

Innihaldsríkt samstarf skóla og heimila
Það var ekki fyrr en með grunnskólalögum frá 1995 að aðkoma foreldra að skólastarfi varð lögbundin. Stofnuð voru foreldraráð við hvern skóla sem fengu það hlutverk að fjalla um og gefa umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem vörðuðu skólastarfið. Eins og jafnan gerist við grundvallarbreytingar þá eru uppi ýmsar skoðanir um ágæti hlutanna og eins var það við þessa breytingu. Sótt var á og spyrnt á móti til skiptis. SAMFOK gegndi á þessum tíma afar mikilvægu hlutverki og vann ötullega að málefnalegu samstarfi foreldra og grunnskóla borgarinnar. Traust samstarf tókst á milli skólayfirvalda í Reykjavík og SAMFOK og hefur allar götur síðan verið hið ágætasta. Í dag lítur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar á foreldrasamtökin sem helsta bandamann í því sameiginlega verkefni að öllum börnum og ungmennum líði vel, fari stöðugt fram og öðlist menntun fyrir líf og starf.
Áhrif foreldra eru mikil
Margar rannsóknir hafa á liðnum árum verið gerðar á gildi samstarfs skólaforeldra og grunnskóla. Þær hafa leitt í ljós að áhrif foreldra á námsárangur barna eru mun meiri en almennt var talið. Það eru fyrst og fremst umræður á heimilinu og viðhorf foreldra til menntunar og náms sem vega þungt. Þar er verið að tala um væntingar foreldra til barna sinna, áhuga þeirra á daglegu starfi þeirra, skólastarfinu almennt, stuðningi þeirra og hvatningu. Góðir skólaforeldrar hafa ekki aðeins mikil áhrif á námsárangur barna sinna heldur líður börnum þeirra betur í skólanum og þau eiga mun sjaldnar við hegðunarvandamál að etja. Sýnt hefur verið fram á að það sem einkum skilur á milli barna sem vegnar vel í skóla og hinna sem vegnar ekki nægilega vel er hvernig foreldrar þeirra gegna hlutverki sínu sem skólaforeldrar.
Forsenda þess að foreldrar geti rætt um skólastarfið, stutt barnið sitt og haft raunhæfar væntingar er að þeir þekki daglegt skólastarf vel og eigi raunverulega hlutdeild í því. Það nægir ekki að foreldrar séu gestir í skólanum, fái upplýsingar þaðan og taki þátt í félagsstarfinu heldur eiga þeir að upplifa skólann sem samstarfsaðila um velferð barnsins. Skólinn og foreldrar bera sameiginlega ábyrgð.
Eitt mikilvægasta hlutverk skólans er því að finna leiðir til að veita öllum foreldrum hlutdeild í námi barna þeirra á uppbyggilegum forsendum. Mikilvægt er að skólinn horfist í augu við þá staðreynd að hann er hluti fjölmenningarsamfélags í víðum skilningi þess orðs. Fjölskyldur eru ólíkar og hafa ólíkar væntingar og viðhorf til skólans.
Styðjum börnin okkar markvisst
Því hefur verið haldið fram á að skólinn hafi meðvitað eða ómeðvitað haldið foreldrum of mikið utan við allar mikilvægar ákvarðanir og að of margir foreldrar séu þakklátir fyrir að þurfa ekki að hafa of mikil afskipti af skólastarfinu. Ef slíkt verklag er við lýði fá nemendur ekki þann stuðning sem þeir þurfa og enginn getur betur gefið en foreldrar þeirra. Þeir eru sannarlega mikilvægustu stuðningsaðilar barna sinna og þurfa því að eiga virka hlutdeild í skólalífi þeirra.
Í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 er áhersla lögð á foreldrasamstarf sem byggir á lýðræði og fjölbreytni. Markmiðið er að skólaforeldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir. Allir grunnskólar Reykjavíkur setja sér áætlun um samstarf skóla og skólaforeldra til að tryggja að það sé markvisst og í skilgreindum farvegi.
Ég hvet foreldra allra grunnskólabarna og skólafólk til að taka höndum saman og standa vörð um velferð og nám barna og ungmenna í grunnskólum Reykjavíkur.
Á 30 ára afmæli SAMFOK hef ég þær væntingar að innihaldsríkt samstarf skóla og heimila um velferð barna og ungmenna haldi áfram að styrkjast og að foreldrasamtökin og Reykjavíkurborg eigi fyrir höndum farsælt samstarf til langrar framtíðar.
Á þessum tímamótum í starfi SAMFOK vil ég fyrir hönd skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þakka fyrir gefandi samstarf á liðnum árum um leið og ég óska samtökunum velfarnaðar í allri framtíð.
Skoðun

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar