Drengskapur í stjórnmálum Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ég hef tilhneigingu til að vera bjartsýn og ganga út frá því að fólk vilji öðrum vel. Það sama gildir um fólk í stjórnmálum. Ég geng út frá því að það geri það vegna þess að það vilji betrumbæta samfélag sitt. Leggja sitt af mörkum. Nú er ég í fyrsta sinn sjálf stödd í miðri hringiðu kosninga sem virkur þátttakandi. Við mér blasir umhverfi og leikreglur sem mér hugnast illa og ganga þvert á það sem mér hefur verið kennt. Það ríkir þegjandi samkomulag um að styrkur felist í því að rægja aðra og skapa vantraust. Sá sem gerir mest af því uppsker að lokum lófaklapp og umboð til að stjórna landinu. Birtingarmyndirnar eru víða og beinast ýmist að persónum eða stjórnmálahreyfingum. Allt er undir og ekkert er heilagt. Nýliðar í stjórnmálum liggja vel við höggi í þessum leik. Svona svipað og nýi strákurinn í bekknum. Það er auðvelt að sannfæra aðra um að hann falli ekki inn í hópinn af því að hann er öðruvísi. Fjölmiðlar taka virkan þátt í leiknum og fyllast um leið eldmóði. Nýlega lét háttvirtur utanríkisráðherra þau orð falla að nýi flokkurinn í bekknum væri án allra pólitískra hugsjóna. Formaður Heimdallar velti því sama fyrir sér á Fésbók sinni. Fullyrti að Björt framtíð hefði byrjað á því að búa til nafn á flokkinn, finna svo fólk á lista og væri nú rétt að byrja að velta fyrir sér hugsjónum. Fésbókarvinum þótti það töff og læk-uðu óspart. Mínar spurningar eru þessar: Skiptir drengskapur máli þegar við veljum okkur ráðamenn? Gefur slík framkoma einhverjar vísbendingar um hvernig þeir nálgast stjórnmál? Skipta kosningaloforð meira máli en vel útfærð framtíðarsýn og markmið? Þetta eru meðal annars þær spurningar sem við verðum að spyrja okkur þegar við göngum til kosninga. Viljum við ríkjandi skipulag eða viljum við breytt stjórnmál? Þar sem styrkur felst í því að sjá hlutina í víðara samhengi, setja sér skýr langtímamarkmið og vinna að þeim saman. Sköpum samfélag sem sættir sig ekki við náttúruspjöll í þágu skammtímahagsmuna. Fögnum fjölbreytni, í allri sinni fegurð. Þar sem við ráðumst á rót vandans – ekki bara sjúkdómseinkennin. Þar sem við klárum skynsamleg verkefni á borð við aðildarviðræður við ESB. Virkjum frumkvæði og sköpum hvata til þess að fólk ráðist sjálft í sköpun og framkvæmdir. Aukum framleiðni og hamingjustig okkar með því að virkja ólíka færni í menntakerfinu. Beinum fólki í hagkvæmari og hentugri úrræði í heilbrigðiskerfinu. Byggjum brú milli fólks og stjórnmála. Göngum óhrædd til kosninga og látum drengskap skipta máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef tilhneigingu til að vera bjartsýn og ganga út frá því að fólk vilji öðrum vel. Það sama gildir um fólk í stjórnmálum. Ég geng út frá því að það geri það vegna þess að það vilji betrumbæta samfélag sitt. Leggja sitt af mörkum. Nú er ég í fyrsta sinn sjálf stödd í miðri hringiðu kosninga sem virkur þátttakandi. Við mér blasir umhverfi og leikreglur sem mér hugnast illa og ganga þvert á það sem mér hefur verið kennt. Það ríkir þegjandi samkomulag um að styrkur felist í því að rægja aðra og skapa vantraust. Sá sem gerir mest af því uppsker að lokum lófaklapp og umboð til að stjórna landinu. Birtingarmyndirnar eru víða og beinast ýmist að persónum eða stjórnmálahreyfingum. Allt er undir og ekkert er heilagt. Nýliðar í stjórnmálum liggja vel við höggi í þessum leik. Svona svipað og nýi strákurinn í bekknum. Það er auðvelt að sannfæra aðra um að hann falli ekki inn í hópinn af því að hann er öðruvísi. Fjölmiðlar taka virkan þátt í leiknum og fyllast um leið eldmóði. Nýlega lét háttvirtur utanríkisráðherra þau orð falla að nýi flokkurinn í bekknum væri án allra pólitískra hugsjóna. Formaður Heimdallar velti því sama fyrir sér á Fésbók sinni. Fullyrti að Björt framtíð hefði byrjað á því að búa til nafn á flokkinn, finna svo fólk á lista og væri nú rétt að byrja að velta fyrir sér hugsjónum. Fésbókarvinum þótti það töff og læk-uðu óspart. Mínar spurningar eru þessar: Skiptir drengskapur máli þegar við veljum okkur ráðamenn? Gefur slík framkoma einhverjar vísbendingar um hvernig þeir nálgast stjórnmál? Skipta kosningaloforð meira máli en vel útfærð framtíðarsýn og markmið? Þetta eru meðal annars þær spurningar sem við verðum að spyrja okkur þegar við göngum til kosninga. Viljum við ríkjandi skipulag eða viljum við breytt stjórnmál? Þar sem styrkur felst í því að sjá hlutina í víðara samhengi, setja sér skýr langtímamarkmið og vinna að þeim saman. Sköpum samfélag sem sættir sig ekki við náttúruspjöll í þágu skammtímahagsmuna. Fögnum fjölbreytni, í allri sinni fegurð. Þar sem við ráðumst á rót vandans – ekki bara sjúkdómseinkennin. Þar sem við klárum skynsamleg verkefni á borð við aðildarviðræður við ESB. Virkjum frumkvæði og sköpum hvata til þess að fólk ráðist sjálft í sköpun og framkvæmdir. Aukum framleiðni og hamingjustig okkar með því að virkja ólíka færni í menntakerfinu. Beinum fólki í hagkvæmari og hentugri úrræði í heilbrigðiskerfinu. Byggjum brú milli fólks og stjórnmála. Göngum óhrædd til kosninga og látum drengskap skipta máli.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun