Golfvertíðin hefst um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2013 06:30 Mynd/Gunnar V. Andrésson Í vikunni var undirritað samkomulag á milli Golfsambands Íslands og Íslandsbanka um barna- og unglingastarf sambandsins í sumar. Barna- og unglingamótaraðir sumarsins munu því bera nafn Íslandsbanka en fyrstu mótin fara fram um helgina, bæði í aðalmótaröðinni og áskorendamótaröðinni. Mikill uppgangur hefur verið í golfíþróttinni á meðal barna og unglinga hér á landi og komast aðeins 144 bestu kylfingar landsins í aðalmótaröðina. Þar er skipt í karla- og kvennaflokk, sem og þrjá aldursflokka. Meðal þeirra fjölmörgu ungu og efnilegu kylfinga sem Ísland á er Saga Traustadóttir (á mynd), 15 ára kylfingur úr GR. Hún var viðstödd undirritun samstarfsins ásamt Herði Þorsteinssyni frá GSÍ og Hólmfríði Einarsdóttur frá Íslandsbanka. Fyrsta mótið í aðalmótaröðinni fer fram í Þorlákshöfn um helgina en alls fara fram sjö mót í sumar, það síðasta í byrjun septembermánaðar. Keppt verður í áskorendamótaröðinni á Húsatóftarvelli í Grindavík á morgun. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Í vikunni var undirritað samkomulag á milli Golfsambands Íslands og Íslandsbanka um barna- og unglingastarf sambandsins í sumar. Barna- og unglingamótaraðir sumarsins munu því bera nafn Íslandsbanka en fyrstu mótin fara fram um helgina, bæði í aðalmótaröðinni og áskorendamótaröðinni. Mikill uppgangur hefur verið í golfíþróttinni á meðal barna og unglinga hér á landi og komast aðeins 144 bestu kylfingar landsins í aðalmótaröðina. Þar er skipt í karla- og kvennaflokk, sem og þrjá aldursflokka. Meðal þeirra fjölmörgu ungu og efnilegu kylfinga sem Ísland á er Saga Traustadóttir (á mynd), 15 ára kylfingur úr GR. Hún var viðstödd undirritun samstarfsins ásamt Herði Þorsteinssyni frá GSÍ og Hólmfríði Einarsdóttur frá Íslandsbanka. Fyrsta mótið í aðalmótaröðinni fer fram í Þorlákshöfn um helgina en alls fara fram sjö mót í sumar, það síðasta í byrjun septembermánaðar. Keppt verður í áskorendamótaröðinni á Húsatóftarvelli í Grindavík á morgun.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira