmenn sem voru valdir til þátttöku voru eingöngu þeir sem tóku þátt í keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. „Sambandið skyldar alla leikmenn til að fara í almenna læknisskoðun þar sem hjartalínuritið er einnig tekið fyrir. Allir leikmenn þurfa að fara í hjartaómskoðun svo þessi hópur var tilvalinn til rannsóknar. Skyndidauði knattspyrnumanna hefur lengi verið í umræðunni og hafa læknar reynt að rannsaka slíkt ítarlega. Það eru til góð dæmi frá Ítalíu þar sem slíkar rannsóknir hafa aðstoðað lækna við að finna undirliggjandi hjartasjúkdóma íþróttamanna og þar af leiðandi komið í veg fyrir stórslys.“Álagið of mikið fyrir hjartað „Það er þekkt í þolíþróttagreinum að þær hafa viss áhrif á hjartað. Stór hluti rannsóknarinnar var að skoða hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna sem eiga allir að vera í toppformi. Það sem við sáum í okkar rannsókn var að hjartalínurit þessara leikmanna voru nokkuð brengluð. Ef um væri að ræða sextugan karlmann með sömu niðurstöður þá myndi maður hafa miklar áhyggjur. Við erum í raun að sýna fram á að hið svokallaða íþróttahjarta sýnir oft á tíðum skrítið hjartalínurit. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað slæmt sé sem undirliggjandi.“ Margir muna eftir því þegar Fabrice Muamba, fyrrum leikmaður Bolton Wanderers, fékk hjartastopp í miðjum leik þann 17. apríl 2012 og lá lengi milli heims og helju. Leikmaðurinn þurfti að hætta knattspyrnuiðkun. „Svona rannsóknir gera oft læknum kleift að finna út þá leikmenn sem eru með undirliggjandi hjartasjúkdóma og geta komið í veg fyrir svona atvik. Þetta er einn liðurinn í því að vita að hverju við eigum að leita til þess að reyna koma í veg fyrir þessi fáu en mjög alvarlegu tilfelli. Það er alls ekkert hlaupið að því að finna út undirliggjandi hjartasjúkdóma hjá afreksíþróttamönnum. Hjartalínurit þeirra eru mörg hver svo óeðlileg og því er þetta oft eins og að leita að nál í heystakki.“ Alls höfðu 84 knattspyrnumenn eða 53 prósent óeðlilegt hjartarit. „Karlmenn sýna meiri tilhneigingu til þess að vera með óeðlilegt hjartalínurit og sérstaklega einstaklingar í erfiðisíþróttum. Það er því gríðarlega erfitt að finna út hvort menn í þessum hópi séu með undirliggjandi hjartasjúkdóma. Rannsóknir af þessu toga eru samt stórt skref í rétta átt.“
Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Í beinni: Arsenal - PSV | Önnur markaveisla hjá Skyttunum? „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Í beinni: Fram - Haukar | Endurtekning á bikarúrslitaleiknum Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti