Handbolti í hjólastólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2013 08:00 Jón Heiðar Gunnarsson og félagar í ÍR ætla að skella sér í hjólastólana. Fréttablaðið/Valli Söguleg stund verður í dag þegar fram fer fyrsta viðureign liða í hjólastólahandbolta. Hjólastólalið HK, eina liðið á landinu, mætir þá bikarmeisturum ÍR í Austurbergi klukkan 17.30. Aðgangur að leiknum er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum sem renna óskipt til hjólastólakaupa. Tilgangurinn er að hvetja önnur félagslið til að taka upp samskonar starfsemi enda vantar HK-ingum sárlega andstæðinga til að spila við. Þá vilja ÍR-ingar einnig vekja athygli á því góða frumkvöðlastarfi sem er í gangi hjá hjólastólahandboltaráði HK. Nýr keppnishjólastóll kostar 750 þúsund krónur. Fróðlegt verður að sjá hvort hjólastólafélagið rúlli yfir ÍR-inga sem eru eðlilega óvanir að spila íþróttina í hjólastólum. Um hjólastólahandbolta á ÍslandiStofnun Hjólastólahandboltaráðsins markaði tímamót á sínum tíma því þar fengu þeir sem sitja í hjólastól sömu stöðu innan félagsins og aðrir sem stunda íþróttir undir merkjum HK. Þetta var gríðarlega stórt skref en fram að þessu höfðu fatlaðir starfað að mestu undir merkjum íþróttafélags fatlaðra eða fengið fyrir náð og miskunn aðstöðu fyrir áhugamál sín undir verndarvæng tilfallandi félaga. Þetta var því stórt skref í samþættingu og valdeflingu sem lengi hefur verið unnið að í skólum landsins og því var sannarlega kominn tími á slíkt innan íþróttahreyfingarinnar. Það er gríðarstórt skref að opna íþróttafélögin fyrir öllum, líka þeim sem þurfa dags daglega að notast við hjólastól. Nú er komið að næsta skrefi og það tekur mið að því að breiða út íþróttina hér á landi. Ofangreindur leikur er mikilvæg byrjun á því. HK-ingar eru gríðarlega þakklátir fyrir að fá eitt elsta félag landsins með sér í verkefnið. Hjólastólahandknattleiksráð HK var jú stofnað á haustdögum árið 2010 en ÍR árið 1907. Íþróttir Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira
Söguleg stund verður í dag þegar fram fer fyrsta viðureign liða í hjólastólahandbolta. Hjólastólalið HK, eina liðið á landinu, mætir þá bikarmeisturum ÍR í Austurbergi klukkan 17.30. Aðgangur að leiknum er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum sem renna óskipt til hjólastólakaupa. Tilgangurinn er að hvetja önnur félagslið til að taka upp samskonar starfsemi enda vantar HK-ingum sárlega andstæðinga til að spila við. Þá vilja ÍR-ingar einnig vekja athygli á því góða frumkvöðlastarfi sem er í gangi hjá hjólastólahandboltaráði HK. Nýr keppnishjólastóll kostar 750 þúsund krónur. Fróðlegt verður að sjá hvort hjólastólafélagið rúlli yfir ÍR-inga sem eru eðlilega óvanir að spila íþróttina í hjólastólum. Um hjólastólahandbolta á ÍslandiStofnun Hjólastólahandboltaráðsins markaði tímamót á sínum tíma því þar fengu þeir sem sitja í hjólastól sömu stöðu innan félagsins og aðrir sem stunda íþróttir undir merkjum HK. Þetta var gríðarlega stórt skref en fram að þessu höfðu fatlaðir starfað að mestu undir merkjum íþróttafélags fatlaðra eða fengið fyrir náð og miskunn aðstöðu fyrir áhugamál sín undir verndarvæng tilfallandi félaga. Þetta var því stórt skref í samþættingu og valdeflingu sem lengi hefur verið unnið að í skólum landsins og því var sannarlega kominn tími á slíkt innan íþróttahreyfingarinnar. Það er gríðarstórt skref að opna íþróttafélögin fyrir öllum, líka þeim sem þurfa dags daglega að notast við hjólastól. Nú er komið að næsta skrefi og það tekur mið að því að breiða út íþróttina hér á landi. Ofangreindur leikur er mikilvæg byrjun á því. HK-ingar eru gríðarlega þakklátir fyrir að fá eitt elsta félag landsins með sér í verkefnið. Hjólastólahandknattleiksráð HK var jú stofnað á haustdögum árið 2010 en ÍR árið 1907.
Íþróttir Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira