Auðlindaákvæði Framsóknar Jóhann Ársælsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ein aðalástæðan fyrir harkalegum átökum um stjórnarskrármálið er ákvæðið sem stjórnlagaráð lagði til að yrði sett í stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareigu. Allir flokkar hafa lýst því yfir að ákvæði um þjóðareign á auðlindum skuli setja í stjórnarskrá. Hvers vegna er þá ekki pólitísk samstaða um að gera það?Umbúðir og innihald Ástæða átakanna um málið er að grundvallarmunur er á því hvert skuli vera innihald ákvæðisins. Sitt hvað eru umbúðir og innihald. Afstaða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins reyndar líka til þess hvert innihald ákvæðisins skuli vera kom skýrt fram árið 2006 þegar formenn þessara flokka lögðu fram tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrána. Í því ákvæði var einungis gert ráð fyrir endurgjaldi fyrir nýtingu sem væri ætlað að greiða kostnað af rannsóknum, viðhaldi og verndun auðlindanna. Ekkert endurgjald skyldi vera fyrir verðmæti nýtingarinnar annað en það óverulega veiðigjald sem þá var í gildi. Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað flutt frumvarp með nákvæmlega sama innihaldi og boðað var árið 2006 og í greinargerð með því stendur: „Rétt er að leggja áherslu á það, til þess að fyrirbyggja misskilning, að með samþykkt þessa frumvarps yrði ekki hróflað við stjórnarskrárvörðum eignarrétti eða atvinnuréttindum þeirra sem öðlast hafa slík réttindi nú þegar á grundvelli 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þvert á móti yrði því slegið föstu, svo sem fram kemur í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins, að þegar fengin heimild til afnota eða nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum í þjóðareign teldist til óbeinna eignarréttinda sem njóta verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hver önnur eignarréttindi.“ Í vetur dró Framsóknarflokkurinn upp þetta sama ákvæði án þess að boða breytingar á því hvert flokkurinn teldi vera innihald þess. Ekkert bendir til að grundvallarafstaða Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins hafi breyst til þess hvert skuli vera innihald ákvæðis í stjórnarskrá. Handhafar kvótans, en ekki almenningur, skulu vera hinir raunverulegu eigendur og hirða arðinn. Þjóðareignarákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að vernda forréttindi hinna útvöldu fyrir ásælni útlendinga.Afstaða Samfylkingar Samfylkingin hefur mótað stefnu sem byggir á alvöru þjóðareign og lagt til að útgerðin fái rýmilegan tíma til að aðlagast aðgangi að kvótanum á markaði þar sem hinn raunverulegi eigandi, þjóðin, tæki fullan þátt sem eigandi. Þá grundvallarafstöðu að þjóðin skuli eiga auðlindina í raun má sjá í stefnu flestra framboða og flokka sem bjóða fram til Alþingis annarra en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Tillaga stjórnlagaráðs Í stjórnlagaráði gerðu menn sér fulla grein fyrir mismunandi afstöðu til þessa ákvæðis og að mikil gjá er milli þings og þjóðar um hvernig nýtingarrétti á kvótanum skuli vera fyrir komið. Eftir mikla yfirvegun var innihald orðanna jafnræði og fullt verð notað til að girða fyrir allan „misskilning“ sem gæti vaknað um hvað ákvæðið fæli í sér. Tillaga stjórnlagaráðs varð því eftirfarandi: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Nú stefnir í að þeir tveir flokkar sem vilja að núverandi handhafar kvótans hafi ígildi eignarhalds á nýtingu verðmætustu auðlindar þjóðarinnar fái aftur meirihluta á Alþingi. Vilt þú það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ein aðalástæðan fyrir harkalegum átökum um stjórnarskrármálið er ákvæðið sem stjórnlagaráð lagði til að yrði sett í stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareigu. Allir flokkar hafa lýst því yfir að ákvæði um þjóðareign á auðlindum skuli setja í stjórnarskrá. Hvers vegna er þá ekki pólitísk samstaða um að gera það?Umbúðir og innihald Ástæða átakanna um málið er að grundvallarmunur er á því hvert skuli vera innihald ákvæðisins. Sitt hvað eru umbúðir og innihald. Afstaða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins reyndar líka til þess hvert innihald ákvæðisins skuli vera kom skýrt fram árið 2006 þegar formenn þessara flokka lögðu fram tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrána. Í því ákvæði var einungis gert ráð fyrir endurgjaldi fyrir nýtingu sem væri ætlað að greiða kostnað af rannsóknum, viðhaldi og verndun auðlindanna. Ekkert endurgjald skyldi vera fyrir verðmæti nýtingarinnar annað en það óverulega veiðigjald sem þá var í gildi. Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað flutt frumvarp með nákvæmlega sama innihaldi og boðað var árið 2006 og í greinargerð með því stendur: „Rétt er að leggja áherslu á það, til þess að fyrirbyggja misskilning, að með samþykkt þessa frumvarps yrði ekki hróflað við stjórnarskrárvörðum eignarrétti eða atvinnuréttindum þeirra sem öðlast hafa slík réttindi nú þegar á grundvelli 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þvert á móti yrði því slegið föstu, svo sem fram kemur í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins, að þegar fengin heimild til afnota eða nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum í þjóðareign teldist til óbeinna eignarréttinda sem njóta verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hver önnur eignarréttindi.“ Í vetur dró Framsóknarflokkurinn upp þetta sama ákvæði án þess að boða breytingar á því hvert flokkurinn teldi vera innihald þess. Ekkert bendir til að grundvallarafstaða Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins hafi breyst til þess hvert skuli vera innihald ákvæðis í stjórnarskrá. Handhafar kvótans, en ekki almenningur, skulu vera hinir raunverulegu eigendur og hirða arðinn. Þjóðareignarákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að vernda forréttindi hinna útvöldu fyrir ásælni útlendinga.Afstaða Samfylkingar Samfylkingin hefur mótað stefnu sem byggir á alvöru þjóðareign og lagt til að útgerðin fái rýmilegan tíma til að aðlagast aðgangi að kvótanum á markaði þar sem hinn raunverulegi eigandi, þjóðin, tæki fullan þátt sem eigandi. Þá grundvallarafstöðu að þjóðin skuli eiga auðlindina í raun má sjá í stefnu flestra framboða og flokka sem bjóða fram til Alþingis annarra en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Tillaga stjórnlagaráðs Í stjórnlagaráði gerðu menn sér fulla grein fyrir mismunandi afstöðu til þessa ákvæðis og að mikil gjá er milli þings og þjóðar um hvernig nýtingarrétti á kvótanum skuli vera fyrir komið. Eftir mikla yfirvegun var innihald orðanna jafnræði og fullt verð notað til að girða fyrir allan „misskilning“ sem gæti vaknað um hvað ákvæðið fæli í sér. Tillaga stjórnlagaráðs varð því eftirfarandi: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Nú stefnir í að þeir tveir flokkar sem vilja að núverandi handhafar kvótans hafi ígildi eignarhalds á nýtingu verðmætustu auðlindar þjóðarinnar fái aftur meirihluta á Alþingi. Vilt þú það?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun