Þekkir söguna betur núna Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 25. apríl 2013 08:00 Rán situr hér á leiksviðinu og með henni eru þau Áslaug, Grettir og Patrekur Thor, en þau eru hópurinn sem leikur systkinin Jane og Michael í Mary Poppins. Fréttablaðið/Stefán „Fyrst þegar ég sá handritið hélt ég að ég myndi aldrei ná að læra allan þennan texta. Það kom mér á óvart hvað það tók mig skamman tíma að læra allan textann því ,“ segir leikkonan Rán Ragnarsdóttir, sem fer með hlutverk Jane í uppfærslu Borgarleikhússins á Mary Poppins. Rán er 14 ára og elst í hópi þeirra sem fara með hlutverk systkinanna Jane og Michael. Áslaug Lárusdóttir leikur Jane til móts við Rán og með hlutverk Michael fara Grettir Valsson og Patrekur Thor Herbertsson. „Við erum öll góðir vinir en ég þekkti bæði Áslaugu og Gretti því við lékum saman í Galdrakarlinum í Oz,“ segir Rán, en það verk var frumraun hennar í Borgarleikhúsinu og fór hún þar með nokkur minni hlutverk. Rán segist ekki hafa verið vongóð um að vera valin í hlutverkið eftir fyrstu prufuna. „Ég hélt að ég hefði algjörlega klúðrað söngprufunni svo það kom mér mikið á óvart þegar ég var boðuð í seinni prufuna,“ rifjar hún upp en hún þekkti söguna um göldróttu barnfóstruna ekki mikið áður en hún fékk hlutverkið. „Það er óhætt að segja að ég þekki hana töluvert betur núna,“ segir hún og hlær. Spurð hvert uppáhaldslagið hennar í sýningunni sé nefnir hún lagið Allt er hægt og uppáhaldsatriðin sín segir hún vera Matskeið af sykri og atriðið þegar leikföngin lifna við. Þegar hún á að velja uppáhaldsmótleikarann flækjast málin þó. „Þau eru öll svo frábær. Gói er samt brjálæðislega fyndinn og hann er sá sem kemur manni oftast til að hlæja.“ Rán er að ljúka 8. bekk í Langholtsskóla en segist ekki hafa upplifað öfund frá skólafélögunum. „Kannski helst því að á meðan á æfingarferlinu stóð fór ég oft úr skólanum í hádeginu. Á móti kom að ég þurfti bara að læra enn meira heima,“ segir hún og hlær. Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Fyrst þegar ég sá handritið hélt ég að ég myndi aldrei ná að læra allan þennan texta. Það kom mér á óvart hvað það tók mig skamman tíma að læra allan textann því ,“ segir leikkonan Rán Ragnarsdóttir, sem fer með hlutverk Jane í uppfærslu Borgarleikhússins á Mary Poppins. Rán er 14 ára og elst í hópi þeirra sem fara með hlutverk systkinanna Jane og Michael. Áslaug Lárusdóttir leikur Jane til móts við Rán og með hlutverk Michael fara Grettir Valsson og Patrekur Thor Herbertsson. „Við erum öll góðir vinir en ég þekkti bæði Áslaugu og Gretti því við lékum saman í Galdrakarlinum í Oz,“ segir Rán, en það verk var frumraun hennar í Borgarleikhúsinu og fór hún þar með nokkur minni hlutverk. Rán segist ekki hafa verið vongóð um að vera valin í hlutverkið eftir fyrstu prufuna. „Ég hélt að ég hefði algjörlega klúðrað söngprufunni svo það kom mér mikið á óvart þegar ég var boðuð í seinni prufuna,“ rifjar hún upp en hún þekkti söguna um göldróttu barnfóstruna ekki mikið áður en hún fékk hlutverkið. „Það er óhætt að segja að ég þekki hana töluvert betur núna,“ segir hún og hlær. Spurð hvert uppáhaldslagið hennar í sýningunni sé nefnir hún lagið Allt er hægt og uppáhaldsatriðin sín segir hún vera Matskeið af sykri og atriðið þegar leikföngin lifna við. Þegar hún á að velja uppáhaldsmótleikarann flækjast málin þó. „Þau eru öll svo frábær. Gói er samt brjálæðislega fyndinn og hann er sá sem kemur manni oftast til að hlæja.“ Rán er að ljúka 8. bekk í Langholtsskóla en segist ekki hafa upplifað öfund frá skólafélögunum. „Kannski helst því að á meðan á æfingarferlinu stóð fór ég oft úr skólanum í hádeginu. Á móti kom að ég þurfti bara að læra enn meira heima,“ segir hún og hlær.
Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira