Fyrir fólkið í landinu Katrín Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð talsverðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður. Stórbætt staða ríkissjóðs og íslensks efnahagslífs er árangur þess erfiðis. Þessi árangur hefur skapað forsendur fyrir því að nú er raunhæft að hefja sókn að bættum lífskjörum. Þar skiptir máli hvaða leið er farin. Vinstri græn vilja að hér byggist upp samfélag jöfnuðar og velmegunar þar sem verðmætasköpun byggist á fjölbreyttu atvinnulífi. Samfélag þar sem stefnt er að velsæld til lengri tíma en ekki gripið til stórvaxinna skammtímalausna. Það er nefnilega eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri næstu áratuga. Það skiptir því miklu máli að horfa til langs tíma við allar aðgerðir og hafa þar í huga hagmuni komandi kynslóða ekki síður en okkar. Vinstri grænna hafa skýr markmið. Aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk eins og sú hugsun að ganga ekki þannig á náttúruna að við skerðum lífsskilyrði komandi kynslóða. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar og byggja hagvöxt á hugviti. Vinstri græn hafa skýr markmið fyrir komandi kjörtímabil. Við höfum lagt fram áætlun í ríkisfjármálum fyrir næsta kjörtímabil sem gerir ráð fyrir að hægt verði að auka framlög til heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála um 50-60 milljarða króna. Hún byggir á hagsspá Hagstofunnar, engum skatthækkunum og aukinni rentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Við ætlum að halda áfram að búa til þá grænu framtíð sem við höfum nú þegar unnið að á kjörtímabilinu. Þar skiptir miklu máli að stuðla að atvinnuuppbyggingu í sátt við umhverfið en skapa um leið aukin verðmæti. Þar munum við leggja sérstaka áherslu að bæta rekstrarskilyrði lítilla fyrirtækja og halda áfram uppbyggingu hinna skapandi greina, ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Um leið er mikilvægt að efla grunnatvinnuvegina enda byggist nýsköpun ekki síst á því að auka verðmæti sjávarfangs og landbúnaðarafurða. Aukin verðmætasköpun mun skila betri kjörum fyrir fólkið í landinu sem er forgangsverkefni. Við stöndum á tímamótum og valkostirnir eru skýrir. Við höfum tækifæri til þess að taka skrefið til fulls og halda áfram uppbyggingu velferðarsamfélags þar sem hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi. Allar forsendur til þess hafa verið skapaðar á undanförnum árum. Við getum eflt heilbrigðiskerfið, bætt menntakerfið, bætt kjörin og byggt upp fjölbreytt atvinnulíf án þess að ganga náttúruna og tækifæri komandi kynslóða. Við getum bætt kjör almennings. Í þessum efnum eru Vinstri græn skýr valkostur fyrir fólkið í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð talsverðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður. Stórbætt staða ríkissjóðs og íslensks efnahagslífs er árangur þess erfiðis. Þessi árangur hefur skapað forsendur fyrir því að nú er raunhæft að hefja sókn að bættum lífskjörum. Þar skiptir máli hvaða leið er farin. Vinstri græn vilja að hér byggist upp samfélag jöfnuðar og velmegunar þar sem verðmætasköpun byggist á fjölbreyttu atvinnulífi. Samfélag þar sem stefnt er að velsæld til lengri tíma en ekki gripið til stórvaxinna skammtímalausna. Það er nefnilega eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri næstu áratuga. Það skiptir því miklu máli að horfa til langs tíma við allar aðgerðir og hafa þar í huga hagmuni komandi kynslóða ekki síður en okkar. Vinstri grænna hafa skýr markmið. Aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk eins og sú hugsun að ganga ekki þannig á náttúruna að við skerðum lífsskilyrði komandi kynslóða. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar og byggja hagvöxt á hugviti. Vinstri græn hafa skýr markmið fyrir komandi kjörtímabil. Við höfum lagt fram áætlun í ríkisfjármálum fyrir næsta kjörtímabil sem gerir ráð fyrir að hægt verði að auka framlög til heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála um 50-60 milljarða króna. Hún byggir á hagsspá Hagstofunnar, engum skatthækkunum og aukinni rentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Við ætlum að halda áfram að búa til þá grænu framtíð sem við höfum nú þegar unnið að á kjörtímabilinu. Þar skiptir miklu máli að stuðla að atvinnuuppbyggingu í sátt við umhverfið en skapa um leið aukin verðmæti. Þar munum við leggja sérstaka áherslu að bæta rekstrarskilyrði lítilla fyrirtækja og halda áfram uppbyggingu hinna skapandi greina, ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Um leið er mikilvægt að efla grunnatvinnuvegina enda byggist nýsköpun ekki síst á því að auka verðmæti sjávarfangs og landbúnaðarafurða. Aukin verðmætasköpun mun skila betri kjörum fyrir fólkið í landinu sem er forgangsverkefni. Við stöndum á tímamótum og valkostirnir eru skýrir. Við höfum tækifæri til þess að taka skrefið til fulls og halda áfram uppbyggingu velferðarsamfélags þar sem hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi. Allar forsendur til þess hafa verið skapaðar á undanförnum árum. Við getum eflt heilbrigðiskerfið, bætt menntakerfið, bætt kjörin og byggt upp fjölbreytt atvinnulíf án þess að ganga náttúruna og tækifæri komandi kynslóða. Við getum bætt kjör almennings. Í þessum efnum eru Vinstri græn skýr valkostur fyrir fólkið í landinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun