Vaxtarverkir í skólastofunni Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Menntun er lykilhugtak nútímans. Menntun drífur áfram nýsköpun og leiðir af sér vöxt. Íslensk þjóð hefur löngum verið stolt af því að vera kölluð bókaþjóð og Íslendingar hreyknir yfir því að eiga menntað fólk. Við rekum mjög marga skóla miðað við höfðatölu og nám er aðgengilegt. En erum við tilbúin í næsta vaxtarskeið?Það skemmtilega Ísland er fremst í flokki þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms. Öll börn fara í grunnskóla og hafa tækifæri til að verða læs, skrifandi og skapandi. Minni tengsl eru hér á landi á milli þess hvort einstaklingur fer í nám og þess að eiga vel menntaða foreldra. Okkur hefur tekist að jafna möguleika fólks til að stunda nám. Hið opinbera greiðir mun meira til grunnskóla en gerist annars staðar sem sýnir væntanlega að í samfélaginu sé áhersla lögð á að börn hér á landi fái að njóta góðs skólakerfis og hér leggi fólk áherslu á að mennta börnin. Háskólamenntun skilar miklum verðmætum. OECD telur að á síðasta áratug hafi um helmingur vaxtar í vergri landsframleiðslu í aðildarríkjum stafað af því að háskólamenntað fólk fékk hærri tekjur. Nokkuð ljóst er að menntun skilar verðmætum og hagsæld.Það leiðinlega En svo er þetta leiðinlega. Því miður er það svo að námsárangur barna hér á landi endurspeglar ekki það fé sem lagt er til skólakerfisins. Námsárangurinn er svipaður og hjá þjóðum þar sem mun minna fé er lagt til skólakerfisins. Það er því eðlilegt að við reynum að átta okkur á því í hverju við erum að fjárfesta. Sérkennsla er áhyggjuefni en 27% barna hér á landi þurfa sérkennslu á meðan eðlilegt hlutfall að mati sérfræðinga er 5%. Við hrukkum upp við þær fréttir fyrir um ári að fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns og að stúlkur sýna einkenni kvíða og vanlíðunar meira en drengir í grunnskólunum. Kennsluefni og aðferðir virðast ekki svara þörfum barnanna nægilega vel. Fjöldi þeirra sem lýkur framhaldsskóla á fjórum árum hér á landi er minni en það sem gengur og gerist innan OECD-ríkjanna. Framhaldsskólinn er undir gríðarlegu álagi og fjársveltur. Nemendur í tækni- og raungreinum eru ekki nægilega margir og hægt gengur að auka hlutdeild verk- og iðnnáms. Nemendur á háskólastigi eru einnig of lengi í námi. Atvinnurekendur kvarta yfir því að skortur sé á fólki með þá menntun sem þörf er á.Það nauðsynlega Atvinnulífið á Íslandi þarf að fara í gegnum mikla vaxtarverki á næstunni. Ef ekkert verður að gert fækkar hér fólki og samfélaginu hrakar. Breytingar á skólakerfinu eru óumflýjanlegar. Skólar verða að hafa fullt frelsi til að reyna að takast á við þessar breytingar. Hefðbundnar leiðir mega ekki standa í vegi fyrir því að nýjar fái að líta dagsins ljós. Gæta verður þess að kjarni náms týnist ekki í óþörfu flækjustigi. Finna verður fé til að bæta upplýsingatækni innan skólanna. Tækifæri geta legið í því að fást við kennslu á óhefðbundnari hátt en hingað til hefur verið gert og þá sérstaklega á efri námsstigum. Nýta má fjarkennsluaðferðir betur og auka hlut rafrænna verkefna. Það allra mikilvægasta er að finna leiðir til að byggja upp áhuga og drifkraft nemenda þannig að þeirra eðlislægi áhugi nái að fylgja þeim frá leikskóla og áfram í gegnum öll námsstig. Aðeins þannig fær vinnumarkaðurinn þá orku sem hann þarf til að takast á við spennandi og krefjandi framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Menntun er lykilhugtak nútímans. Menntun drífur áfram nýsköpun og leiðir af sér vöxt. Íslensk þjóð hefur löngum verið stolt af því að vera kölluð bókaþjóð og Íslendingar hreyknir yfir því að eiga menntað fólk. Við rekum mjög marga skóla miðað við höfðatölu og nám er aðgengilegt. En erum við tilbúin í næsta vaxtarskeið?Það skemmtilega Ísland er fremst í flokki þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms. Öll börn fara í grunnskóla og hafa tækifæri til að verða læs, skrifandi og skapandi. Minni tengsl eru hér á landi á milli þess hvort einstaklingur fer í nám og þess að eiga vel menntaða foreldra. Okkur hefur tekist að jafna möguleika fólks til að stunda nám. Hið opinbera greiðir mun meira til grunnskóla en gerist annars staðar sem sýnir væntanlega að í samfélaginu sé áhersla lögð á að börn hér á landi fái að njóta góðs skólakerfis og hér leggi fólk áherslu á að mennta börnin. Háskólamenntun skilar miklum verðmætum. OECD telur að á síðasta áratug hafi um helmingur vaxtar í vergri landsframleiðslu í aðildarríkjum stafað af því að háskólamenntað fólk fékk hærri tekjur. Nokkuð ljóst er að menntun skilar verðmætum og hagsæld.Það leiðinlega En svo er þetta leiðinlega. Því miður er það svo að námsárangur barna hér á landi endurspeglar ekki það fé sem lagt er til skólakerfisins. Námsárangurinn er svipaður og hjá þjóðum þar sem mun minna fé er lagt til skólakerfisins. Það er því eðlilegt að við reynum að átta okkur á því í hverju við erum að fjárfesta. Sérkennsla er áhyggjuefni en 27% barna hér á landi þurfa sérkennslu á meðan eðlilegt hlutfall að mati sérfræðinga er 5%. Við hrukkum upp við þær fréttir fyrir um ári að fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns og að stúlkur sýna einkenni kvíða og vanlíðunar meira en drengir í grunnskólunum. Kennsluefni og aðferðir virðast ekki svara þörfum barnanna nægilega vel. Fjöldi þeirra sem lýkur framhaldsskóla á fjórum árum hér á landi er minni en það sem gengur og gerist innan OECD-ríkjanna. Framhaldsskólinn er undir gríðarlegu álagi og fjársveltur. Nemendur í tækni- og raungreinum eru ekki nægilega margir og hægt gengur að auka hlutdeild verk- og iðnnáms. Nemendur á háskólastigi eru einnig of lengi í námi. Atvinnurekendur kvarta yfir því að skortur sé á fólki með þá menntun sem þörf er á.Það nauðsynlega Atvinnulífið á Íslandi þarf að fara í gegnum mikla vaxtarverki á næstunni. Ef ekkert verður að gert fækkar hér fólki og samfélaginu hrakar. Breytingar á skólakerfinu eru óumflýjanlegar. Skólar verða að hafa fullt frelsi til að reyna að takast á við þessar breytingar. Hefðbundnar leiðir mega ekki standa í vegi fyrir því að nýjar fái að líta dagsins ljós. Gæta verður þess að kjarni náms týnist ekki í óþörfu flækjustigi. Finna verður fé til að bæta upplýsingatækni innan skólanna. Tækifæri geta legið í því að fást við kennslu á óhefðbundnari hátt en hingað til hefur verið gert og þá sérstaklega á efri námsstigum. Nýta má fjarkennsluaðferðir betur og auka hlut rafrænna verkefna. Það allra mikilvægasta er að finna leiðir til að byggja upp áhuga og drifkraft nemenda þannig að þeirra eðlislægi áhugi nái að fylgja þeim frá leikskóla og áfram í gegnum öll námsstig. Aðeins þannig fær vinnumarkaðurinn þá orku sem hann þarf til að takast á við spennandi og krefjandi framtíð.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun