Skattlagning á banka fyrir skuldara Össur Skarphéðinsson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi bjó til tvenns konar tæki sem skapa ríkinu afar sterka stöðu í nauðasamningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Þau fólust í framlengingu gjaldeyrishafta sem koma í veg fyrir að kröfuhafar geti farið með gjaldeyri út úr landinu. Hitt tækið er samþykkt Alþingis um að gjaldeyriseign búanna færi undir höftin. Athyglisvert var að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn treystu sér til að styðja þessi lög í fyrstu atrennu. Ríkisstjórnin ætlaði að nota þetta svigrúm, sem getur a.m.k. orðið frá 100-350 milljörðum, ef 200 milljarða krónueign bankanna er talin með, til að eyða kvikum krónum og lækka skuldir ríkisins um allt að 20%. Miklu skiptir að í kjölfarið yrði þá tiltölulega fljótt hægt að afnema gjaldeyrishöftin – jafnvel innan árs frá lokum samninga. Þar með væri rutt úr vegi helstu hindrun til að Ísland gæti farið beint inn í ERM II þegar aðild að ESB yrði samþykkt. Um leið væri krónan komin í skjól og drægi stórlega úr áhrifum verðtryggingar. Lokun á nauðasamningum gæti hins vegar tekið langan tíma. Í því ljósi gæti verið innistæðulítið að lofa skuldurum skjótri úrlausn. Það gera hins vegar Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn. Ég er hins vegar efins um að það sé hægt gegnum nauðasamninga að skapa nógu mikið svigrúm nógu fljótt til að geta staðið við loforðin sem Framsóknarflokkurinn og Sigmundur hafa gefið. Ég tel líka að aðferð hans kalli fram mikla verðbólgu sem mun éta upp ávinning skuldaranna af þessari einskiptisaðgerð.Skattleggjum bankagróðann Þess vegna vil ég fara aðra leið. Hún felst í tvennu. Annars vegar að skattleggja tímabundið ofsagróða bankanna. Þeir hafa frá upphafi haft hagnað upp á 260 milljarða, og bara á síðasta ári var hann 66 milljarðar. Bankarnir eru ýmist í eigu ríkisins eða kröfuhafa. Ég vil með lögum láta þá borga 15 milljarða árlegan skatt á ofsagróða sinn í fimm ár. Sömuleiðis vil ég að sérstakur skattur upp á 0,1285% af öllum skuldum fjármálafyrirtækja verði líka látinn ná yfir fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Það gæfi tekjur upp á um 13 milljarða á ári. Næði þetta fram að ganga gæti þessi tvíþætta skattlagning á bankana skapað rými upp á 140 milljarða. Þetta gæti verið til ráðstöfunar til að fjármagna aðgerðir til að rétta hlut þeirra sem fóru verst út úr hruninu. Í kjölfarið vil ég svo nota svigrúmið sem skapast við nauðasamninga til að greiða niður skuldir ríkisins, lækka þær um 20%, og afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst í kjölfarið. Um þetta hljótum við Sigmundur að geta verið sammála. Þetta nær markmiðum okkar beggja um lausn fyrir illa stadda skuldara frá bóluárunum fyrir hrun, lækkar skuldir ríkisins um 20% og gerir okkur kleift að afnema gjaldeyrishöftin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi bjó til tvenns konar tæki sem skapa ríkinu afar sterka stöðu í nauðasamningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Þau fólust í framlengingu gjaldeyrishafta sem koma í veg fyrir að kröfuhafar geti farið með gjaldeyri út úr landinu. Hitt tækið er samþykkt Alþingis um að gjaldeyriseign búanna færi undir höftin. Athyglisvert var að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn treystu sér til að styðja þessi lög í fyrstu atrennu. Ríkisstjórnin ætlaði að nota þetta svigrúm, sem getur a.m.k. orðið frá 100-350 milljörðum, ef 200 milljarða krónueign bankanna er talin með, til að eyða kvikum krónum og lækka skuldir ríkisins um allt að 20%. Miklu skiptir að í kjölfarið yrði þá tiltölulega fljótt hægt að afnema gjaldeyrishöftin – jafnvel innan árs frá lokum samninga. Þar með væri rutt úr vegi helstu hindrun til að Ísland gæti farið beint inn í ERM II þegar aðild að ESB yrði samþykkt. Um leið væri krónan komin í skjól og drægi stórlega úr áhrifum verðtryggingar. Lokun á nauðasamningum gæti hins vegar tekið langan tíma. Í því ljósi gæti verið innistæðulítið að lofa skuldurum skjótri úrlausn. Það gera hins vegar Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn. Ég er hins vegar efins um að það sé hægt gegnum nauðasamninga að skapa nógu mikið svigrúm nógu fljótt til að geta staðið við loforðin sem Framsóknarflokkurinn og Sigmundur hafa gefið. Ég tel líka að aðferð hans kalli fram mikla verðbólgu sem mun éta upp ávinning skuldaranna af þessari einskiptisaðgerð.Skattleggjum bankagróðann Þess vegna vil ég fara aðra leið. Hún felst í tvennu. Annars vegar að skattleggja tímabundið ofsagróða bankanna. Þeir hafa frá upphafi haft hagnað upp á 260 milljarða, og bara á síðasta ári var hann 66 milljarðar. Bankarnir eru ýmist í eigu ríkisins eða kröfuhafa. Ég vil með lögum láta þá borga 15 milljarða árlegan skatt á ofsagróða sinn í fimm ár. Sömuleiðis vil ég að sérstakur skattur upp á 0,1285% af öllum skuldum fjármálafyrirtækja verði líka látinn ná yfir fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Það gæfi tekjur upp á um 13 milljarða á ári. Næði þetta fram að ganga gæti þessi tvíþætta skattlagning á bankana skapað rými upp á 140 milljarða. Þetta gæti verið til ráðstöfunar til að fjármagna aðgerðir til að rétta hlut þeirra sem fóru verst út úr hruninu. Í kjölfarið vil ég svo nota svigrúmið sem skapast við nauðasamninga til að greiða niður skuldir ríkisins, lækka þær um 20%, og afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst í kjölfarið. Um þetta hljótum við Sigmundur að geta verið sammála. Þetta nær markmiðum okkar beggja um lausn fyrir illa stadda skuldara frá bóluárunum fyrir hrun, lækkar skuldir ríkisins um 20% og gerir okkur kleift að afnema gjaldeyrishöftin.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun