Íslendingar eru vinalegir og glaðværir Sara McMahon skrifar 24. apríl 2013 08:00 Tom og Natasha Mills ásamt börnum sínum. Mynd/Tom Mills Breski ljósmyndarinn Tom Mills og fjölskylda hans eru miklir Íslandsvinir og hafa heimsótt landið reglulega frá 2004. Tveir synir Mills-hjóna bera jafnframt rammíslensk nöfn. „Ég heimsótti Ísland fyrst í janúar árið 2004. Þá var allt á kafi í snjó og þrátt fyrir að hafa leigt jeppa komumst við ekki á alla þá staði sem við vildum heimsækja. Ég var ákveðinn í að koma aftur og skoða landið betur og sú tilfinning hefur enn ekki liðið mér úr brjósti þrátt fyrir fjölda heimsókna,“ segir Tom Mills um fyrstu heimsókn sína til landsins. Hann segir íslenskt landslag síbreytilegt og á erfitt með að gera upp við sig hvaða árstími sé bestur fyrir Íslandsheimsókn. „Á veturna er hægt að sjá norðurljósin og á sumrin gefst manni kostur á að ferðast um hálendið sem á sér enga hliðstæðu í heiminum. Íslendingar eru jafn heillandi og náttúran; vinalegir og glaðværir. Mér var sagt að vinátta við Íslending myndi endast út ævina og það hefur reynst satt.“ Synir Mills-hjónanna bera báðir íslensk goðanöfn og heita Loki Gunnar og Óðinn Gunnar. Tom viðurkennir að hjónin hafi hug á að flytja til Íslands í framtíðinni og að það hafi haft áhrif á nafnavalið. „Það er draumur að flytja til Íslands í framtíðinni og okkur þótti skemmtilegt að strákarnir hétu íslenskum nöfnum í stað nafna á borð við Steve eða Dave,“ segir hann að lokum. Skoða má myndir eftir Tom á heimasíðu hans. Íslandsvinir Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Breski ljósmyndarinn Tom Mills og fjölskylda hans eru miklir Íslandsvinir og hafa heimsótt landið reglulega frá 2004. Tveir synir Mills-hjóna bera jafnframt rammíslensk nöfn. „Ég heimsótti Ísland fyrst í janúar árið 2004. Þá var allt á kafi í snjó og þrátt fyrir að hafa leigt jeppa komumst við ekki á alla þá staði sem við vildum heimsækja. Ég var ákveðinn í að koma aftur og skoða landið betur og sú tilfinning hefur enn ekki liðið mér úr brjósti þrátt fyrir fjölda heimsókna,“ segir Tom Mills um fyrstu heimsókn sína til landsins. Hann segir íslenskt landslag síbreytilegt og á erfitt með að gera upp við sig hvaða árstími sé bestur fyrir Íslandsheimsókn. „Á veturna er hægt að sjá norðurljósin og á sumrin gefst manni kostur á að ferðast um hálendið sem á sér enga hliðstæðu í heiminum. Íslendingar eru jafn heillandi og náttúran; vinalegir og glaðværir. Mér var sagt að vinátta við Íslending myndi endast út ævina og það hefur reynst satt.“ Synir Mills-hjónanna bera báðir íslensk goðanöfn og heita Loki Gunnar og Óðinn Gunnar. Tom viðurkennir að hjónin hafi hug á að flytja til Íslands í framtíðinni og að það hafi haft áhrif á nafnavalið. „Það er draumur að flytja til Íslands í framtíðinni og okkur þótti skemmtilegt að strákarnir hétu íslenskum nöfnum í stað nafna á borð við Steve eða Dave,“ segir hann að lokum. Skoða má myndir eftir Tom á heimasíðu hans.
Íslandsvinir Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira