Frasa eða framkvæmdir? Ásgeir Böðvarsson og Eyjólfur Þorkelsson og Jón Pálmi Óskarsson skrifa 22. apríl 2013 15:00 Vantraust til þingmanna er á vissan hátt skiljanlegt. Harkalegur niðurskurður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er mönnum í fersku minni. Raunar hefur sparnaður og „hagræðing“ í mörg ár verið fyrsta boðorðið. Vandamálunum mætt með niðurskurði en ekki nýsköpun; með frösum en ekki framkvæmdum. En má vera að núna liggi á borði framkvæmdavaldsins gullið tækifæri til að breyta frösum í framkvæmdir? Byggja upp traustið? Lítil nýliðun heimilislækna, einkum á landsbyggðinni, hefur farið hátt í umræðunni en sjúkrahús á landsbyggðinni hafa einnig glímt við mönnunarerfiðleika. Þeir erfiðleikar munu að óbreyttu einungis vaxa. Raunar glímir heilbrigðisþjónusta utan þéttbýlis við svipuð vandamál í mörgum löndum. Því er unnið að verkefninu ?Recruit and Retain? sem er samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Írlands, Noregs, Svíþjóðar, Grænlands og Kanada og er það hluti af norðurslóðaáætlun ESB. Starf læknis „í héraði“ er um margt frábrugðið starfinu „á mölinni“. Stuðningur annarra sérgreina og stoðstétta er minni svo þekking „héraðslæknisins“ og úrræði þurfa að vera víðfeðmari; þekking úr öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, þekking úr öðrum fræðigreinum, þekking á staðháttum svæðisins sem hann þjónar. Vaktabyrði er almennt meiri og vandamál fjölbreyttari en félagslegur og faglegur stuðningur minni. Einnig er munur á þjónustuþegum í dreifbýli og þéttbýli. Alvarleg umferðarslys eru algengari, vinnuslys tengd háskalegum vélum, efnum eða skepnum eru algengari og alvarleg frítímaslys s.s. tengd útivist eða torfærutækjum eru einnig algengari. Aldursamsetning íbúa er oft önnur auk annarra félags- og efnahagslegra þátta.Áskorun til ráðherra Í mörgum löndum hafa læknar sérmenntað sig til að mæta þessum kröfum og fengið viðurkenningu í ?rural medicine?. Þannig hefur náðst að byggja upp læknisþjónustu ýmist með auknum akademískum eða félagslegum stuðningi, fjárhagslegum ívilnunum eða öðrum sértækum aðgerðum. Sem dæmi má nefna Kanada, Noreg og Ástralíu. Á síðasta aðalfundi Læknafélags Íslands var einróma samþykkt áskorun til velferðarráðherra um „að binda í reglugerð heimild til að læknir með sérfræðileyfi geti fengið viðurkennda undirsérgreinina dreifbýlislækningar“ og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess. Þessi áskorun er mikilsvert framlag læknastéttarinnar til þess að bregðast við vanda landsbyggðarinnar sem hvetur jafnframt til þess að byggð verði upp sérhæfð kennsla á þessu sviði. Það frumkvæði sem felst í ofangreindri áskorun er þannig merkilegt og mikilvægt skref til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu, fræðasamfélags og byggðaþróunar og vel til þess fallið að snúa vörn í sókn. Við brýnum því verðandi þingmenn og ráðherra til að svara áskorun Læknafélagsins snöfurmannlega. Það yrði þeim til ævarandi vegsauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vantraust til þingmanna er á vissan hátt skiljanlegt. Harkalegur niðurskurður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er mönnum í fersku minni. Raunar hefur sparnaður og „hagræðing“ í mörg ár verið fyrsta boðorðið. Vandamálunum mætt með niðurskurði en ekki nýsköpun; með frösum en ekki framkvæmdum. En má vera að núna liggi á borði framkvæmdavaldsins gullið tækifæri til að breyta frösum í framkvæmdir? Byggja upp traustið? Lítil nýliðun heimilislækna, einkum á landsbyggðinni, hefur farið hátt í umræðunni en sjúkrahús á landsbyggðinni hafa einnig glímt við mönnunarerfiðleika. Þeir erfiðleikar munu að óbreyttu einungis vaxa. Raunar glímir heilbrigðisþjónusta utan þéttbýlis við svipuð vandamál í mörgum löndum. Því er unnið að verkefninu ?Recruit and Retain? sem er samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Írlands, Noregs, Svíþjóðar, Grænlands og Kanada og er það hluti af norðurslóðaáætlun ESB. Starf læknis „í héraði“ er um margt frábrugðið starfinu „á mölinni“. Stuðningur annarra sérgreina og stoðstétta er minni svo þekking „héraðslæknisins“ og úrræði þurfa að vera víðfeðmari; þekking úr öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, þekking úr öðrum fræðigreinum, þekking á staðháttum svæðisins sem hann þjónar. Vaktabyrði er almennt meiri og vandamál fjölbreyttari en félagslegur og faglegur stuðningur minni. Einnig er munur á þjónustuþegum í dreifbýli og þéttbýli. Alvarleg umferðarslys eru algengari, vinnuslys tengd háskalegum vélum, efnum eða skepnum eru algengari og alvarleg frítímaslys s.s. tengd útivist eða torfærutækjum eru einnig algengari. Aldursamsetning íbúa er oft önnur auk annarra félags- og efnahagslegra þátta.Áskorun til ráðherra Í mörgum löndum hafa læknar sérmenntað sig til að mæta þessum kröfum og fengið viðurkenningu í ?rural medicine?. Þannig hefur náðst að byggja upp læknisþjónustu ýmist með auknum akademískum eða félagslegum stuðningi, fjárhagslegum ívilnunum eða öðrum sértækum aðgerðum. Sem dæmi má nefna Kanada, Noreg og Ástralíu. Á síðasta aðalfundi Læknafélags Íslands var einróma samþykkt áskorun til velferðarráðherra um „að binda í reglugerð heimild til að læknir með sérfræðileyfi geti fengið viðurkennda undirsérgreinina dreifbýlislækningar“ og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess. Þessi áskorun er mikilsvert framlag læknastéttarinnar til þess að bregðast við vanda landsbyggðarinnar sem hvetur jafnframt til þess að byggð verði upp sérhæfð kennsla á þessu sviði. Það frumkvæði sem felst í ofangreindri áskorun er þannig merkilegt og mikilvægt skref til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu, fræðasamfélags og byggðaþróunar og vel til þess fallið að snúa vörn í sókn. Við brýnum því verðandi þingmenn og ráðherra til að svara áskorun Læknafélagsins snöfurmannlega. Það yrði þeim til ævarandi vegsauka.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun