Innihaldsríkt samstarf skóla og heimila Ragnar Þorsteinsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Um þessar mundir eru 30 ár síðan foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík stofnuðu með sér samtök, SAMFOK, með það m.a. að markmiði að standa vörð um réttindi barna til menntunar og beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf. Á stofnárinu 1983 var grunnskólinn rekinn af ríkinu og samstarf skóla og heimila var í þeim formlegu skorðum sem það hafði verið áratugum saman. Skólinn sá um námið og foreldrarnir um uppeldið. Heimanámið var brúin á milli og foreldrafundir voru einu sinni til tvisvar á ári. Það var ekki fyrr en með grunnskólalögum frá 1995 að aðkoma foreldra að skólastarfi varð lögbundin. Stofnuð voru foreldraráð við hvern skóla sem fengu það hlutverk að fjalla um og gefa umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem vörðuðu skólastarfið. Eins og jafnan gerist við grundvallarbreytingar þá eru uppi ýmsar skoðanir um ágæti hlutanna og eins var það við þessa breytingu. Sótt var á og spyrnt á móti til skiptis. SAMFOK gegndi á þessum tíma afar mikilvægu hlutverki og vann ötullega að málefnalegu samstarfi foreldra og grunnskóla borgarinnar. Traust samstarf tókst á milli skólayfirvalda í Reykjavík og SAMFOK og hefur allar götur síðan verið hið ágætasta. Í dag lítur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar á foreldrasamtökin sem helsta bandamann í því sameiginlega verkefni að öllum börnum og ungmennum líði vel, fari stöðugt fram og öðlist menntun fyrir líf og starf.Áhrif foreldra eru mikil Margar rannsóknir hafa á liðnum árum verið gerðar á gildi samstarfs skólaforeldra og grunnskóla. Þær hafa leitt í ljós að áhrif foreldra á námsárangur barna eru mun meiri en almennt var talið. Það eru fyrst og fremst umræður á heimilinu og viðhorf foreldra til menntunar og náms sem vega þungt. Þar er verið að tala um væntingar foreldra til barna sinna, áhuga þeirra á daglegu starfi þeirra, skólastarfinu almennt, stuðningi þeirra og hvatningu. Góðir skólaforeldrar hafa ekki aðeins mikil áhrif á námsárangur barna sinna heldur líður börnum þeirra betur í skólanum og þau eiga mun sjaldnar við hegðunarvandamál að etja. Sýnt hefur verið fram á að það sem einkum skilur á milli barna sem vegnar vel í skóla og hinna sem vegnar ekki nægilega vel er hvernig foreldrar þeirra gegna hlutverki sínu sem skólaforeldrar. Forsenda þess að foreldrar geti rætt um skólastarfið, stutt barnið sitt og haft raunhæfar væntingar er að þeir þekki daglegt skólastarf vel og eigi raunverulega hlutdeild í því. Það nægir ekki að foreldrar séu gestir í skólanum, fái upplýsingar þaðan og taki þátt í félagsstarfinu heldur eiga þeir að upplifa skólann sem samstarfsaðila um velferð barnsins. Skólinn og foreldrar bera sameiginlega ábyrgð. Eitt mikilvægasta hlutverk skólans er því að finna leiðir til að veita öllum foreldrum hlutdeild í námi barna þeirra á uppbyggilegum forsendum. Mikilvægt er að skólinn horfist í augu við þá staðreynd að hann er hluti fjölmenningarsamfélags í víðum skilningi þess orðs. Fjölskyldur eru ólíkar og hafa ólíkar væntingar og viðhorf til skólans.Styðjum börnin okkar markvisst Því hefur verið haldið fram á að skólinn hafi meðvitað eða ómeðvitað haldið foreldrum of mikið utan við allar mikilvægar ákvarðanir og að of margir foreldrar séu þakklátir fyrir að þurfa ekki að hafa of mikil afskipti af skólastarfinu. Ef slíkt verklag er við lýði fá nemendur ekki þann stuðning sem þeir þurfa og enginn getur betur gefið en foreldrar þeirra. Þeir eru sannarlega mikilvægustu stuðningsaðilar barna sinna og þurfa því að eiga virka hlutdeild í skólalífi þeirra. Í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 er áhersla lögð á foreldrasamstarf sem byggir á lýðræði og fjölbreytni. Markmiðið er að skólaforeldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir. Allir grunnskólar Reykjavíkur setja sér áætlun um samstarf skóla og skólaforeldra til að tryggja að það sé markvisst og í skilgreindum farvegi. Ég hvet foreldra allra grunnskólabarna og skólafólk til að taka höndum saman og standa vörð um velferð og nám barna og ungmenna í grunnskólum Reykjavíkur. Á 30 ára afmæli SAMFOK hef ég þær væntingar að innihaldsríkt samstarf skóla og heimila um velferð barna og ungmenna haldi áfram að styrkjast og að foreldrasamtökin og Reykjavíkurborg eigi fyrir höndum farsælt samstarf til langrar framtíðar. Á þessum tímamótum í starfi SAMFOK vil ég fyrir hönd skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þakka fyrir gefandi samstarf á liðnum árum um leið og ég óska samtökunum velfarnaðar í allri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru 30 ár síðan foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík stofnuðu með sér samtök, SAMFOK, með það m.a. að markmiði að standa vörð um réttindi barna til menntunar og beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf. Á stofnárinu 1983 var grunnskólinn rekinn af ríkinu og samstarf skóla og heimila var í þeim formlegu skorðum sem það hafði verið áratugum saman. Skólinn sá um námið og foreldrarnir um uppeldið. Heimanámið var brúin á milli og foreldrafundir voru einu sinni til tvisvar á ári. Það var ekki fyrr en með grunnskólalögum frá 1995 að aðkoma foreldra að skólastarfi varð lögbundin. Stofnuð voru foreldraráð við hvern skóla sem fengu það hlutverk að fjalla um og gefa umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem vörðuðu skólastarfið. Eins og jafnan gerist við grundvallarbreytingar þá eru uppi ýmsar skoðanir um ágæti hlutanna og eins var það við þessa breytingu. Sótt var á og spyrnt á móti til skiptis. SAMFOK gegndi á þessum tíma afar mikilvægu hlutverki og vann ötullega að málefnalegu samstarfi foreldra og grunnskóla borgarinnar. Traust samstarf tókst á milli skólayfirvalda í Reykjavík og SAMFOK og hefur allar götur síðan verið hið ágætasta. Í dag lítur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar á foreldrasamtökin sem helsta bandamann í því sameiginlega verkefni að öllum börnum og ungmennum líði vel, fari stöðugt fram og öðlist menntun fyrir líf og starf.Áhrif foreldra eru mikil Margar rannsóknir hafa á liðnum árum verið gerðar á gildi samstarfs skólaforeldra og grunnskóla. Þær hafa leitt í ljós að áhrif foreldra á námsárangur barna eru mun meiri en almennt var talið. Það eru fyrst og fremst umræður á heimilinu og viðhorf foreldra til menntunar og náms sem vega þungt. Þar er verið að tala um væntingar foreldra til barna sinna, áhuga þeirra á daglegu starfi þeirra, skólastarfinu almennt, stuðningi þeirra og hvatningu. Góðir skólaforeldrar hafa ekki aðeins mikil áhrif á námsárangur barna sinna heldur líður börnum þeirra betur í skólanum og þau eiga mun sjaldnar við hegðunarvandamál að etja. Sýnt hefur verið fram á að það sem einkum skilur á milli barna sem vegnar vel í skóla og hinna sem vegnar ekki nægilega vel er hvernig foreldrar þeirra gegna hlutverki sínu sem skólaforeldrar. Forsenda þess að foreldrar geti rætt um skólastarfið, stutt barnið sitt og haft raunhæfar væntingar er að þeir þekki daglegt skólastarf vel og eigi raunverulega hlutdeild í því. Það nægir ekki að foreldrar séu gestir í skólanum, fái upplýsingar þaðan og taki þátt í félagsstarfinu heldur eiga þeir að upplifa skólann sem samstarfsaðila um velferð barnsins. Skólinn og foreldrar bera sameiginlega ábyrgð. Eitt mikilvægasta hlutverk skólans er því að finna leiðir til að veita öllum foreldrum hlutdeild í námi barna þeirra á uppbyggilegum forsendum. Mikilvægt er að skólinn horfist í augu við þá staðreynd að hann er hluti fjölmenningarsamfélags í víðum skilningi þess orðs. Fjölskyldur eru ólíkar og hafa ólíkar væntingar og viðhorf til skólans.Styðjum börnin okkar markvisst Því hefur verið haldið fram á að skólinn hafi meðvitað eða ómeðvitað haldið foreldrum of mikið utan við allar mikilvægar ákvarðanir og að of margir foreldrar séu þakklátir fyrir að þurfa ekki að hafa of mikil afskipti af skólastarfinu. Ef slíkt verklag er við lýði fá nemendur ekki þann stuðning sem þeir þurfa og enginn getur betur gefið en foreldrar þeirra. Þeir eru sannarlega mikilvægustu stuðningsaðilar barna sinna og þurfa því að eiga virka hlutdeild í skólalífi þeirra. Í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 er áhersla lögð á foreldrasamstarf sem byggir á lýðræði og fjölbreytni. Markmiðið er að skólaforeldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir. Allir grunnskólar Reykjavíkur setja sér áætlun um samstarf skóla og skólaforeldra til að tryggja að það sé markvisst og í skilgreindum farvegi. Ég hvet foreldra allra grunnskólabarna og skólafólk til að taka höndum saman og standa vörð um velferð og nám barna og ungmenna í grunnskólum Reykjavíkur. Á 30 ára afmæli SAMFOK hef ég þær væntingar að innihaldsríkt samstarf skóla og heimila um velferð barna og ungmenna haldi áfram að styrkjast og að foreldrasamtökin og Reykjavíkurborg eigi fyrir höndum farsælt samstarf til langrar framtíðar. Á þessum tímamótum í starfi SAMFOK vil ég fyrir hönd skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þakka fyrir gefandi samstarf á liðnum árum um leið og ég óska samtökunum velfarnaðar í allri framtíð.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun