Ísland er ekkert eins og Einar Karl Haraldsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Bandaríski sjónlistamaðurinn og rithöfundurinn Roni Horn hefur í hugleiðingum sínum lýst Íslandi sem útivinnustofu í ótakmörkuðum mælikvarða og nýnæmi – stað þar sem hún geti týnt sér og fundið sig og vilji deila með öðrum í verkum sínum síðar meir og annars staðar. Þessi hugsýn Roni Horn, sem meðal annars skapaði Vatnasafnið í Stykkishólmi, er samstofna hughrifum margra ferðamanna sem sækja landið heim. Um það sannfærðumst við sem stöndum að verkefninu Ísland allt árið þegar við brugðum á leik og báðum vini þess á Fésbókinni að setja sig í fótspor landnámsmanna. Nafnaleikurinn fólst í því að nefna Ísland út frá fyrstu upplifun af landinu og segja söguna sem því fylgdi. Íslendingar hafa gaman af sögum og leik að orðum og við stærum okkur af því að sjá aftur til upphafs þjóðarinnar. Dægradvölin á Fésbókinni fólst því í að tengja ferðamanninn við þessa þætti sem eru ekki hinir verstu í okkar fari. Elskað barn á ótal nöfn, segir í norrænum málshætti, og það sem nafnaleikurinn leiddi í ljós er að ferðamenn verða ástfangnir af Íslandi af mörgum og mismunandi ástæðum og langar að segja sögur af þeim rómans. Tuttugu þeirra má lesa og líta á Austurvelli næstu vikur.Ævintýrahrollurinn Jenny Hamilton, ung kona frá Maryland í Bandaríkjunum, lagði til heitið Ísland er mitt Villumst-í-land! eða Týnumst-í-land! – (e. Let’s- get- lost land). Ekki beinlínis eins og kjörauglýsing frá Landsbjörgu en hittir á tilfinningataugina. Og það hríslast um mann ævintýrahrollur þegar saga Jennýar, sem styður við nafngift hennar, er lesin: „Stundum langar mig að villast. Mig langar að lenda í ævintýri, ráfa um, reyna eitthvað sem er utan við minn heimareit. Ég hafði heyrt um stórbrotna fegurð Íslands. En ég gat ekki gert mér í hugarlund hvernig það yrði að þræða Austfirðina undir svífandi klettum og eftir ögrum skorinni strandlengju á vegum sem aldrei ætluðu að enda. Og á meðan ég og eiginmaður minni James fórum þessa eyðilegu vegi – ekki svo stundum heldur dögum skipti– þá hættum við að hugsa um ferðaáætlanir eða „verð-að-sjá-“ og „að-gera-lista“ og týndum okkur í stað og stund. Mér lærðist að skilja gamla máltækið: Það er ferðalagið sem er málið ekki áfangastaðurinn. Á Íslandi er það ferðin sem er málið. Og það er þessi minning um Ísland sem heillar mig enn: Augnablikið þegar ég skildist við sjálfa mig og týndist inn í þessa villtu og ástfólgnu veröld. Það er þetta sem gerir Ísland að mínu könnunarlandi og fær mig til að gerast ævintýrakona og segja: Við skulum villast!“Finna landið og sjálfan sig Svona er Íslandssýn tveggja bandarískra kvenna, Roni Horn og Jenny Hamilton. En er hún svo ólík upplifun okkrar sjálfra? Huldar Breiðfjörð kvaddi Kaffibarinn og fór í tveggja mánaða hringferð um landið á Lapplander um hávetur eins og hann lýsir í ferðasögunni Góðir Íslendingar 1998: „Ísland var ekkert eins og. Það var ekkert eins og það og sjálft var það aldrei eins.“ Týndur borgarstrákur fann Ísland og kannski sjálfan sig um leið á sömu Austfjarðavegum og Jenny og James. Friðrika Benónýsdóttir er á villuspori í leiðara Fréttablaðsins 24. apríl þegar hún heldur að í nafnaleiknum felist einhverjar efasemdir um Ísland sem spjót og skjöld í markaðs- og kynningarstarfi. Þvert á móti eru þeir sem standa að Íslandi allt árið þekktir fyrir það að vilja hafa Ísland í forgrunni alls markaðsstarfs sem rekið er frá Íslandi, hvort sem um er að ræða kynningu á vöru eða þjónustu eða almenna landkynningu. Við teljum að reynslan sýni að það sé okkar langsterkasti leikur því Ísland er ekkert eins og. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Bandaríski sjónlistamaðurinn og rithöfundurinn Roni Horn hefur í hugleiðingum sínum lýst Íslandi sem útivinnustofu í ótakmörkuðum mælikvarða og nýnæmi – stað þar sem hún geti týnt sér og fundið sig og vilji deila með öðrum í verkum sínum síðar meir og annars staðar. Þessi hugsýn Roni Horn, sem meðal annars skapaði Vatnasafnið í Stykkishólmi, er samstofna hughrifum margra ferðamanna sem sækja landið heim. Um það sannfærðumst við sem stöndum að verkefninu Ísland allt árið þegar við brugðum á leik og báðum vini þess á Fésbókinni að setja sig í fótspor landnámsmanna. Nafnaleikurinn fólst í því að nefna Ísland út frá fyrstu upplifun af landinu og segja söguna sem því fylgdi. Íslendingar hafa gaman af sögum og leik að orðum og við stærum okkur af því að sjá aftur til upphafs þjóðarinnar. Dægradvölin á Fésbókinni fólst því í að tengja ferðamanninn við þessa þætti sem eru ekki hinir verstu í okkar fari. Elskað barn á ótal nöfn, segir í norrænum málshætti, og það sem nafnaleikurinn leiddi í ljós er að ferðamenn verða ástfangnir af Íslandi af mörgum og mismunandi ástæðum og langar að segja sögur af þeim rómans. Tuttugu þeirra má lesa og líta á Austurvelli næstu vikur.Ævintýrahrollurinn Jenny Hamilton, ung kona frá Maryland í Bandaríkjunum, lagði til heitið Ísland er mitt Villumst-í-land! eða Týnumst-í-land! – (e. Let’s- get- lost land). Ekki beinlínis eins og kjörauglýsing frá Landsbjörgu en hittir á tilfinningataugina. Og það hríslast um mann ævintýrahrollur þegar saga Jennýar, sem styður við nafngift hennar, er lesin: „Stundum langar mig að villast. Mig langar að lenda í ævintýri, ráfa um, reyna eitthvað sem er utan við minn heimareit. Ég hafði heyrt um stórbrotna fegurð Íslands. En ég gat ekki gert mér í hugarlund hvernig það yrði að þræða Austfirðina undir svífandi klettum og eftir ögrum skorinni strandlengju á vegum sem aldrei ætluðu að enda. Og á meðan ég og eiginmaður minni James fórum þessa eyðilegu vegi – ekki svo stundum heldur dögum skipti– þá hættum við að hugsa um ferðaáætlanir eða „verð-að-sjá-“ og „að-gera-lista“ og týndum okkur í stað og stund. Mér lærðist að skilja gamla máltækið: Það er ferðalagið sem er málið ekki áfangastaðurinn. Á Íslandi er það ferðin sem er málið. Og það er þessi minning um Ísland sem heillar mig enn: Augnablikið þegar ég skildist við sjálfa mig og týndist inn í þessa villtu og ástfólgnu veröld. Það er þetta sem gerir Ísland að mínu könnunarlandi og fær mig til að gerast ævintýrakona og segja: Við skulum villast!“Finna landið og sjálfan sig Svona er Íslandssýn tveggja bandarískra kvenna, Roni Horn og Jenny Hamilton. En er hún svo ólík upplifun okkrar sjálfra? Huldar Breiðfjörð kvaddi Kaffibarinn og fór í tveggja mánaða hringferð um landið á Lapplander um hávetur eins og hann lýsir í ferðasögunni Góðir Íslendingar 1998: „Ísland var ekkert eins og. Það var ekkert eins og það og sjálft var það aldrei eins.“ Týndur borgarstrákur fann Ísland og kannski sjálfan sig um leið á sömu Austfjarðavegum og Jenny og James. Friðrika Benónýsdóttir er á villuspori í leiðara Fréttablaðsins 24. apríl þegar hún heldur að í nafnaleiknum felist einhverjar efasemdir um Ísland sem spjót og skjöld í markaðs- og kynningarstarfi. Þvert á móti eru þeir sem standa að Íslandi allt árið þekktir fyrir það að vilja hafa Ísland í forgrunni alls markaðsstarfs sem rekið er frá Íslandi, hvort sem um er að ræða kynningu á vöru eða þjónustu eða almenna landkynningu. Við teljum að reynslan sýni að það sé okkar langsterkasti leikur því Ísland er ekkert eins og.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun