Skattar og velferð – Hugsum til framtíðar Hulda Guðmunda Óskarsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Nóbelshafarnir í hagfræði, Paul Krugman og Joseph Stiglitz, telja að óheftir fjármálamarkaðir hafði stuðlað að efnahagskreppunni sem heimurinn varð fyrir. Þeir benda á að niðurskurðar- og samdráttarstefna leiði til minni hagvaxtar, sem vísar til hlutfallslegra breytinga á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Landsframleiðsla gerir grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem verða til í efnahagskerfinu. Þegar búið er að draga frá afskriftir og skuldir er talað um verga landsframleiðslu. Undirstaða hagvaxtar eru fjárfestingar og nýsköpun sem eru grunnurinn að aukningu samkeppnishæfni. Virk samkeppni leiðir meðal annars til betri vara og þjónustu, ábyrgari rekstur og frekari nýsköpunar og framfara atvinnulífs. Fjölmargir tengja skattalækkanir við aukinn niðurskurð í opinberum rekstri. Á tíunda áratug síðustu aldar urðu Finnar fyrir djúpri efnahagskreppu. Verg landsframleiðsla þeirra dróst saman um 11%, gengið féll um 40%, fasteigaverð lækkaði um 50%, atvinnuleysið fór úr 3% í 18,4% og skuldabyrði almennings og fyrirtæka varð gífurleg. Tekjuskattur varð meðal hinna hæstu sem þekkjast í heiminum. Hið opinbera var fjársvelt og gripið var til þeirra ráða að veita fé til atvinnulífsins og skattar voru lækkaðir samtals um 20%. Aðgerðirnar áttu að örva efnahagsaðstæður og lögð var áhersla á útflutningsgreinar. Aðgerðir Finna voru álitnar glapræði. Reyndin var hinsvegar sú að aðgerðirnar stuðluðu að aukningu í verðmætasköpun, útflutningi (aukinn gjaldeyrisforði), fjárfestingum, nýsköpun og hagvöxtur jókst. Skattalækkanirnar örvuðu atvinnulífið og á örfáum árum varð Finnland meðal samkeppnishæfustu þjóða heims. Hagfræðingar á borð við Krugman og Stiglitz hafa bent á að með því að stækka kökuna verða skuldir mun viðráðanlegri, eins og Finnar komust að, og stefna frjálshyggjunnar sem einkennist af niðurskurðar- og samdráttarúrræðum er ekki líkleg til árangurs. Stjórnvöld þurfa að beita örvandi aðgerðum til að koma atvinnulífinu áfram. Slíkar aðferðir leiða til aukins hagvaxtar og þar með aukinnar velferðar. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru í anda frjálshyggjunnar. Töfralausnir eru ekki til. Það tekur nokkur ár að auka hagvöxt, ná stöðugleika og draga verulega úr almennum skuldavanda. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins er að horfa til framtíðar og ná þannig að stækka kökuna til langs tíma. Efla þarf atvinnulífið, lækka skatta og auka ráðstöfunartekjur og takast á við skuldavanda heimilanna. Með eflingu atvinnulífs aukast fjárfestingar og nýsköpun sem stuðar að hagvexti og stöðugleika. Lækkun skatta á fyrirtæki eykur meðal annars svigrúm til nýráðninga og hærri launaveitinga. Lækkun skatta á einstaklinga eykur ráðstöfunartekjur heimilanna og léttir rekstur þeirra. Samanlagt auka aðgerðirnar velferð og samkeppnishæfni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nóbelshafarnir í hagfræði, Paul Krugman og Joseph Stiglitz, telja að óheftir fjármálamarkaðir hafði stuðlað að efnahagskreppunni sem heimurinn varð fyrir. Þeir benda á að niðurskurðar- og samdráttarstefna leiði til minni hagvaxtar, sem vísar til hlutfallslegra breytinga á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Landsframleiðsla gerir grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem verða til í efnahagskerfinu. Þegar búið er að draga frá afskriftir og skuldir er talað um verga landsframleiðslu. Undirstaða hagvaxtar eru fjárfestingar og nýsköpun sem eru grunnurinn að aukningu samkeppnishæfni. Virk samkeppni leiðir meðal annars til betri vara og þjónustu, ábyrgari rekstur og frekari nýsköpunar og framfara atvinnulífs. Fjölmargir tengja skattalækkanir við aukinn niðurskurð í opinberum rekstri. Á tíunda áratug síðustu aldar urðu Finnar fyrir djúpri efnahagskreppu. Verg landsframleiðsla þeirra dróst saman um 11%, gengið féll um 40%, fasteigaverð lækkaði um 50%, atvinnuleysið fór úr 3% í 18,4% og skuldabyrði almennings og fyrirtæka varð gífurleg. Tekjuskattur varð meðal hinna hæstu sem þekkjast í heiminum. Hið opinbera var fjársvelt og gripið var til þeirra ráða að veita fé til atvinnulífsins og skattar voru lækkaðir samtals um 20%. Aðgerðirnar áttu að örva efnahagsaðstæður og lögð var áhersla á útflutningsgreinar. Aðgerðir Finna voru álitnar glapræði. Reyndin var hinsvegar sú að aðgerðirnar stuðluðu að aukningu í verðmætasköpun, útflutningi (aukinn gjaldeyrisforði), fjárfestingum, nýsköpun og hagvöxtur jókst. Skattalækkanirnar örvuðu atvinnulífið og á örfáum árum varð Finnland meðal samkeppnishæfustu þjóða heims. Hagfræðingar á borð við Krugman og Stiglitz hafa bent á að með því að stækka kökuna verða skuldir mun viðráðanlegri, eins og Finnar komust að, og stefna frjálshyggjunnar sem einkennist af niðurskurðar- og samdráttarúrræðum er ekki líkleg til árangurs. Stjórnvöld þurfa að beita örvandi aðgerðum til að koma atvinnulífinu áfram. Slíkar aðferðir leiða til aukins hagvaxtar og þar með aukinnar velferðar. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru í anda frjálshyggjunnar. Töfralausnir eru ekki til. Það tekur nokkur ár að auka hagvöxt, ná stöðugleika og draga verulega úr almennum skuldavanda. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins er að horfa til framtíðar og ná þannig að stækka kökuna til langs tíma. Efla þarf atvinnulífið, lækka skatta og auka ráðstöfunartekjur og takast á við skuldavanda heimilanna. Með eflingu atvinnulífs aukast fjárfestingar og nýsköpun sem stuðar að hagvexti og stöðugleika. Lækkun skatta á fyrirtæki eykur meðal annars svigrúm til nýráðninga og hærri launaveitinga. Lækkun skatta á einstaklinga eykur ráðstöfunartekjur heimilanna og léttir rekstur þeirra. Samanlagt auka aðgerðirnar velferð og samkeppnishæfni Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun