Auðlindaákvæði Framsóknar Jóhann Ársælsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ein aðalástæðan fyrir harkalegum átökum um stjórnarskrármálið er ákvæðið sem stjórnlagaráð lagði til að yrði sett í stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareigu. Allir flokkar hafa lýst því yfir að ákvæði um þjóðareign á auðlindum skuli setja í stjórnarskrá. Hvers vegna er þá ekki pólitísk samstaða um að gera það?Umbúðir og innihald Ástæða átakanna um málið er að grundvallarmunur er á því hvert skuli vera innihald ákvæðisins. Sitt hvað eru umbúðir og innihald. Afstaða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins reyndar líka til þess hvert innihald ákvæðisins skuli vera kom skýrt fram árið 2006 þegar formenn þessara flokka lögðu fram tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrána. Í því ákvæði var einungis gert ráð fyrir endurgjaldi fyrir nýtingu sem væri ætlað að greiða kostnað af rannsóknum, viðhaldi og verndun auðlindanna. Ekkert endurgjald skyldi vera fyrir verðmæti nýtingarinnar annað en það óverulega veiðigjald sem þá var í gildi. Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað flutt frumvarp með nákvæmlega sama innihaldi og boðað var árið 2006 og í greinargerð með því stendur: „Rétt er að leggja áherslu á það, til þess að fyrirbyggja misskilning, að með samþykkt þessa frumvarps yrði ekki hróflað við stjórnarskrárvörðum eignarrétti eða atvinnuréttindum þeirra sem öðlast hafa slík réttindi nú þegar á grundvelli 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þvert á móti yrði því slegið föstu, svo sem fram kemur í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins, að þegar fengin heimild til afnota eða nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum í þjóðareign teldist til óbeinna eignarréttinda sem njóta verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hver önnur eignarréttindi.“ Í vetur dró Framsóknarflokkurinn upp þetta sama ákvæði án þess að boða breytingar á því hvert flokkurinn teldi vera innihald þess. Ekkert bendir til að grundvallarafstaða Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins hafi breyst til þess hvert skuli vera innihald ákvæðis í stjórnarskrá. Handhafar kvótans, en ekki almenningur, skulu vera hinir raunverulegu eigendur og hirða arðinn. Þjóðareignarákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að vernda forréttindi hinna útvöldu fyrir ásælni útlendinga.Afstaða Samfylkingar Samfylkingin hefur mótað stefnu sem byggir á alvöru þjóðareign og lagt til að útgerðin fái rýmilegan tíma til að aðlagast aðgangi að kvótanum á markaði þar sem hinn raunverulegi eigandi, þjóðin, tæki fullan þátt sem eigandi. Þá grundvallarafstöðu að þjóðin skuli eiga auðlindina í raun má sjá í stefnu flestra framboða og flokka sem bjóða fram til Alþingis annarra en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Tillaga stjórnlagaráðs Í stjórnlagaráði gerðu menn sér fulla grein fyrir mismunandi afstöðu til þessa ákvæðis og að mikil gjá er milli þings og þjóðar um hvernig nýtingarrétti á kvótanum skuli vera fyrir komið. Eftir mikla yfirvegun var innihald orðanna jafnræði og fullt verð notað til að girða fyrir allan „misskilning“ sem gæti vaknað um hvað ákvæðið fæli í sér. Tillaga stjórnlagaráðs varð því eftirfarandi: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Nú stefnir í að þeir tveir flokkar sem vilja að núverandi handhafar kvótans hafi ígildi eignarhalds á nýtingu verðmætustu auðlindar þjóðarinnar fái aftur meirihluta á Alþingi. Vilt þú það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ein aðalástæðan fyrir harkalegum átökum um stjórnarskrármálið er ákvæðið sem stjórnlagaráð lagði til að yrði sett í stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareigu. Allir flokkar hafa lýst því yfir að ákvæði um þjóðareign á auðlindum skuli setja í stjórnarskrá. Hvers vegna er þá ekki pólitísk samstaða um að gera það?Umbúðir og innihald Ástæða átakanna um málið er að grundvallarmunur er á því hvert skuli vera innihald ákvæðisins. Sitt hvað eru umbúðir og innihald. Afstaða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins reyndar líka til þess hvert innihald ákvæðisins skuli vera kom skýrt fram árið 2006 þegar formenn þessara flokka lögðu fram tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrána. Í því ákvæði var einungis gert ráð fyrir endurgjaldi fyrir nýtingu sem væri ætlað að greiða kostnað af rannsóknum, viðhaldi og verndun auðlindanna. Ekkert endurgjald skyldi vera fyrir verðmæti nýtingarinnar annað en það óverulega veiðigjald sem þá var í gildi. Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað flutt frumvarp með nákvæmlega sama innihaldi og boðað var árið 2006 og í greinargerð með því stendur: „Rétt er að leggja áherslu á það, til þess að fyrirbyggja misskilning, að með samþykkt þessa frumvarps yrði ekki hróflað við stjórnarskrárvörðum eignarrétti eða atvinnuréttindum þeirra sem öðlast hafa slík réttindi nú þegar á grundvelli 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þvert á móti yrði því slegið föstu, svo sem fram kemur í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins, að þegar fengin heimild til afnota eða nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum í þjóðareign teldist til óbeinna eignarréttinda sem njóta verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hver önnur eignarréttindi.“ Í vetur dró Framsóknarflokkurinn upp þetta sama ákvæði án þess að boða breytingar á því hvert flokkurinn teldi vera innihald þess. Ekkert bendir til að grundvallarafstaða Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins hafi breyst til þess hvert skuli vera innihald ákvæðis í stjórnarskrá. Handhafar kvótans, en ekki almenningur, skulu vera hinir raunverulegu eigendur og hirða arðinn. Þjóðareignarákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að vernda forréttindi hinna útvöldu fyrir ásælni útlendinga.Afstaða Samfylkingar Samfylkingin hefur mótað stefnu sem byggir á alvöru þjóðareign og lagt til að útgerðin fái rýmilegan tíma til að aðlagast aðgangi að kvótanum á markaði þar sem hinn raunverulegi eigandi, þjóðin, tæki fullan þátt sem eigandi. Þá grundvallarafstöðu að þjóðin skuli eiga auðlindina í raun má sjá í stefnu flestra framboða og flokka sem bjóða fram til Alþingis annarra en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Tillaga stjórnlagaráðs Í stjórnlagaráði gerðu menn sér fulla grein fyrir mismunandi afstöðu til þessa ákvæðis og að mikil gjá er milli þings og þjóðar um hvernig nýtingarrétti á kvótanum skuli vera fyrir komið. Eftir mikla yfirvegun var innihald orðanna jafnræði og fullt verð notað til að girða fyrir allan „misskilning“ sem gæti vaknað um hvað ákvæðið fæli í sér. Tillaga stjórnlagaráðs varð því eftirfarandi: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Nú stefnir í að þeir tveir flokkar sem vilja að núverandi handhafar kvótans hafi ígildi eignarhalds á nýtingu verðmætustu auðlindar þjóðarinnar fái aftur meirihluta á Alþingi. Vilt þú það?
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun