Íslenski boltinn

Ætlum að halda okkur inni í mótinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elín Metta hefur skorað sex mörk í fjórum leikjum. Hér sýnir hún flott tilþrif í anda Johan Cruyff gegn Blikum í 3. umferðinni.
Elín Metta hefur skorað sex mörk í fjórum leikjum. Hér sýnir hún flott tilþrif í anda Johan Cruyff gegn Blikum í 3. umferðinni. Fréttablaðið/Daníel

„Við erum tilbúnar í þetta og stefnum á að halda okkur inni í mótinu,“ segir Elín Metta Jensen, framherji Vals.

Markahrókurinn verður í eldlínunni í kvöld þegar Stjarnan kemur í heimsókn á Hlíðarenda. Stjarnan situr í toppsætinu með fullt hús stiga og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fjórum leikjum.

„Við erum alls ekkert hræddar við þær. Þær hafa byrjað vel en það hjálpar þeim ekki neitt í þessum leik,“ segir Elín Metta. Vörn Stjörnunnar stýrir Glódís Perla Viggósdóttir, jafnaldri Elínar Mettu. Þær stöllur þekkjast vel úr yngri landsliðum Íslands en hefur Elín Metta einhver tromp á hendi?

„Er það ekki heyrnaðarleyndamál sem má ekki upplýsa?“ segir Elín og hlær.

„Hún er auðvitað frábær leikmaður og alltaf krefjandi að mæta henni. En maður hlýtur að geta komist framhjá henni eins og öðrum.“

Leikur Vals og Stjörnunnar verður í beinni vefsjónvarpsútsendingu á Vísi í kvöld.

Leikir kvöldsins

18.00 Selfoss - ÍBV

19.15 Valur - Stjarnan

19.15 Afturelding - Breiðablik

19.15 HK/Víkingur - FH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×