Í aðdraganda Alþingiskosninga Sveinn Aðalsteinsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Það hefur mikið sótt að mér síðustu daga, hvernig á því stendur að stjórnmálaumræða og reyndar umræða almennt um framkvæmda og efnahagsmál á Íslandi, er oftar en ekki byggð á staðleysum í stað staðreynda. Ég hélt í fáfræði minni fyrir 40 árum að samfara sívaxandi menntun þjóðarinnar myndi ástand þessara mála taka miklum framförum á komandi áratugum. Augljóst er að menn mun ævinlega greina á um leiðir til lausna aðsteðjandi vandamálum. Þar fléttast inn mörg atriði, er skilja einstaklinga að, s.s. uppruni, umhverfismótun, menntun, reynsla og hagsmunir. Staða Valdaflokksins Hvað veldur að áróðursmeistarar Valdaflokksins frá lýðveldisstofnun að hruni gera að höfuðmáli kröfu um skattalækkun, sem nýtast eigi skuldsettum heimilum, sem líflína úr skuldafeninu? Fullyrðing um að Ísland eigi heimsmet í skattaáþján (um eða yfir 60% staðgr.sk.) byggir á hreinum blekkingum. Ef eitthvað er „fugl í skógi“ varðandi ábendingar um leiðir til skuldalækkunar stökkbreyttra lána, hafa sjálfstæðismenn greinilega forskot á alla aðra í tillögugerð! En getur verið að kjósendur, sem telja verður sæmilega upplýsta, falli fyrir staðleysuáróðri, sem auðvelt er að sýna fram á að fái ekki staðist? Hvað veldur að stjórnmálamenn annarra flokka svari ekki slíkum staðleysum? Við höfum verið haldin þeirri firru, nánast heilaþvegin, að á Íslandi sé svo til engin stéttaskipting. Hvað fær okkur til að halda slíku fram? Staðreyndir um annað blasa víða við og ef eitthvað er í vaxandi mæli. Skipting í stjórnmálum Menn staðsetja stjórnmálamenn til vinstri, í miðju og til hægri. Þeir sem taldir eru vinstrimenn aðhyllast frekar félagslegar lausnir til hagsbóta fyrir almenning. Þeir sem hallast til hægri telja að hagkvæmast sé að leita markaðslausna og verja oftar en ekki sérhagsmuni þeirra sem þá hafa. Til sérhagsmunaaflanna telst einungis örlítið brot kjósenda. Hvað veldur að þeim sem aðhyllast félagslegar lausnir gengur svona illa að fylkja kjósendum um þær? Nefna má sem skýringu skort á persónulegu sambandi og þar með upplýsingum og trausti. Ekki er að sjá að þeir miklu möguleikar sem opnast hafa með tilkomu internetsins hafi breytt miklu í að ná á einhvern persónulegan hátt til kjósenda. Einlægnina og mannlega nálgun, sem ekki fæst með orðsendingum gegnum blöð, útvarp og sjónvarp, vantar.Helsu atriði kosningabaráttunnar Fjögur atriði einkenna yfirstandandi kosningabaráttu. Í fyrsta lagi tillögur Framsóknar til lausnar skuldavanda heimilanna, sem fært hefur þeim ótrúlegt forskot á aðra flokka. Í annan stað fjöldi örframboða, sem 90% teljast til vinstri og leggja öll áherslu á nauðasvipuð mál. Í þriðja lagi alger uppgjöf og ráðaleysi beggja stjórnarflokkanna, sem að meirihluta til vilja láta kalla sig til vinstri hvað sem það svo merkir í einstökum atriðum. Algert hugmyndaleysi um hvað eigi að taka við að kosningum afstöðnum. Tankurinn sem sagt tómur og sprungið á öllum! Í fjórða lagi örvænting gamla Valdaflokksins,sem greinilega á við mikil innanmein að stríða og á sér nú það háleita markmið að þokast örlítið yfir Framsókn í fylgi! Það hefði einhvern tíma þótt frétt til næsta bæjar! Gamla ráðaflokksins, sem taldi brautina breiða og beina að stjórnarkötlunum að afloknu hreinsunarstarfi vinstri stjórnarinnar. Stjórnar sem ekki einungis hefur mokað flórinn, eftir viðskilnað hrunflokkanna, heldur „teppaleggur“ nú í blálokin endurkomuleið þeirra, sem við taka með því að stórauka lyfjakostnað þeirra er síst skyldi, þ.e. þeirra sem nauðsynlega verða að nota lyf um ókomin tíma og jafnvel allt sitt líf. Er ekki löngu tímabært að miðjumenn í pólitíska litrófinu stilli saman strengi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Það hefur mikið sótt að mér síðustu daga, hvernig á því stendur að stjórnmálaumræða og reyndar umræða almennt um framkvæmda og efnahagsmál á Íslandi, er oftar en ekki byggð á staðleysum í stað staðreynda. Ég hélt í fáfræði minni fyrir 40 árum að samfara sívaxandi menntun þjóðarinnar myndi ástand þessara mála taka miklum framförum á komandi áratugum. Augljóst er að menn mun ævinlega greina á um leiðir til lausna aðsteðjandi vandamálum. Þar fléttast inn mörg atriði, er skilja einstaklinga að, s.s. uppruni, umhverfismótun, menntun, reynsla og hagsmunir. Staða Valdaflokksins Hvað veldur að áróðursmeistarar Valdaflokksins frá lýðveldisstofnun að hruni gera að höfuðmáli kröfu um skattalækkun, sem nýtast eigi skuldsettum heimilum, sem líflína úr skuldafeninu? Fullyrðing um að Ísland eigi heimsmet í skattaáþján (um eða yfir 60% staðgr.sk.) byggir á hreinum blekkingum. Ef eitthvað er „fugl í skógi“ varðandi ábendingar um leiðir til skuldalækkunar stökkbreyttra lána, hafa sjálfstæðismenn greinilega forskot á alla aðra í tillögugerð! En getur verið að kjósendur, sem telja verður sæmilega upplýsta, falli fyrir staðleysuáróðri, sem auðvelt er að sýna fram á að fái ekki staðist? Hvað veldur að stjórnmálamenn annarra flokka svari ekki slíkum staðleysum? Við höfum verið haldin þeirri firru, nánast heilaþvegin, að á Íslandi sé svo til engin stéttaskipting. Hvað fær okkur til að halda slíku fram? Staðreyndir um annað blasa víða við og ef eitthvað er í vaxandi mæli. Skipting í stjórnmálum Menn staðsetja stjórnmálamenn til vinstri, í miðju og til hægri. Þeir sem taldir eru vinstrimenn aðhyllast frekar félagslegar lausnir til hagsbóta fyrir almenning. Þeir sem hallast til hægri telja að hagkvæmast sé að leita markaðslausna og verja oftar en ekki sérhagsmuni þeirra sem þá hafa. Til sérhagsmunaaflanna telst einungis örlítið brot kjósenda. Hvað veldur að þeim sem aðhyllast félagslegar lausnir gengur svona illa að fylkja kjósendum um þær? Nefna má sem skýringu skort á persónulegu sambandi og þar með upplýsingum og trausti. Ekki er að sjá að þeir miklu möguleikar sem opnast hafa með tilkomu internetsins hafi breytt miklu í að ná á einhvern persónulegan hátt til kjósenda. Einlægnina og mannlega nálgun, sem ekki fæst með orðsendingum gegnum blöð, útvarp og sjónvarp, vantar.Helsu atriði kosningabaráttunnar Fjögur atriði einkenna yfirstandandi kosningabaráttu. Í fyrsta lagi tillögur Framsóknar til lausnar skuldavanda heimilanna, sem fært hefur þeim ótrúlegt forskot á aðra flokka. Í annan stað fjöldi örframboða, sem 90% teljast til vinstri og leggja öll áherslu á nauðasvipuð mál. Í þriðja lagi alger uppgjöf og ráðaleysi beggja stjórnarflokkanna, sem að meirihluta til vilja láta kalla sig til vinstri hvað sem það svo merkir í einstökum atriðum. Algert hugmyndaleysi um hvað eigi að taka við að kosningum afstöðnum. Tankurinn sem sagt tómur og sprungið á öllum! Í fjórða lagi örvænting gamla Valdaflokksins,sem greinilega á við mikil innanmein að stríða og á sér nú það háleita markmið að þokast örlítið yfir Framsókn í fylgi! Það hefði einhvern tíma þótt frétt til næsta bæjar! Gamla ráðaflokksins, sem taldi brautina breiða og beina að stjórnarkötlunum að afloknu hreinsunarstarfi vinstri stjórnarinnar. Stjórnar sem ekki einungis hefur mokað flórinn, eftir viðskilnað hrunflokkanna, heldur „teppaleggur“ nú í blálokin endurkomuleið þeirra, sem við taka með því að stórauka lyfjakostnað þeirra er síst skyldi, þ.e. þeirra sem nauðsynlega verða að nota lyf um ókomin tíma og jafnvel allt sitt líf. Er ekki löngu tímabært að miðjumenn í pólitíska litrófinu stilli saman strengi?
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar