Skoðun

Aðildarviðræðurnar eru á dagskrá

Ásdís J. Rafnar skrifar
Evrópa er á dagskrá í komandi kosningum. Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið (ESB) njóta stuðnings meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Ef þjóðin kýs að sjá samningstillögu og taka síðan afstöðu til hennar er nauðsynlegt að veita þeim flokkum brautargengi sem ekki vilja hindra framgang þeirra.

Það er stjórnmálamanna að leiða þjóðfélagsumræðu, brjóta upp staðnaðar samræður, beina umræðum til framtíðar, draga inn ný viðhorf og hugmyndir. Leggja áherslur á lausnir og gefa kjósendum tækifæri til að skoða málin frá mismunandi hliðum. Það liggja þegar fyrir niðurstöður í 11 málaflokkum í aðildarviðræðunum og enn fleiri málaflokkar hafa verið opnaðir, sjá www.vidraedur.is. Engin efnisleg gagnrýni hefur komið fram á árangur íslensku viðræðunefndanna. Það hefur heldur aldrei komið upp ágreiningur um þá umfangsmiklu lagasetningu frá ESB, sem tekin hefur verið upp einhliða á Íslandi á grundvelli EES samningsins sl. 20 ár.

Þótt mannfólkið sé margbreytilegt að allri gerð þá bæði gagnast og líkar flestum best að ganga sáttir frá borði. Að hætta aðildarviðræðunum viðheldur ágreiningi í samfélaginu um hver samningsniðurstaðan getur orðið, hver framþróun efnahags landsins verður. Íslandi er vandi á höndum. Við hljótum að leita allra leiða til þess að rétta við þjóðarhaginn og reyna að tryggja okkur lífskjör eins og þau eru í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, sem öll eiga aðild að Evrópusambandinu. Kjósum áframhald viðræðna við ESB.




Skoðun

Skoðun

Reykja­vík er höfuð­borg okkar allra

Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar

Skoðun

Ás­laug Arna er fram­tíðin

Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar

Sjá meira


×