Skoðun

Lausnir Hægri grænna

Verkefni næstu ríkisstjórnar eru skýr. Þau eru:

1) leiðrétta og lækka skuldir heimilanna, 2) lækka skatta og 3) vængstífa hrægammasjóðina, lækka skuldir ríkissjóðs og afnema gjaldeyrishöftin með nýjum gjaldmiðli. Lausnirnar á þessum málum hafa Hægri grænir sett fram á ítarlegan hátt á heimasíðu sinni XG.is, en leitað var í smiðju annarra þjóða og erlendra sérfræðinga. Allar okkar aðferðir hafa verið notaðar annars staðar með góðum árangri.

Verkefnið

Framsóknarflokkurinn myndar aldrei ríkisstjórn með flokki sem kjósendur hafa hafnað og þess vegna er það önnur vinstri stjórn sem við erum að fá yfir okkur, með öllum þeim hörmungum sem því fylgir. Þessu er samt hægt að breyta, því Hægri grænir er klárlega góður valkostur og síðasta stoppistöð kjósenda Sjálfstæðisflokksins, enda stefna okkar frelsisstefna. Við megum ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum, stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum og hugsa í lausnum, en ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir.

Hernaðinum verður að linna

Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin. Hernaði stjórnvalda gegn fjölskyldum og fyrirtækjum þessa lands verður að linna. Hægri grænir er flokkur fólksins og við erum með lausnirnar. Við erum grænn borgara- og millistéttarflokkur. Við erum flokkur tíðarandans og raunsæisstjórnmála. Sem umbótasinnaður endurreisnarflokkur vonumst við til að Íslendingar yrki sína Höfuðlausn á einni nóttu þann 27. apríl nk. Brettum upp ermarnar og merkjum X við G í komandi kosningum.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×