Ríó kitlar Kobba Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2013 06:00 Jakob Jóhann á Íslandsmetin í 50, 100 og 200 metra bringusundi bæði í 25 og 50 metra laug. Fréttablaðið/Anton Fjarvera Jakobs Jóhanns Sveinssonar á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug um liðna helgi vakti athygli. Sundmaðurinn þrítugi hefur verið fastagestur á mótinu frá unga aldri en nú gengur skólinn fyrir. „Hefði ég ekki verið svo upptekinn í skólanum hefði örugglega verið skrítið að sitja heima og gera ekki neitt,“ segir Jakob sem nemur umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. Hann er í skólanum allan daginn en heldur sér þó í góðu formi. „Ég lyfti þrisvar í viku, syndi þrisvar í viku og fer í fimleika þrisvar í viku,“ segir Jakob en leggur áherslu á að hann sé bara að leika sér. Hvernig níu æfingar í viku geti flokkast sem leikur er líklega erfitt fyrir alla að skilja nema þá sem þekkja til Jakobs. Agi og metnaður hafa einkennt hans sundferil enda er hann einn fimm Íslendinga sem farið hafa fjórum sinnum á Ólympíuleika fyrir Íslands hönd. Heyrst hefur að Jakob Jóhann stefni ótrauður á leikana í Ríó 2016 en hann vill þó spara yfirlýsingarnar að sinni. „Ég hef sagt það en ég er að sjá til. Það er mjög freistandi að fara þangað,“ segir Jakob. Hann er að skoða hvernig hann geti æft öðruvísi fram að leikunum. Hvað hann geti gert betur og sækir í reynslubanka íþróttafólks í sundinu, lyftingunum og fimleikunum í þeim tilgangi. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk hættir, að það hugsar hvernig það hefði getað gert hlutina öðruvísi,“ segir Jakob. Hann viðurkennir að það kitli að verða fyrsti Íslendingurinn til að fara á fimm Ólympíuleika. Hann myndi ekki aðeins skrá sig í sögubækurnar hér á landi því aðeins sjö sundmenn og sex sundkonur hafa farið svo oft á leikana. „Nú hugsar maður bara um skólann. Ef hann gengur vel getur maður haldið áfram,“ segir Jakob, sem hefur tekið einn og einn áfanga í náminu undanfarin ár. Nú er hann svo gott sem búinn með námsefni fyrsta ársins og í fullu námi á öðru ári. Hann stefnir á að klára umhverfisverkfræðina og fara í meistaranám í landslagsskipulagi. Sundið er þó langt í frá komið á hilluna. „Þegar maður er að hvíla sig getur maður séð alla þá hluti sem maður gæti gert betur.“ Sund Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Fjarvera Jakobs Jóhanns Sveinssonar á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug um liðna helgi vakti athygli. Sundmaðurinn þrítugi hefur verið fastagestur á mótinu frá unga aldri en nú gengur skólinn fyrir. „Hefði ég ekki verið svo upptekinn í skólanum hefði örugglega verið skrítið að sitja heima og gera ekki neitt,“ segir Jakob sem nemur umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. Hann er í skólanum allan daginn en heldur sér þó í góðu formi. „Ég lyfti þrisvar í viku, syndi þrisvar í viku og fer í fimleika þrisvar í viku,“ segir Jakob en leggur áherslu á að hann sé bara að leika sér. Hvernig níu æfingar í viku geti flokkast sem leikur er líklega erfitt fyrir alla að skilja nema þá sem þekkja til Jakobs. Agi og metnaður hafa einkennt hans sundferil enda er hann einn fimm Íslendinga sem farið hafa fjórum sinnum á Ólympíuleika fyrir Íslands hönd. Heyrst hefur að Jakob Jóhann stefni ótrauður á leikana í Ríó 2016 en hann vill þó spara yfirlýsingarnar að sinni. „Ég hef sagt það en ég er að sjá til. Það er mjög freistandi að fara þangað,“ segir Jakob. Hann er að skoða hvernig hann geti æft öðruvísi fram að leikunum. Hvað hann geti gert betur og sækir í reynslubanka íþróttafólks í sundinu, lyftingunum og fimleikunum í þeim tilgangi. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk hættir, að það hugsar hvernig það hefði getað gert hlutina öðruvísi,“ segir Jakob. Hann viðurkennir að það kitli að verða fyrsti Íslendingurinn til að fara á fimm Ólympíuleika. Hann myndi ekki aðeins skrá sig í sögubækurnar hér á landi því aðeins sjö sundmenn og sex sundkonur hafa farið svo oft á leikana. „Nú hugsar maður bara um skólann. Ef hann gengur vel getur maður haldið áfram,“ segir Jakob, sem hefur tekið einn og einn áfanga í náminu undanfarin ár. Nú er hann svo gott sem búinn með námsefni fyrsta ársins og í fullu námi á öðru ári. Hann stefnir á að klára umhverfisverkfræðina og fara í meistaranám í landslagsskipulagi. Sundið er þó langt í frá komið á hilluna. „Þegar maður er að hvíla sig getur maður séð alla þá hluti sem maður gæti gert betur.“
Sund Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira