Hefur ekki enn getað horft á ræðuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2013 12:00 "Strákar eru svo fljótir að gleyma. Maður getur sagt hlutina beint út,“ segir Elsa Sæný. Fréttablaðið/Daníel „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég missi mig,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir um þrumuræðuna sem hún hélt yfir HK-liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Leikurinn var í beinni útsendingu í sjónvarpi og nokkrum mínútum eftir ræðuna var hægt að horfa á hana í heild sinni á vefsíðu Rúv. Netmiðlar loguðu enda ekki á hverjum degi sem kvenkyns þjálfari messar svo svakalega yfir leikmönnum sínum, hvað þá karlmönnum.Ræðan kveikti í leikmönnum HK, sem sneru við blaðinu og unnu sætan bikarsigur. Elsa segir að það hafi verið rosalega sárt að sjá strákana vera að tapa leiknum eftir alla vinnu vetrarins. „Mér fannst þeir ekki vera lélegir en menn voru orðnir hræddir og stressaðir,“ segir Elsa sem fékk símtal frá fréttamanni skömmu eftir að fagnaðarlátunum í Laugardalshöll lauk. „Hann sagði mér að ræðan væri alls staðar á netinu. Ég spurði hann um hvað hann væri að tala og brunaði svo heim og kíkti á þetta,“ segir Elsa sem fékk áfall við að hlusta á röddina sína. „Ég hef ekki getað horft á þessa klippu,“ segir Elsa og segist hafa langað til að ganga um með hauspoka í vinnunni daginn eftir. Ólíkt því sem ætla mætti hafa leikmenn liðsins oft kvartað við Elsu yfir því að hún sé ekki nógu hörð við þá. „En ég sé það þannig að þú mætir á æfingu af því að þú vilt verða betri. Ég á ekki að þurfa að öskra þig í gang. Ég er þarna til að hjálpa þér en á ekki að þurfa að standa með svipuna á þér.“ Elsa Sæný er í helgarviðtali í Fréttablaðinu í dag. Í viðtalinu minnist Elsa uppeldisáranna á Neskaupstað, andláts föður síns þegar hún var aðeins fimm ára og átta ára keppnisferils í blaki í Danmörku.Viðtalið við Elsu má nálgast hér. Ræðan fræga„Hvað í andskotanum eruð þið að gera? Eruð þið virkilega svona hræddir við að vera hérna og ætla að fara að vinna? Eruð þið hræddir að vera að vinna? Þið vorkennið sjálfum ykkur svo að það er viðbjóður að sjá ykkur spila. Nennið þið að taka ykkur saman í andlitinu!“Myndbrotið má sjá á vef Rúv með því að smella hér. Íþróttir Tengdar fréttir Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sjá meira
„Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég missi mig,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir um þrumuræðuna sem hún hélt yfir HK-liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Leikurinn var í beinni útsendingu í sjónvarpi og nokkrum mínútum eftir ræðuna var hægt að horfa á hana í heild sinni á vefsíðu Rúv. Netmiðlar loguðu enda ekki á hverjum degi sem kvenkyns þjálfari messar svo svakalega yfir leikmönnum sínum, hvað þá karlmönnum.Ræðan kveikti í leikmönnum HK, sem sneru við blaðinu og unnu sætan bikarsigur. Elsa segir að það hafi verið rosalega sárt að sjá strákana vera að tapa leiknum eftir alla vinnu vetrarins. „Mér fannst þeir ekki vera lélegir en menn voru orðnir hræddir og stressaðir,“ segir Elsa sem fékk símtal frá fréttamanni skömmu eftir að fagnaðarlátunum í Laugardalshöll lauk. „Hann sagði mér að ræðan væri alls staðar á netinu. Ég spurði hann um hvað hann væri að tala og brunaði svo heim og kíkti á þetta,“ segir Elsa sem fékk áfall við að hlusta á röddina sína. „Ég hef ekki getað horft á þessa klippu,“ segir Elsa og segist hafa langað til að ganga um með hauspoka í vinnunni daginn eftir. Ólíkt því sem ætla mætti hafa leikmenn liðsins oft kvartað við Elsu yfir því að hún sé ekki nógu hörð við þá. „En ég sé það þannig að þú mætir á æfingu af því að þú vilt verða betri. Ég á ekki að þurfa að öskra þig í gang. Ég er þarna til að hjálpa þér en á ekki að þurfa að standa með svipuna á þér.“ Elsa Sæný er í helgarviðtali í Fréttablaðinu í dag. Í viðtalinu minnist Elsa uppeldisáranna á Neskaupstað, andláts föður síns þegar hún var aðeins fimm ára og átta ára keppnisferils í blaki í Danmörku.Viðtalið við Elsu má nálgast hér. Ræðan fræga„Hvað í andskotanum eruð þið að gera? Eruð þið virkilega svona hræddir við að vera hérna og ætla að fara að vinna? Eruð þið hræddir að vera að vinna? Þið vorkennið sjálfum ykkur svo að það er viðbjóður að sjá ykkur spila. Nennið þið að taka ykkur saman í andlitinu!“Myndbrotið má sjá á vef Rúv með því að smella hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sjá meira
Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00