Sport

Sundfólkið fékk flest verðlaun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti Íslandsmet og mótsmet auk þess sem hún vann fjölda verðlauna.
Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti Íslandsmet og mótsmet auk þess sem hún vann fjölda verðlauna. Fréttablaðið/Daníel

Íslenska keppnissveitin sneri heim frá Lúxemborg með 87 verðlaun frá Smáþjóðaleikunum í farteskinu. Með í för var einnig fáni leikanna en Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, tók á móti honum á lokaathöfn leikanna um helgina. Leikarnir fara næst fram í Reykjavík eftir tvö ár.

Árangur Íslands er í takti við undanfarin ár. Liðið fékk næstflest verðlaun þátttökuþjóðanna, 87 talsins, sem er nokkur bæting frá leikunum fyrir tveimur árum. Ísland fékk flest verðlaun allra á átta af fyrstu níu Smáþjóðaleikunum en síðast gerðist það árið 2001.

Íslenska sundfólkið stóð sig hvað best í ár og fékk 39 verðlaun, þar af sextán gull.

Markmiðið fyrir leikana hér heima eftir tvö ár verður að endurheimta efsta sætið en Ísland hefur hlotið alls 414 gullverðlaun frá upphafi, fjórum minna en Kýpverjar sem hafa staðið sig vel á leikunum síðasta áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×