Kosningar til Alþingis vorið 2013 Ásgrímur Jónasson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Sagan segir að þau hjónin Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir hafi numið land í Reykjavík árið 874. Síðan eru liðin 1.139 ár. Ef við reiknum með því að meðal kynslóðabil sé 25 ár, þá eru það fertugasta og fjórða og fimmta kynslóð Íslendinga, sem ganga að kjörborðinu þann 27. apríl nk. Óvenjumargir möguleikar standa okkur til boða í þessum kosningum og óvenjumikilvægt er nú að vel sé vandað til verka við kjörborðið. Hvers vegna? Jú, nú er ágangur á landgæði og auðlindir orðinn það mikill að tvísýnt er hvort náttúran hefur mikið lengur afl til endurnýjunar. Óvíst er hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á lífríkið og afkomu mannkyns í kjölfarið á þeim. Við Íslendingar ráðum yfir ríkulegum auðlindum sem við höfum ekki hugað nægilega vel að á undanförnum árum. Við höfum misst tökin á fiskveiðistjórnuninni og við höfum valið álframleiðslu sem áhugaverðasta atvinnuveg okkar með því að stýra 75% af raforkuframleiðslu okkar til þess iðnaðar. Og stefnum lengra á þeirri vegferð. Ég tel að tími sé kominn til að að stoppa aðeins við og líta til framtíðar. Ég tel að velferðarmál séu þau mál sem mestu skipta í þessum kosningum. Velferðarmál eru í raun umhyggja fyrir öllu lífi. Gróður, dýralíf, mannlíf. Öll þessi mál eru velferðarmál. En einnig auðlindir þjóðarinnar. Við viljum skila komandi kynslóðum landinu og auðlindum þess í betra ásigkomulagi en við tókum við því. Það eru undirstöður þess, að þær kynslóðir sem taka við landinu, kjósendur framtíðarinnar, lifi sómasamlegu lífi. Ef það á að takast verða þær kynslóðir sem nú nýta gæði landsins og auðlindir þess að gæta hófs. Að fara á svig við álit sérfræðinga getur orðið komandi kynslóðum dýrt. Hræddur er ég um að sú ágæta kona, Sif Friðleifsdóttir, uni því ekki vel skrái sagan hana sem þá sem lagði lífríki Lagarfljóts í rúst. Velferð byggir á heilsu, atvinnu, félagslífi og menningu. Heilsa, atvinna, félagslíf og menning byggja á menntun. Menntun byggir á góðum stjórnarháttum. Góðir stjórnarhættir byggja á lögum. Lög byggja á vel útfærðri stjórnarskrá. Stjórnarskrá byggir á löngun til að gera vel. Allt þetta kostar. Engir greiða þá reikninga aðrir en við sjálf. Þess vegna skil ég ekki þessa sterku þörf til þess að greiða ekki samfélagsleg gjöld. Helstu loforð margra stjórnmálamanna eru að losa fólk við samfélagsleg gjöld, en fara samtímis mjög illa með þá fjármuni sem finna má í ríkiskassanum. Við höfum drög að stjórnarskrá sem er að mati landsmanna vel unnin, af breiðum hópi fólks, með ólíkar skoðanir. Við búum við stjórnarskrá frá 17. júní 1944, sem var hugsuð sem skammtímastjórnarskrá og hefur því verið í endurskoðun síðan þá, án teljandi árangurs þar til nú. Ég óska þess að þær kynslóðir sem koma til með að byggja Ísland næstu 1.139 ár geti notið landsins gæða og geti hugsað til kynslóða 20. og 21. aldarinnar sem þeirra kynslóða sem byggðu undir þá velferð. Vegna þess að stjórnmálamenn allra flokka, þó sér í lagi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, hafa alla tíð dregið lappirnar í þessu máli og þar með laskað starfsemi Alþingis til vandaðra lagasmíða, hef ég ákveðið að styðja þann flokk manna sem stendur fastast að því að ljúka stjórnarskrármálinu. Stjórnarskráin er undirstaða góðs mannlífs. Öll önnur mál eru háð því að vel takist með því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Sagan segir að þau hjónin Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir hafi numið land í Reykjavík árið 874. Síðan eru liðin 1.139 ár. Ef við reiknum með því að meðal kynslóðabil sé 25 ár, þá eru það fertugasta og fjórða og fimmta kynslóð Íslendinga, sem ganga að kjörborðinu þann 27. apríl nk. Óvenjumargir möguleikar standa okkur til boða í þessum kosningum og óvenjumikilvægt er nú að vel sé vandað til verka við kjörborðið. Hvers vegna? Jú, nú er ágangur á landgæði og auðlindir orðinn það mikill að tvísýnt er hvort náttúran hefur mikið lengur afl til endurnýjunar. Óvíst er hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á lífríkið og afkomu mannkyns í kjölfarið á þeim. Við Íslendingar ráðum yfir ríkulegum auðlindum sem við höfum ekki hugað nægilega vel að á undanförnum árum. Við höfum misst tökin á fiskveiðistjórnuninni og við höfum valið álframleiðslu sem áhugaverðasta atvinnuveg okkar með því að stýra 75% af raforkuframleiðslu okkar til þess iðnaðar. Og stefnum lengra á þeirri vegferð. Ég tel að tími sé kominn til að að stoppa aðeins við og líta til framtíðar. Ég tel að velferðarmál séu þau mál sem mestu skipta í þessum kosningum. Velferðarmál eru í raun umhyggja fyrir öllu lífi. Gróður, dýralíf, mannlíf. Öll þessi mál eru velferðarmál. En einnig auðlindir þjóðarinnar. Við viljum skila komandi kynslóðum landinu og auðlindum þess í betra ásigkomulagi en við tókum við því. Það eru undirstöður þess, að þær kynslóðir sem taka við landinu, kjósendur framtíðarinnar, lifi sómasamlegu lífi. Ef það á að takast verða þær kynslóðir sem nú nýta gæði landsins og auðlindir þess að gæta hófs. Að fara á svig við álit sérfræðinga getur orðið komandi kynslóðum dýrt. Hræddur er ég um að sú ágæta kona, Sif Friðleifsdóttir, uni því ekki vel skrái sagan hana sem þá sem lagði lífríki Lagarfljóts í rúst. Velferð byggir á heilsu, atvinnu, félagslífi og menningu. Heilsa, atvinna, félagslíf og menning byggja á menntun. Menntun byggir á góðum stjórnarháttum. Góðir stjórnarhættir byggja á lögum. Lög byggja á vel útfærðri stjórnarskrá. Stjórnarskrá byggir á löngun til að gera vel. Allt þetta kostar. Engir greiða þá reikninga aðrir en við sjálf. Þess vegna skil ég ekki þessa sterku þörf til þess að greiða ekki samfélagsleg gjöld. Helstu loforð margra stjórnmálamanna eru að losa fólk við samfélagsleg gjöld, en fara samtímis mjög illa með þá fjármuni sem finna má í ríkiskassanum. Við höfum drög að stjórnarskrá sem er að mati landsmanna vel unnin, af breiðum hópi fólks, með ólíkar skoðanir. Við búum við stjórnarskrá frá 17. júní 1944, sem var hugsuð sem skammtímastjórnarskrá og hefur því verið í endurskoðun síðan þá, án teljandi árangurs þar til nú. Ég óska þess að þær kynslóðir sem koma til með að byggja Ísland næstu 1.139 ár geti notið landsins gæða og geti hugsað til kynslóða 20. og 21. aldarinnar sem þeirra kynslóða sem byggðu undir þá velferð. Vegna þess að stjórnmálamenn allra flokka, þó sér í lagi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, hafa alla tíð dregið lappirnar í þessu máli og þar með laskað starfsemi Alþingis til vandaðra lagasmíða, hef ég ákveðið að styðja þann flokk manna sem stendur fastast að því að ljúka stjórnarskrármálinu. Stjórnarskráin er undirstaða góðs mannlífs. Öll önnur mál eru háð því að vel takist með því.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun