Mun salan á Götze trufla lið Dortmund? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 í sviðsljósinu Það er spurning hvort Mario Götze spili með Dortmund í kvöld í ljósi þess að hann er á leiðinni til Bayern.nordicphotos/afp Leikmenn Borussia Dortmund mæta fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr í vetur og þá vann Dortmund heimaleikinn sinn, 2-1, og nældi sér síðan í jafntefli, 2-2, á útivelli. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, var líka ánægður með dráttinn og sagði að það væri gott að mæta liði sem Dortmund hefði þegar tekist að vinna í vetur. Í gær láku út þau stórtíðindi að stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, hefði verið seld til erkifjendanna í Bayern München. Það gæti truflað undirbúning liðsins og tíðindin voru klárlega ekki til þess að kæta stuðningsmenn liðsins. „Götze er að fara af því að hann var efstur á óskalista Peps Guardiola. Hann vill spila fyrir hann. Ef þetta er því einhverjum að kenna þá er það mér að kenna. Ég get ekki minnkað mig um 15 sentímetra og farið að tala spænsku,“ sagði Klopp þjálfari og var eðlilega ekkert allt of kátur með að missa Götze. „Ég vissi af þessu daginn eftir sigurinn gegn Malaga. Ég get fullvissað alla um að þetta mun ekki hafa áhrif á okkar einbeitingu. Ég vona að stuðningsmenn okkar jafni sig á þessum tíðindum og standi þétt við bakið á okkur því við erum í einstakri aðstöðu til þess að gera frábæra hluti.“ Talsvert var gert með feluleik Barcelona í gær um það hvort Lionel Messi myndi spila í gær eða ekki. Mourinho stóð ekki í neinu slíku á blaðamannafundi í gær og gaf út byrjunarlið sitt. „Þið viljið vita hvernig liðið verður, er það ekki? Ekkert mál. Í liðinu verða Diego Lopez, Sergio Ramos, Raphael Varane, Pepe, Fabio Coentrao, Sami Khedira, Xabi Alonso, Cristiano Ronaldo, Angel di Maria og Gonzalo Higuain,“ sagði Mourinho brattur. „Di Maria var að eignast dóttur í dag en getur spilað þó svo að hann sé í erfiðu andlegu ástandi.“ Flestir spá því að Real Madrid muni fara í úrslitaleikinn en Mourinho ber mikla virðingu fyrir liði Dortmund. „Ég er í undanúrslitum í sjötta skipti. Það búast allir við slíku frá mér. Þessi fjögur lið, plús Man. Utd og Juventus, eru bestu lið Evrópu. Öll þessi lið eiga möguleika og það er erfitt að spá í það hvernig þetta fer allt saman,“ sagði Portúgalinn en hann vildi lítið tjá sig um Mario Götze. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Leikmenn Borussia Dortmund mæta fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr í vetur og þá vann Dortmund heimaleikinn sinn, 2-1, og nældi sér síðan í jafntefli, 2-2, á útivelli. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, var líka ánægður með dráttinn og sagði að það væri gott að mæta liði sem Dortmund hefði þegar tekist að vinna í vetur. Í gær láku út þau stórtíðindi að stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, hefði verið seld til erkifjendanna í Bayern München. Það gæti truflað undirbúning liðsins og tíðindin voru klárlega ekki til þess að kæta stuðningsmenn liðsins. „Götze er að fara af því að hann var efstur á óskalista Peps Guardiola. Hann vill spila fyrir hann. Ef þetta er því einhverjum að kenna þá er það mér að kenna. Ég get ekki minnkað mig um 15 sentímetra og farið að tala spænsku,“ sagði Klopp þjálfari og var eðlilega ekkert allt of kátur með að missa Götze. „Ég vissi af þessu daginn eftir sigurinn gegn Malaga. Ég get fullvissað alla um að þetta mun ekki hafa áhrif á okkar einbeitingu. Ég vona að stuðningsmenn okkar jafni sig á þessum tíðindum og standi þétt við bakið á okkur því við erum í einstakri aðstöðu til þess að gera frábæra hluti.“ Talsvert var gert með feluleik Barcelona í gær um það hvort Lionel Messi myndi spila í gær eða ekki. Mourinho stóð ekki í neinu slíku á blaðamannafundi í gær og gaf út byrjunarlið sitt. „Þið viljið vita hvernig liðið verður, er það ekki? Ekkert mál. Í liðinu verða Diego Lopez, Sergio Ramos, Raphael Varane, Pepe, Fabio Coentrao, Sami Khedira, Xabi Alonso, Cristiano Ronaldo, Angel di Maria og Gonzalo Higuain,“ sagði Mourinho brattur. „Di Maria var að eignast dóttur í dag en getur spilað þó svo að hann sé í erfiðu andlegu ástandi.“ Flestir spá því að Real Madrid muni fara í úrslitaleikinn en Mourinho ber mikla virðingu fyrir liði Dortmund. „Ég er í undanúrslitum í sjötta skipti. Það búast allir við slíku frá mér. Þessi fjögur lið, plús Man. Utd og Juventus, eru bestu lið Evrópu. Öll þessi lið eiga möguleika og það er erfitt að spá í það hvernig þetta fer allt saman,“ sagði Portúgalinn en hann vildi lítið tjá sig um Mario Götze.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira