Þekkir söguna betur núna Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 25. apríl 2013 08:00 Rán situr hér á leiksviðinu og með henni eru þau Áslaug, Grettir og Patrekur Thor, en þau eru hópurinn sem leikur systkinin Jane og Michael í Mary Poppins. Fréttablaðið/Stefán „Fyrst þegar ég sá handritið hélt ég að ég myndi aldrei ná að læra allan þennan texta. Það kom mér á óvart hvað það tók mig skamman tíma að læra allan textann því ,“ segir leikkonan Rán Ragnarsdóttir, sem fer með hlutverk Jane í uppfærslu Borgarleikhússins á Mary Poppins. Rán er 14 ára og elst í hópi þeirra sem fara með hlutverk systkinanna Jane og Michael. Áslaug Lárusdóttir leikur Jane til móts við Rán og með hlutverk Michael fara Grettir Valsson og Patrekur Thor Herbertsson. „Við erum öll góðir vinir en ég þekkti bæði Áslaugu og Gretti því við lékum saman í Galdrakarlinum í Oz,“ segir Rán, en það verk var frumraun hennar í Borgarleikhúsinu og fór hún þar með nokkur minni hlutverk. Rán segist ekki hafa verið vongóð um að vera valin í hlutverkið eftir fyrstu prufuna. „Ég hélt að ég hefði algjörlega klúðrað söngprufunni svo það kom mér mikið á óvart þegar ég var boðuð í seinni prufuna,“ rifjar hún upp en hún þekkti söguna um göldróttu barnfóstruna ekki mikið áður en hún fékk hlutverkið. „Það er óhætt að segja að ég þekki hana töluvert betur núna,“ segir hún og hlær. Spurð hvert uppáhaldslagið hennar í sýningunni sé nefnir hún lagið Allt er hægt og uppáhaldsatriðin sín segir hún vera Matskeið af sykri og atriðið þegar leikföngin lifna við. Þegar hún á að velja uppáhaldsmótleikarann flækjast málin þó. „Þau eru öll svo frábær. Gói er samt brjálæðislega fyndinn og hann er sá sem kemur manni oftast til að hlæja.“ Rán er að ljúka 8. bekk í Langholtsskóla en segist ekki hafa upplifað öfund frá skólafélögunum. „Kannski helst því að á meðan á æfingarferlinu stóð fór ég oft úr skólanum í hádeginu. Á móti kom að ég þurfti bara að læra enn meira heima,“ segir hún og hlær. Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Fyrst þegar ég sá handritið hélt ég að ég myndi aldrei ná að læra allan þennan texta. Það kom mér á óvart hvað það tók mig skamman tíma að læra allan textann því ,“ segir leikkonan Rán Ragnarsdóttir, sem fer með hlutverk Jane í uppfærslu Borgarleikhússins á Mary Poppins. Rán er 14 ára og elst í hópi þeirra sem fara með hlutverk systkinanna Jane og Michael. Áslaug Lárusdóttir leikur Jane til móts við Rán og með hlutverk Michael fara Grettir Valsson og Patrekur Thor Herbertsson. „Við erum öll góðir vinir en ég þekkti bæði Áslaugu og Gretti því við lékum saman í Galdrakarlinum í Oz,“ segir Rán, en það verk var frumraun hennar í Borgarleikhúsinu og fór hún þar með nokkur minni hlutverk. Rán segist ekki hafa verið vongóð um að vera valin í hlutverkið eftir fyrstu prufuna. „Ég hélt að ég hefði algjörlega klúðrað söngprufunni svo það kom mér mikið á óvart þegar ég var boðuð í seinni prufuna,“ rifjar hún upp en hún þekkti söguna um göldróttu barnfóstruna ekki mikið áður en hún fékk hlutverkið. „Það er óhætt að segja að ég þekki hana töluvert betur núna,“ segir hún og hlær. Spurð hvert uppáhaldslagið hennar í sýningunni sé nefnir hún lagið Allt er hægt og uppáhaldsatriðin sín segir hún vera Matskeið af sykri og atriðið þegar leikföngin lifna við. Þegar hún á að velja uppáhaldsmótleikarann flækjast málin þó. „Þau eru öll svo frábær. Gói er samt brjálæðislega fyndinn og hann er sá sem kemur manni oftast til að hlæja.“ Rán er að ljúka 8. bekk í Langholtsskóla en segist ekki hafa upplifað öfund frá skólafélögunum. „Kannski helst því að á meðan á æfingarferlinu stóð fór ég oft úr skólanum í hádeginu. Á móti kom að ég þurfti bara að læra enn meira heima,“ segir hún og hlær.
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira