Barist um íslensku strákana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2013 08:30 Fimm ár Í Þorlákshöfn Benedikt tók við Þórsurum árið 2010 og fór með liðið alla leið í úrslit í fyrra. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er svolítið síðan að ég framlengdi. Maður er bara ekkert að slá um sig með einhverjum Facebook-færslum,“ segir Benedikt Guðmundsson, sem verður þjálfari Þórs í Þorlákshöfn næstu tvö árin. Þórsarar höfnuðu í 2. sæti í deildarkeppninni í vetur en meiðsli lykilmanna skömmu fyrir úrslitakeppnina settu strik í reikninginn. „Árangurinn í vetur var betri en í fyrra þar til við lentum í meiðslunum. Við erum bara lítið lið sem reynir að vinna úr sínu. Við erum ekkert með landsliðskarla á lager til að taka við ef einhver meiðist,“ segir Benedikt og minnir á að lítið megi út af bregða hjá liðunum í körfunni. Það hafi sést í úrslitakeppninni þegar meiðsli útlendinga komu niður á árangri Keflvíkinga, Snæfellinga og Stjörnumanna. Benedikt þjálfaði KR-inga á árum áður en hann hefur bæði gert karla- og kvennalið félagsins að Íslandsmeisturum. Veturinn var KR-ingum erfiðari en reiknað var með og bendir flest til þess að Vesturbæjarliðið sé í þjálfaraleit hjá karlaliðinu. Aðspurður hvort KR-ingar hafi hringt í hann segir Benedikt: „Án þess að ég fari nákvæmt út í það þá fékk ég þrjár fyrirspurnir og gaf þær allar frá mér.“ Slegist á kjötmarkaðnumDarri Hilmarsson varð fyrir meiðslum á versta tíma á tímabilinu.Mynd/VilhelmNæstu tvö árin verða karlaliðin í efstu deild að hafa fjóra íslenska leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Þótt lið geti sankað að sér erlendum leikmönnum getur aðeins einn þeirra verið inni á vellinum í einu. Landslagið er gjörbreytt. „Nýja reglan býður upp á að slegist verði um íslenska leikmenn. Allir eru að ræða við alla,“ segir Benedikt. Hans leikmenn eru þar ekki undanskildir. „Allir leikmenn okkar, sem eru á annað borð komnir upp úr grunnskóla, hafa fengið símtal einhvers staðar frá,“ segir Benedikt. Heyrst hefur að hann beri víurnar í Tómas Tómasson, stigahæsta leikmann Fjölnis, sem féll úr deildinni í vetur. „Það skýrist vonandi á allra næstu dögum en við erum ekkert þeir einu í sambandi við hann,“ segir Benedikt. Greinilegt er að körfuboltaþjálfarar landsins eru mikið í símanum þessa dagana. „Lið gætu lent undir á þessum kjötmarkaði og farið illa. Þetta er barátta og við þurfum að taka þátt í henni ef við ætlum að vera með samkeppnishæft lið.“ Kostir og gallar við reglunaGræni drekinn, stuðningsmannasveit Þórs.Mynd/DaníelReglur um fjölda útlendinga hafa breyst reglulega undanfarin ár. Í vetur voru takmörk sett við tvo erlenda leikmenn. Þar áður mátti aðeins vera með einn Bandaríkjamann en fleiri evrópska leikmenn. Benedikt segist sjá kosti og galla við nýju regluna. „Það verður gaman að prófa þetta en reglan er ekki að hjálpa liðunum úti á landi og lítil hamingja með regluna þar,“ segir Benedikt. Hann minnir á að það sé sama til hvaða íþróttagreinar sé litið. Á landsbyggðinni spili erlendir leikmenn alltaf stór hlutverk. „Svona verður þetta næstu árin og menn verða bara að finna leiðir.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
„Það er svolítið síðan að ég framlengdi. Maður er bara ekkert að slá um sig með einhverjum Facebook-færslum,“ segir Benedikt Guðmundsson, sem verður þjálfari Þórs í Þorlákshöfn næstu tvö árin. Þórsarar höfnuðu í 2. sæti í deildarkeppninni í vetur en meiðsli lykilmanna skömmu fyrir úrslitakeppnina settu strik í reikninginn. „Árangurinn í vetur var betri en í fyrra þar til við lentum í meiðslunum. Við erum bara lítið lið sem reynir að vinna úr sínu. Við erum ekkert með landsliðskarla á lager til að taka við ef einhver meiðist,“ segir Benedikt og minnir á að lítið megi út af bregða hjá liðunum í körfunni. Það hafi sést í úrslitakeppninni þegar meiðsli útlendinga komu niður á árangri Keflvíkinga, Snæfellinga og Stjörnumanna. Benedikt þjálfaði KR-inga á árum áður en hann hefur bæði gert karla- og kvennalið félagsins að Íslandsmeisturum. Veturinn var KR-ingum erfiðari en reiknað var með og bendir flest til þess að Vesturbæjarliðið sé í þjálfaraleit hjá karlaliðinu. Aðspurður hvort KR-ingar hafi hringt í hann segir Benedikt: „Án þess að ég fari nákvæmt út í það þá fékk ég þrjár fyrirspurnir og gaf þær allar frá mér.“ Slegist á kjötmarkaðnumDarri Hilmarsson varð fyrir meiðslum á versta tíma á tímabilinu.Mynd/VilhelmNæstu tvö árin verða karlaliðin í efstu deild að hafa fjóra íslenska leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Þótt lið geti sankað að sér erlendum leikmönnum getur aðeins einn þeirra verið inni á vellinum í einu. Landslagið er gjörbreytt. „Nýja reglan býður upp á að slegist verði um íslenska leikmenn. Allir eru að ræða við alla,“ segir Benedikt. Hans leikmenn eru þar ekki undanskildir. „Allir leikmenn okkar, sem eru á annað borð komnir upp úr grunnskóla, hafa fengið símtal einhvers staðar frá,“ segir Benedikt. Heyrst hefur að hann beri víurnar í Tómas Tómasson, stigahæsta leikmann Fjölnis, sem féll úr deildinni í vetur. „Það skýrist vonandi á allra næstu dögum en við erum ekkert þeir einu í sambandi við hann,“ segir Benedikt. Greinilegt er að körfuboltaþjálfarar landsins eru mikið í símanum þessa dagana. „Lið gætu lent undir á þessum kjötmarkaði og farið illa. Þetta er barátta og við þurfum að taka þátt í henni ef við ætlum að vera með samkeppnishæft lið.“ Kostir og gallar við reglunaGræni drekinn, stuðningsmannasveit Þórs.Mynd/DaníelReglur um fjölda útlendinga hafa breyst reglulega undanfarin ár. Í vetur voru takmörk sett við tvo erlenda leikmenn. Þar áður mátti aðeins vera með einn Bandaríkjamann en fleiri evrópska leikmenn. Benedikt segist sjá kosti og galla við nýju regluna. „Það verður gaman að prófa þetta en reglan er ekki að hjálpa liðunum úti á landi og lítil hamingja með regluna þar,“ segir Benedikt. Hann minnir á að það sé sama til hvaða íþróttagreinar sé litið. Á landsbyggðinni spili erlendir leikmenn alltaf stór hlutverk. „Svona verður þetta næstu árin og menn verða bara að finna leiðir.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum