Styðjum Samfylkinguna Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 26. apríl 2013 15:00 Við sem á sínum tíma lögðum saman kraftana í Alþýðuflokk, í Alþýðubandalagi og Kvennalista vorum svo bjartsýn á að við værum að breyta stjórnmálunum til góðs. Að saman yrðum við sterk. Okkar flokkur væri bara bundinn einum hagsmunahópi, það er fjölskyldunum í landinu. Það var framtíðarsýn okkar að Samfylkingin myndi alltaf setja heimilin í forgang. Hugmyndafræði jafnaðarmanna er engu síður hugsjón en pólitík. Stóra baráttumál Samfylkingarinnar er alltaf að tryggja öllum vinnu og fjölskyldum af öllu tagi félagslega réttlátt umhverfi og skapa þannig öflugt öryggisnet um uppvaxtarskilyrði allra barna. Þess vegna hefur það verið stór þáttur í framtíðarsýn jafnaðarmanna að gera allt sem hægt er til að tryggja stöðugleika og komast út úr því efnahagsumhverfi sem hefur skapað svo mikla erfiðleika fyrir heimilin gegnum tíðina. Miðað við þessi grundvallarstefnumið var það rétt frá okkar sjónarhóli að leiða ríkisstjórn eftir hrunið þó allir vissu að það yrði óhemju erfitt og örugglega hrikalega vanþakklátt. Samfylkingin setti sér það markmið að vinna að endurreisninni með hagsmuni heimilanna í algjörum forgangi og að dreifa byrðum þannig að þeir sem minnst hefðu væru varðir. Það má vera að Samfylkingin hafi ekki gert allt eins og okkar fólki líkaði og að betur hafi mátt gera en það er alveg ljóst að Samfylkingin hefur gert eins vel og henni fannst unnt á þessum erfiða tíma. Nú eru þáttaskil. Kosningar framundan og kjörtímabil gert upp. Aldrei hafa fleiri framboð komið fram og eitt eiga þau öll sameiginlegt. Þau segja öll: “nú get ég“. Nú er hægt að bjóða gull og græna skóga. Og gera allt sem allir þrá eftir aðeins fjögur ár frá því við lentum í hyldýpinu. Í sjálfu sér er það mikil viðurkenning fyrir stjórnarflokkana og ekki síst fyrir Samfylkinguna burðarflokkinn í ríkisstjórninni. En kjósendur okkar eru ekki allir með okkur. En það er núna sem jafnaðarmenn þurfa að standa saman. Samfylkingin þarf stuðning núna. Þess vegna hvet ég ykkur öll sem eruð með stóra jafnaðarmannahjartað. Stöndum nú saman. Við sem höfum sömu lífsýn. Ekki afhenda uppskeruna af erfiðleikum liðins kjörtímabils til flokka sem við vitum að hafa aldrei haft þennan jöfnuð að leiðarljósi. Látum hjartað ráða og kjósum Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Við sem á sínum tíma lögðum saman kraftana í Alþýðuflokk, í Alþýðubandalagi og Kvennalista vorum svo bjartsýn á að við værum að breyta stjórnmálunum til góðs. Að saman yrðum við sterk. Okkar flokkur væri bara bundinn einum hagsmunahópi, það er fjölskyldunum í landinu. Það var framtíðarsýn okkar að Samfylkingin myndi alltaf setja heimilin í forgang. Hugmyndafræði jafnaðarmanna er engu síður hugsjón en pólitík. Stóra baráttumál Samfylkingarinnar er alltaf að tryggja öllum vinnu og fjölskyldum af öllu tagi félagslega réttlátt umhverfi og skapa þannig öflugt öryggisnet um uppvaxtarskilyrði allra barna. Þess vegna hefur það verið stór þáttur í framtíðarsýn jafnaðarmanna að gera allt sem hægt er til að tryggja stöðugleika og komast út úr því efnahagsumhverfi sem hefur skapað svo mikla erfiðleika fyrir heimilin gegnum tíðina. Miðað við þessi grundvallarstefnumið var það rétt frá okkar sjónarhóli að leiða ríkisstjórn eftir hrunið þó allir vissu að það yrði óhemju erfitt og örugglega hrikalega vanþakklátt. Samfylkingin setti sér það markmið að vinna að endurreisninni með hagsmuni heimilanna í algjörum forgangi og að dreifa byrðum þannig að þeir sem minnst hefðu væru varðir. Það má vera að Samfylkingin hafi ekki gert allt eins og okkar fólki líkaði og að betur hafi mátt gera en það er alveg ljóst að Samfylkingin hefur gert eins vel og henni fannst unnt á þessum erfiða tíma. Nú eru þáttaskil. Kosningar framundan og kjörtímabil gert upp. Aldrei hafa fleiri framboð komið fram og eitt eiga þau öll sameiginlegt. Þau segja öll: “nú get ég“. Nú er hægt að bjóða gull og græna skóga. Og gera allt sem allir þrá eftir aðeins fjögur ár frá því við lentum í hyldýpinu. Í sjálfu sér er það mikil viðurkenning fyrir stjórnarflokkana og ekki síst fyrir Samfylkinguna burðarflokkinn í ríkisstjórninni. En kjósendur okkar eru ekki allir með okkur. En það er núna sem jafnaðarmenn þurfa að standa saman. Samfylkingin þarf stuðning núna. Þess vegna hvet ég ykkur öll sem eruð með stóra jafnaðarmannahjartað. Stöndum nú saman. Við sem höfum sömu lífsýn. Ekki afhenda uppskeruna af erfiðleikum liðins kjörtímabils til flokka sem við vitum að hafa aldrei haft þennan jöfnuð að leiðarljósi. Látum hjartað ráða og kjósum Samfylkinguna.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar