Hver eru heimili landsins? Valur Þráinsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í þeirri kosningabaráttu sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur hefur nokkrum flokkum orðið tíðrætt um að nauðsynlegt sé að setja heimili landsins í sérstakan forgang. Megináhersla Framsóknarflokksins er t.d. sú að „stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt“, óháð því hvort viðkomandi heimili þurfi á skuldaniðurfellingu að halda. Rökstuðningurinn fyrir fyrrgreindri tillögu er eftirfarandi: „Það er ekki okkar að ákveða hverjir „eiga skilið“ að fá lán sín leiðrétt. Þeir sem voru með verðtryggð húsnæðislán urðu fyrir skaða í hruninu. Hann þarf að bæta.“ Einnig má finna í stefnuskrá Dögunar að flokkurinn vilji „tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána“. Þeir einstaklingar og fjölskyldur sem virðast m.a. hafa gleymst í þessari umræðu eru t.d. aldraðir sem búa á hjúkrunarheimilum, námsmenn sem búa í leiguhúsnæði, lágtekjufólk sem býr í húsnæði á vegum hins opinbera, fjölskyldur og einstaklingar sem eiga ekki nægilegt fé til þess að kaupa húsnæði og þeir aðilar sem kjósa einfaldlega að búa í leiguhúsnæði. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna var þessi hópur um 27% heimila á árunum 2009-2011. Það sem hefur gleymst er sú staðreynd að lánakjör og „stökkbreytt lán“ sem eigendur leiguhúsnæðisins borga af hafa áhrif á það leiguverð sem leigjendum stendur til boða á leigumarkaði. Leigjendurnir greiða því í reynd af þeim lánum sem hvíla á húseignunum sem þeir leigja. Spurningarnar sem þarf því að svara eru tvær: 1. Hvers vegna telja frambjóðendur þeirra flokka sem vilja almenna leiðréttingu á húsnæðislánum þá sem búa í leiguhúsnæði ekki vera hluta af „heimilunum í landinu“? 2. Ef leiðrétta á „stökkbreytt“ verðtryggð húsnæðislán, hvers vegna á þá ekki að bæta leigjendum fyrir þann tíma sem þeir hafa óbeint greitt af lánunum, þá væntanlega með „stökkbreyttri“ húsaleigu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Valur Þráinsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í þeirri kosningabaráttu sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur hefur nokkrum flokkum orðið tíðrætt um að nauðsynlegt sé að setja heimili landsins í sérstakan forgang. Megináhersla Framsóknarflokksins er t.d. sú að „stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt“, óháð því hvort viðkomandi heimili þurfi á skuldaniðurfellingu að halda. Rökstuðningurinn fyrir fyrrgreindri tillögu er eftirfarandi: „Það er ekki okkar að ákveða hverjir „eiga skilið“ að fá lán sín leiðrétt. Þeir sem voru með verðtryggð húsnæðislán urðu fyrir skaða í hruninu. Hann þarf að bæta.“ Einnig má finna í stefnuskrá Dögunar að flokkurinn vilji „tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána“. Þeir einstaklingar og fjölskyldur sem virðast m.a. hafa gleymst í þessari umræðu eru t.d. aldraðir sem búa á hjúkrunarheimilum, námsmenn sem búa í leiguhúsnæði, lágtekjufólk sem býr í húsnæði á vegum hins opinbera, fjölskyldur og einstaklingar sem eiga ekki nægilegt fé til þess að kaupa húsnæði og þeir aðilar sem kjósa einfaldlega að búa í leiguhúsnæði. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna var þessi hópur um 27% heimila á árunum 2009-2011. Það sem hefur gleymst er sú staðreynd að lánakjör og „stökkbreytt lán“ sem eigendur leiguhúsnæðisins borga af hafa áhrif á það leiguverð sem leigjendum stendur til boða á leigumarkaði. Leigjendurnir greiða því í reynd af þeim lánum sem hvíla á húseignunum sem þeir leigja. Spurningarnar sem þarf því að svara eru tvær: 1. Hvers vegna telja frambjóðendur þeirra flokka sem vilja almenna leiðréttingu á húsnæðislánum þá sem búa í leiguhúsnæði ekki vera hluta af „heimilunum í landinu“? 2. Ef leiðrétta á „stökkbreytt“ verðtryggð húsnæðislán, hvers vegna á þá ekki að bæta leigjendum fyrir þann tíma sem þeir hafa óbeint greitt af lánunum, þá væntanlega með „stökkbreyttri“ húsaleigu?
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun