Sóknaráætlun landshluta og sjálfbær þróun Inga Sigrún Atladóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Það er mikilvægt að byggja upp öflugt atvinnulíf. En það er ekki sama hvernig það er gert. Atvinnulíf þarf að byggja á vilja og hæfileikum fólksins í landinu og ríkið á að eiga í stöðugu og kröftugu samtali við það og veita orku sinni og fjármagni í sjóði til að efla nýsköpun og fjölbreytni. Núverandi ríkisstjórn hefur sett fram nýja stefnu í byggðamálum undir yfirskriftinni Sóknaráætlun landshluta, þar sem áhersla er lögð á að landið er ein heild og höfuðborg og landsbyggðir eiga sameiginlega hagsmuni í að um land allt sé öflugt samfélag og atvinnulíf. Síðasti landsfundur VG sló því föstu að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sé þar lykilatriði, þar sem miklu skiptir að byggja atvinnulíf á fjölbreyttum stoðum, nýta nærumhverfið, draga úr flutningskostnaði og treysta grunnstoðir samfélagsins.Lykilatriði og forgangsmál Annað lykilatriði er að fjárveitingar eru í auknum mæli fluttar heim í hérað þannig að heimamenn koma sjálfir að forgangsröðun fjármuna. Þessi hugmyndafræði byggir á lýðræðislegu samráðsferli um land allt. Miklu skiptir að byggja áfram á henni og styrkja þannig byggðir landsins. Þar mun Byggðastofnun einnig skipta máli sem stuðningsaðili við byggðir sem á þurfa að halda. Þá er jöfnun flutningskostnaðar, sem loksins komst á í tíð núverandi ríkisstjórnar, mikið byggðamál. Eitt af forgangsverkefnum byggðamála á komandi árum þarf að vera ljósleiðaravæðing í dreifbýli og full jöfnun húshitunarkostnaðar. Treysta þarf byggð í landinu með sanngjarnari skiptingu tekjustofna milli ríkis og sveitarfélaga og eflingu sveitarstjórnarstigsins til ákvarðana um grunnþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs segir m.a.: „Stöðu landsbyggðarinnar verður að styrkja með róttækum kerfisbreytingum og valddreifingu til að treysta byggð. Afar brýnt er að bregðast við fólksflótta frá landsbyggðinni, fyrst af öllu með því að leiðrétta þá fjárhagslegu mismunun sem landsbyggðarfólk býr við í námskostnaði, húshitun og vöruverði. Fjölbreytt atvinnulíf og öflug menningarstarfsemi ásamt traustri samfélagsþjónustu og góðum skólum er undirstaða lífvænlegrar byggðar.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að byggja upp öflugt atvinnulíf. En það er ekki sama hvernig það er gert. Atvinnulíf þarf að byggja á vilja og hæfileikum fólksins í landinu og ríkið á að eiga í stöðugu og kröftugu samtali við það og veita orku sinni og fjármagni í sjóði til að efla nýsköpun og fjölbreytni. Núverandi ríkisstjórn hefur sett fram nýja stefnu í byggðamálum undir yfirskriftinni Sóknaráætlun landshluta, þar sem áhersla er lögð á að landið er ein heild og höfuðborg og landsbyggðir eiga sameiginlega hagsmuni í að um land allt sé öflugt samfélag og atvinnulíf. Síðasti landsfundur VG sló því föstu að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sé þar lykilatriði, þar sem miklu skiptir að byggja atvinnulíf á fjölbreyttum stoðum, nýta nærumhverfið, draga úr flutningskostnaði og treysta grunnstoðir samfélagsins.Lykilatriði og forgangsmál Annað lykilatriði er að fjárveitingar eru í auknum mæli fluttar heim í hérað þannig að heimamenn koma sjálfir að forgangsröðun fjármuna. Þessi hugmyndafræði byggir á lýðræðislegu samráðsferli um land allt. Miklu skiptir að byggja áfram á henni og styrkja þannig byggðir landsins. Þar mun Byggðastofnun einnig skipta máli sem stuðningsaðili við byggðir sem á þurfa að halda. Þá er jöfnun flutningskostnaðar, sem loksins komst á í tíð núverandi ríkisstjórnar, mikið byggðamál. Eitt af forgangsverkefnum byggðamála á komandi árum þarf að vera ljósleiðaravæðing í dreifbýli og full jöfnun húshitunarkostnaðar. Treysta þarf byggð í landinu með sanngjarnari skiptingu tekjustofna milli ríkis og sveitarfélaga og eflingu sveitarstjórnarstigsins til ákvarðana um grunnþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs segir m.a.: „Stöðu landsbyggðarinnar verður að styrkja með róttækum kerfisbreytingum og valddreifingu til að treysta byggð. Afar brýnt er að bregðast við fólksflótta frá landsbyggðinni, fyrst af öllu með því að leiðrétta þá fjárhagslegu mismunun sem landsbyggðarfólk býr við í námskostnaði, húshitun og vöruverði. Fjölbreytt atvinnulíf og öflug menningarstarfsemi ásamt traustri samfélagsþjónustu og góðum skólum er undirstaða lífvænlegrar byggðar.“
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun