Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs á oddinn Katrín Jakobsdóttir skrifar 17. apríl 2013 06:00 Eitt af mikilvægustu málunum sem kosið verður um nú í vor er framtíð skólastarfs á Íslandi. Vinstri græn setja það mál á oddinn og hafa kynnt áætlun um hvernig aukið fé verður tryggt til uppbyggingar skólakerfisins á næsta kjörtímabili. Framhaldsskólarnir hafa búið við erfið kjör seinustu ár. Starfsmenn þeirra hafa líka sýnt mikinn skilning og langlundargeð því að fjármagn hefur ekki fylgt nýjum framhaldsskólalögum sem voru samþykkt áður en núverandi ríkisstjórn tók við. Á sama tíma hafa framhaldsskólarnir opnað dyr sínar fyrir fólki sem ákveðið hefur að sækja sér menntun á krepputímum, t.d. vegna atvinnumissis. Á næstu árum verður hins vegar lag að bæta úr þessu og efla framhaldsskólana. Í skólunum vinnur öflugt fagfólk sem á skilið að njóta betri kjara og það er okkar ábyrgð að lyfta kennarastéttinni ef okkur er annt um menntun íslenskra barna og ungmenna. Íslenskir háskólar hafa ekki heldur farið varhluta af aðhaldi í ríkisrekstri eins og kom meðal annars fram í fréttum á dögunum um að sárafá akademísk störf hafi bæst við hjá Háskóla Íslands þó að fjölgun nemenda nemi þúsundum. Fyrir hrun var íslenska háskólakerfið vanfjármagnað í alþjóðlegum samanburði þannig að það var ekki búið undir slíkar efnahagsþrengingar en um leið má segja að íslenskir háskólamenn hafi staðið vaktina, opnað dyr sínar og haldið áfram að skila miklum árangri í kennslu og rannsóknum.Forgangsraðað Á undanförnum árum höfum við forgangsraðað þannig í þágu menntunar að sá óumflýjanlegi niðurskurður sem ráðast þurfti í hefur verið hlutfallslega minni en í öðrum málaflokkum. Þá hafa óreglulegar tekjur, til dæmis af veiðigjaldi á útgerðarfyrirtæki, verið nýttar til að efla rannsóknir og nýsköpun. Þetta hefur verið varnarbarátta en nú viljum við blása til sóknar. Nú þegar sér fyrir endann á fjárlagahallanum er svigrúm til sóknar. Vinstri – græn hafa lagt fram raunhæfa og ábyrga ríkisfjármálaáætlun til næstu fjögurra ára sem byggist á því að viðhalda stöðugleika, auknum arði þjóðarinnar af auðlindum, engum skattahækkunum og spá Hagstofunnar um rúmlega tveggja prósenta hagvöxt. Þessi stefna skapar 50 til 60 milljarða svigrúm á næstu árum og þá skiptir máli að forgangsraða. Við viljum nýta þetta svigrúm til að efla velferð, heilbrigðisþjónustu og menntun. Kjósendur geta nú valið um forgangsröðun ólíkra flokka. Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs í landinu og eflingu velferðarkerfisins á oddinn. Okkur finnst kominn tími til að menntakerfið og velferðarkerfið njóti árangursins af erfiði undanfarinna ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu málunum sem kosið verður um nú í vor er framtíð skólastarfs á Íslandi. Vinstri græn setja það mál á oddinn og hafa kynnt áætlun um hvernig aukið fé verður tryggt til uppbyggingar skólakerfisins á næsta kjörtímabili. Framhaldsskólarnir hafa búið við erfið kjör seinustu ár. Starfsmenn þeirra hafa líka sýnt mikinn skilning og langlundargeð því að fjármagn hefur ekki fylgt nýjum framhaldsskólalögum sem voru samþykkt áður en núverandi ríkisstjórn tók við. Á sama tíma hafa framhaldsskólarnir opnað dyr sínar fyrir fólki sem ákveðið hefur að sækja sér menntun á krepputímum, t.d. vegna atvinnumissis. Á næstu árum verður hins vegar lag að bæta úr þessu og efla framhaldsskólana. Í skólunum vinnur öflugt fagfólk sem á skilið að njóta betri kjara og það er okkar ábyrgð að lyfta kennarastéttinni ef okkur er annt um menntun íslenskra barna og ungmenna. Íslenskir háskólar hafa ekki heldur farið varhluta af aðhaldi í ríkisrekstri eins og kom meðal annars fram í fréttum á dögunum um að sárafá akademísk störf hafi bæst við hjá Háskóla Íslands þó að fjölgun nemenda nemi þúsundum. Fyrir hrun var íslenska háskólakerfið vanfjármagnað í alþjóðlegum samanburði þannig að það var ekki búið undir slíkar efnahagsþrengingar en um leið má segja að íslenskir háskólamenn hafi staðið vaktina, opnað dyr sínar og haldið áfram að skila miklum árangri í kennslu og rannsóknum.Forgangsraðað Á undanförnum árum höfum við forgangsraðað þannig í þágu menntunar að sá óumflýjanlegi niðurskurður sem ráðast þurfti í hefur verið hlutfallslega minni en í öðrum málaflokkum. Þá hafa óreglulegar tekjur, til dæmis af veiðigjaldi á útgerðarfyrirtæki, verið nýttar til að efla rannsóknir og nýsköpun. Þetta hefur verið varnarbarátta en nú viljum við blása til sóknar. Nú þegar sér fyrir endann á fjárlagahallanum er svigrúm til sóknar. Vinstri – græn hafa lagt fram raunhæfa og ábyrga ríkisfjármálaáætlun til næstu fjögurra ára sem byggist á því að viðhalda stöðugleika, auknum arði þjóðarinnar af auðlindum, engum skattahækkunum og spá Hagstofunnar um rúmlega tveggja prósenta hagvöxt. Þessi stefna skapar 50 til 60 milljarða svigrúm á næstu árum og þá skiptir máli að forgangsraða. Við viljum nýta þetta svigrúm til að efla velferð, heilbrigðisþjónustu og menntun. Kjósendur geta nú valið um forgangsröðun ólíkra flokka. Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs í landinu og eflingu velferðarkerfisins á oddinn. Okkur finnst kominn tími til að menntakerfið og velferðarkerfið njóti árangursins af erfiði undanfarinna ára.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun