Pylsuvagn með minjagripi opnaður við Seljalandsfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. júní 2013 07:00 Eigendur Seljaveitinga við vagninn sem opnaður verður við Seljalandsfoss í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Tvenn hjón opna í næstu viku veitingavagn við Seljalandsfoss. Auk skyndibita og minjagripa selja þau regnslár fyrir þá sem ganga undir fossinn. Þau telja mikla eftirspurn eftir þjónustunni sem býðst með þessum fyrsta söluvagni á staðnum. „Það hafa margir spekúlerað og velt fyrir sér í mörg ár af hverju það er ekkert við fossinn,“ segir Elísabet Þorvaldsdóttir, um tilkomu veitingavagns sem opna á við Seljalandsfoss í næstu viku. Veitingavagninn mun Elísabet starfrækja ásamt manni sínum Heimi Hálfdanarsyni og vinahjónum þeirra; Kristínu Guðbjartsdóttur og Atla Má Bjarnasyni. „Við ætlum að vera með það helsta sem verið er að selja í svona vögnum; kaffi, gos, samlokur, pylsur og súpu og eitthvað af minjagripum og ferðamannavörum að ógleymdum einnota regnslám fyrir þá sem vilja fara á bak við foss og eru ekki með útbúnað í það. Maður blotnar alltaf bak við foss,“ segir Elísabet um vöruúrvalið. Margir sem gengið hafa bak við Seljalandsfoss hafa lent í því að aðrir fossgöngumenn biðja þá að smella af þeim ljósmynd. Spurð hvort boðið verði upp á slíka þjónustu að fossbaki segir Elísabet það einmitt hafa komið til tals. „Það eru framtíðar pælingar. Það er ýmsar hugmyndir í gangi, þetta er bara byrjunin,“ svarar hún. Eiginmaður Elísabetar er frá Seljalandi og einn eigenda jarðarinnar sem er þríbýl og á skikann í kring um Seljalandsfoss í óskiptri sameign með Seljalandsseli. Aðrir landeigendur hafa veitt sitt samþykki eins og Rangárþing eystra gerði að skilyrði þegar sveitarfélagið veitti stöðuleyfi fyrir veitingavagninum fram til 1. október. Elísabet segir óvíst hversu lengi veitingavagninn verður opinn eftir að sumri tekur að halla. „Mér finnst ólíklegt að við verðum með opið yfir háveturinn. Ferðamannastraumurinn til Íslands virðist samt alltaf vera að aukast utan þessara hefðbundnu sumarmánuða svo við munum horfa á þetta með opnum huga,“ segir veitingamaðurinn væntanlegi við Seljalandsfoss. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Tvenn hjón opna í næstu viku veitingavagn við Seljalandsfoss. Auk skyndibita og minjagripa selja þau regnslár fyrir þá sem ganga undir fossinn. Þau telja mikla eftirspurn eftir þjónustunni sem býðst með þessum fyrsta söluvagni á staðnum. „Það hafa margir spekúlerað og velt fyrir sér í mörg ár af hverju það er ekkert við fossinn,“ segir Elísabet Þorvaldsdóttir, um tilkomu veitingavagns sem opna á við Seljalandsfoss í næstu viku. Veitingavagninn mun Elísabet starfrækja ásamt manni sínum Heimi Hálfdanarsyni og vinahjónum þeirra; Kristínu Guðbjartsdóttur og Atla Má Bjarnasyni. „Við ætlum að vera með það helsta sem verið er að selja í svona vögnum; kaffi, gos, samlokur, pylsur og súpu og eitthvað af minjagripum og ferðamannavörum að ógleymdum einnota regnslám fyrir þá sem vilja fara á bak við foss og eru ekki með útbúnað í það. Maður blotnar alltaf bak við foss,“ segir Elísabet um vöruúrvalið. Margir sem gengið hafa bak við Seljalandsfoss hafa lent í því að aðrir fossgöngumenn biðja þá að smella af þeim ljósmynd. Spurð hvort boðið verði upp á slíka þjónustu að fossbaki segir Elísabet það einmitt hafa komið til tals. „Það eru framtíðar pælingar. Það er ýmsar hugmyndir í gangi, þetta er bara byrjunin,“ svarar hún. Eiginmaður Elísabetar er frá Seljalandi og einn eigenda jarðarinnar sem er þríbýl og á skikann í kring um Seljalandsfoss í óskiptri sameign með Seljalandsseli. Aðrir landeigendur hafa veitt sitt samþykki eins og Rangárþing eystra gerði að skilyrði þegar sveitarfélagið veitti stöðuleyfi fyrir veitingavagninum fram til 1. október. Elísabet segir óvíst hversu lengi veitingavagninn verður opinn eftir að sumri tekur að halla. „Mér finnst ólíklegt að við verðum með opið yfir háveturinn. Ferðamannastraumurinn til Íslands virðist samt alltaf vera að aukast utan þessara hefðbundnu sumarmánuða svo við munum horfa á þetta með opnum huga,“ segir veitingamaðurinn væntanlegi við Seljalandsfoss.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira