Styttum kennaranámið Pawel Bartoszek skrifar 24. maí 2013 06:00 Kartöflubóndi ætlar að prófa nýja ræktunaraðferð. Nýja aðferðin er 70% dýrari en sú gamla. Kartöflurnar munu vera lengur að vaxa en þær eiga að vera gæðameiri og þar með dýrari fyrir vikið. Bóndinn er metnaðarfullur og nýjungagjarn og hann slær því til. Tveimur árum síðar er bisnessinn kominn í algjört rugl. Nýju ræktunaraðferðirnar reyndust ekki aðeins tímafrekari heldur gefa þær af sér helmingi færri kartöflur í hverri uppskeru. Bóndinn rukkar nú raunar örlítið meira fyrir hvert tonn en það dugar hvergi nærri til. Excel-skjalið logar í rauðu. Hvað á að gera? Bóndinn gæti farið í „stórfellt markaðsátak“ til að þrýsta á að fá hærra verð frá kaupendum. Hann gæti sótt um lán og nýsköpunarstyrk og reynt að bæta framleiðnina. En hann getur líka viðurkennt að jafnvel fínustu hugmyndir ganga stundum ekki upp.Kennarauppskeran brást Fyrir fimm árum var ákveðið að lengja kennaranámið úr þremur árum í fimm. Þau lög tóku endanlega gildi fyrir tveimur árum og síðan þá hefur aðsóknin í kennaranámið hrunið um helming. Útskrifaðir kennarar verða líklega enn færri því brottfall eykst með lengra námi. Sem sagt: Nú er tímafrekara og dýrara að mennta færri kennara en áður. Meðalmenntun þeirra sem kenna mun versna. Uppskeran brást. Við þurfum að horfast í augu við það.Árin sem sjaldan borga sig Setjum upp lítið reikningsdæmi. Ímyndum okkur einhvern með B.A. gráðu sem veltir því fyrir sér hvort hann eigi að fara í meistaranám. Segjum að á þessum tveimur viðbótarnámsárum verði hann af um það bil 5 milljónum í tekjur. Ef hann þyrfti að taka 5 milljóna kr. lán hjá Íbúðalánasjóði eru afborganir af því um 25 þúsund kr. á mánuði. Samkvæmt kjarasamningum KÍ hækka laun kennara einungis um 16 þúsund krónur við það að kennarinn fái meistarapróf. Ákvörðunin um að taka meistaragráðu var varla fjárhagslega skynsamleg áður. Nú er búið að skylda alla verðandi kennara til að taka hana.Markaðsátak? En hvað með hugmyndir á borð við: „Við verðum að fara í stórfellt átak til að efla áhuga á kennarastarfinu“? Þær hljóma því miður allt of mikið eins og: „Við verðum að eyða peningum í auglýsingar til að reyna að fá fólk til að taka fjárhagslega óskynsamlega lífsákvörðun.“ Það er ekki gaman að þurfa segja það en kannski hefur sá sem velur nú þriggja ára verkfræði- eða tölvunarfræðinám fram yfir fimm ára kennaranám heilmikið til síns máls. Námstíminn er styttri og væntanlegu launin betri. Það er mjög dýrt að bæta launin svo um munar. En það er auðvelt að stytta námið. Ég legg til að við „gefumst upp“ og styttum skyldunámið aftur í þrjú ár. Ekki til að spara heldur til að fækka ekki menntuðum kennurum og fæla ekki þá frá náminu sem hugsa þetta ekki endilega sem ævistarf. Við þurfum að gera það. Í dýpstu kreppu seinni tíma, þegar skólarnir fylltust af atvinnulausu námsfólki, var ekki hægt að fullmanna námsbraut til starfs sem almennt þykir veita mikið starfsöryggi. Það verður ekki auðveldara að manna hana þegar betur árar í efnahagslífinu.Fólk lifir ekki að eilífu Þeir tímar eru liðnir þegar fólk var í sömu vinnunni í 40 ár og fékk gullúr frá vinnuveitanda sínum þegar það settist í helgan stein. Vinnumarkaðurinn er orðinn sveigjanlegri og það er gott. En einmitt vegna þess ætti ekki að gera færslu milli starfa erfiðari. Lenging kennaranámsins fælir frá fólk sem vill sveigjanleikann. Það er óheppilegt. Vonandi mun enginn lesa úr þessum skrifum einhvers konar „vanvirðingu fyrir kennarastarfinu“. Engin slík taug slær í mér. En það læðist að manni sá grunur að lenging kennaranámsins hafi fyrst og fremst verið hugsuð sem millileikur í langvinnri baráttu kennara fyrir bættum kjörum. Sá leikur virðist ekki ætla að skila tilætluðum árangri. Við þurfum að að átta okkur á því að það að biðja fólk um að gefa fimm ár af lífi sínu er ekki lítil krafa. Sú krafa virðist fæla fólk frá. Það er kannski skiljanlegt. Flestir átta sig nefnilega á því að þeir lifa ekki að eilífu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Kartöflubóndi ætlar að prófa nýja ræktunaraðferð. Nýja aðferðin er 70% dýrari en sú gamla. Kartöflurnar munu vera lengur að vaxa en þær eiga að vera gæðameiri og þar með dýrari fyrir vikið. Bóndinn er metnaðarfullur og nýjungagjarn og hann slær því til. Tveimur árum síðar er bisnessinn kominn í algjört rugl. Nýju ræktunaraðferðirnar reyndust ekki aðeins tímafrekari heldur gefa þær af sér helmingi færri kartöflur í hverri uppskeru. Bóndinn rukkar nú raunar örlítið meira fyrir hvert tonn en það dugar hvergi nærri til. Excel-skjalið logar í rauðu. Hvað á að gera? Bóndinn gæti farið í „stórfellt markaðsátak“ til að þrýsta á að fá hærra verð frá kaupendum. Hann gæti sótt um lán og nýsköpunarstyrk og reynt að bæta framleiðnina. En hann getur líka viðurkennt að jafnvel fínustu hugmyndir ganga stundum ekki upp.Kennarauppskeran brást Fyrir fimm árum var ákveðið að lengja kennaranámið úr þremur árum í fimm. Þau lög tóku endanlega gildi fyrir tveimur árum og síðan þá hefur aðsóknin í kennaranámið hrunið um helming. Útskrifaðir kennarar verða líklega enn færri því brottfall eykst með lengra námi. Sem sagt: Nú er tímafrekara og dýrara að mennta færri kennara en áður. Meðalmenntun þeirra sem kenna mun versna. Uppskeran brást. Við þurfum að horfast í augu við það.Árin sem sjaldan borga sig Setjum upp lítið reikningsdæmi. Ímyndum okkur einhvern með B.A. gráðu sem veltir því fyrir sér hvort hann eigi að fara í meistaranám. Segjum að á þessum tveimur viðbótarnámsárum verði hann af um það bil 5 milljónum í tekjur. Ef hann þyrfti að taka 5 milljóna kr. lán hjá Íbúðalánasjóði eru afborganir af því um 25 þúsund kr. á mánuði. Samkvæmt kjarasamningum KÍ hækka laun kennara einungis um 16 þúsund krónur við það að kennarinn fái meistarapróf. Ákvörðunin um að taka meistaragráðu var varla fjárhagslega skynsamleg áður. Nú er búið að skylda alla verðandi kennara til að taka hana.Markaðsátak? En hvað með hugmyndir á borð við: „Við verðum að fara í stórfellt átak til að efla áhuga á kennarastarfinu“? Þær hljóma því miður allt of mikið eins og: „Við verðum að eyða peningum í auglýsingar til að reyna að fá fólk til að taka fjárhagslega óskynsamlega lífsákvörðun.“ Það er ekki gaman að þurfa segja það en kannski hefur sá sem velur nú þriggja ára verkfræði- eða tölvunarfræðinám fram yfir fimm ára kennaranám heilmikið til síns máls. Námstíminn er styttri og væntanlegu launin betri. Það er mjög dýrt að bæta launin svo um munar. En það er auðvelt að stytta námið. Ég legg til að við „gefumst upp“ og styttum skyldunámið aftur í þrjú ár. Ekki til að spara heldur til að fækka ekki menntuðum kennurum og fæla ekki þá frá náminu sem hugsa þetta ekki endilega sem ævistarf. Við þurfum að gera það. Í dýpstu kreppu seinni tíma, þegar skólarnir fylltust af atvinnulausu námsfólki, var ekki hægt að fullmanna námsbraut til starfs sem almennt þykir veita mikið starfsöryggi. Það verður ekki auðveldara að manna hana þegar betur árar í efnahagslífinu.Fólk lifir ekki að eilífu Þeir tímar eru liðnir þegar fólk var í sömu vinnunni í 40 ár og fékk gullúr frá vinnuveitanda sínum þegar það settist í helgan stein. Vinnumarkaðurinn er orðinn sveigjanlegri og það er gott. En einmitt vegna þess ætti ekki að gera færslu milli starfa erfiðari. Lenging kennaranámsins fælir frá fólk sem vill sveigjanleikann. Það er óheppilegt. Vonandi mun enginn lesa úr þessum skrifum einhvers konar „vanvirðingu fyrir kennarastarfinu“. Engin slík taug slær í mér. En það læðist að manni sá grunur að lenging kennaranámsins hafi fyrst og fremst verið hugsuð sem millileikur í langvinnri baráttu kennara fyrir bættum kjörum. Sá leikur virðist ekki ætla að skila tilætluðum árangri. Við þurfum að að átta okkur á því að það að biðja fólk um að gefa fimm ár af lífi sínu er ekki lítil krafa. Sú krafa virðist fæla fólk frá. Það er kannski skiljanlegt. Flestir átta sig nefnilega á því að þeir lifa ekki að eilífu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun