Aukum ráðstöfunartekjur heimilanna Teitur Björn Einarsson skrifar 18. apríl 2013 07:00 Kosningarnar í lok apríl snúast um hvernig hægt verður að bæta lífskjör fólks í landinu. Brýnustu verkefnin þar eru að taka á skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Þó að ágætis samstaða virðist vera um hvert markmiðið er mun í kosningabaráttunni fram undan verða tekist á um hver sé rétta leiðin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur sem munu bera árangur og sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax. Eitt mikilvægasta skrefið í átt að bættum hag almennings er að lækka skatta. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem gerir lækkun skatta að forgangsatriði á nýju kjörtímabili. Lækkun á tekjuskatti einstaklinga skilar fólki strax hærri ráðstöfunartekjum, sem léttir undir með rekstri heimilanna, og með því að lækka tryggingagjaldið er létt undir með fyrirtækjum að skapa fleiri störf. Samhliða verður að ráðast í umbætur á skattlöggjöfinni með það fyrir augum að gera kerfið gegnsærra og skilvirkara. Mikilvægt skref í þeim aðgerðum er að afnema þrepaskiptingu tekjuskatts og lækka virðisaukaskatt sem jafnframt verði í aðeins í einu þrepi. En er skynsamlegt að lækka skatta þegar staða ríkissjóðs er jafn bágborin og raun ber vitni? Svarið er já – það er beinlínis nauðsynlegt. Fjöldi fólks stendur ekki undir þeirri skattbyrði sem ríkið leggur á herðar þess og komið hefur fram að tæplega helmingur heimila í landinu nær ekki endum saman um mánaðamót. Almenningur var ekki spurður þegar ríkisstjórnin hækkaði skatta og gjöld upp úr öllu valdi hvernig hann gæti skorið niður í sínum heimilisrekstri og forgangsraðað. Ríkið verður rétt eins og heimilin að forgangsraða í sínum rekstri og aðlaga sig að efnahagslegum raunveruleika landsins. Veruleikinn er sá að núverandi skattastefna hamlar verðmætasköpun í samfélaginu og letur fólk til góðra verka. Ríkisvaldið býr ekki til verðmæti heldur fólkið í landinu með atorku sinni og hugviti. Skattheimta hins opinbera verður því að vera hvetjandi svo að skilyrði til verðmætasköpunar séu sem best. Aðeins þannig geta heimilin og fyrirtækin í landinu drifið áfram hagvöxt á öllum sviðum atvinnulífsins svo hið opinbera geti fjármagnað og staðið undir öflugu velferðarkerfi. Um þetta snúast kosningarnar í vor og þess vegna á Sjálfstæðisflokkurinn erindi við kjósendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Kosningarnar í lok apríl snúast um hvernig hægt verður að bæta lífskjör fólks í landinu. Brýnustu verkefnin þar eru að taka á skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Þó að ágætis samstaða virðist vera um hvert markmiðið er mun í kosningabaráttunni fram undan verða tekist á um hver sé rétta leiðin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur sem munu bera árangur og sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax. Eitt mikilvægasta skrefið í átt að bættum hag almennings er að lækka skatta. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem gerir lækkun skatta að forgangsatriði á nýju kjörtímabili. Lækkun á tekjuskatti einstaklinga skilar fólki strax hærri ráðstöfunartekjum, sem léttir undir með rekstri heimilanna, og með því að lækka tryggingagjaldið er létt undir með fyrirtækjum að skapa fleiri störf. Samhliða verður að ráðast í umbætur á skattlöggjöfinni með það fyrir augum að gera kerfið gegnsærra og skilvirkara. Mikilvægt skref í þeim aðgerðum er að afnema þrepaskiptingu tekjuskatts og lækka virðisaukaskatt sem jafnframt verði í aðeins í einu þrepi. En er skynsamlegt að lækka skatta þegar staða ríkissjóðs er jafn bágborin og raun ber vitni? Svarið er já – það er beinlínis nauðsynlegt. Fjöldi fólks stendur ekki undir þeirri skattbyrði sem ríkið leggur á herðar þess og komið hefur fram að tæplega helmingur heimila í landinu nær ekki endum saman um mánaðamót. Almenningur var ekki spurður þegar ríkisstjórnin hækkaði skatta og gjöld upp úr öllu valdi hvernig hann gæti skorið niður í sínum heimilisrekstri og forgangsraðað. Ríkið verður rétt eins og heimilin að forgangsraða í sínum rekstri og aðlaga sig að efnahagslegum raunveruleika landsins. Veruleikinn er sá að núverandi skattastefna hamlar verðmætasköpun í samfélaginu og letur fólk til góðra verka. Ríkisvaldið býr ekki til verðmæti heldur fólkið í landinu með atorku sinni og hugviti. Skattheimta hins opinbera verður því að vera hvetjandi svo að skilyrði til verðmætasköpunar séu sem best. Aðeins þannig geta heimilin og fyrirtækin í landinu drifið áfram hagvöxt á öllum sviðum atvinnulífsins svo hið opinbera geti fjármagnað og staðið undir öflugu velferðarkerfi. Um þetta snúast kosningarnar í vor og þess vegna á Sjálfstæðisflokkurinn erindi við kjósendur.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar