Hiti skiptir sköpum 13. apríl 2013 06:00 Jóhanna er ein fjögurra aðalkennara hjá jógakeðjunni Absolute Yoga Academy sem er vel þekkt í alþjóðlega jógaheiminum og rekur útibú í Asíu og Evrópu. Senn heldur hún utan í annað sinn til að kenna fimmtíu kennurum hvaðanæva að úr heiminum að kenna heitt jóga. Mynd/Valli Jóhanna Karlsdóttir kynnti heitt jóga fyrir Íslendingum árið 2009. Hún kennir í heitasta sal landsins í Sporthúsinu og miðlar nú fræðunum um víða veröld. „Heitt jóga er einfaldara en marga grunar og allir geta stundað það á sínum styrk og með sama árangri,“ segir Jóhanna sem komst fyrst á snoðir um heitt jóga þegar hún dvaldi í heilsulind á Taílandi. „Þá starfaði ég á verkfræðistofu en féll kylliflöt í fyrsta tímanum og ákvað tveimur árum síðar að fara utan til Taílands til að verða fullnuma í kennslu heits jóga,“ útskýrir Jóhanna. Hún segir hátt hitastig við ástundun æfinga skipta sköpum fyrir aukna hreyfigetu. „Kjörhitastig í sal fyrir heitt jóga er 38 til 40 gráður á Celsíus. Æfingar og stöður í heitu jóga hafa verið stundaðar í þúsundir ára og miða að því að beita líkamanum rétt, liðka liðamót og styrkja alla vöðvaflokka til jafns, sérstaklega djúpvöðva sem liggja að beinagrind. Því fá margir bót meina sinna í heitu jóga sem beitt hafa líkama sínum rangt,“ segir Jóhanna sem var sjálf illa haldin af verkjum í mjóbaki en hefur ekki kennt sér meins eftir að hún fór að stunda heitt jóga. „Byrjendur jafnt sem lengra komnir geta sótt tíma í heitu jóga því hver og einn gerir líkamsstöður eftir eigin mætti. Ég legg ríka áherslu á rétta öndun sem þarf að vera hæg og djúp. Í hitanum opnast æðakerfi líkamans betur og við það eykst súrefnisflæði til allra vöðvahópa sem svo enn eykur á árangur og virkni æfinga.“ Jóhanna á og rekur fyrirtækið Hot Yoga ehf. í Sporthúsinu. Þar fer kennslan fram í heitasta og fyrsta sérútbúna sal landsins fyrir heitt jóga. „Ávinningur þess að ástunda heitt jóga er víðtækur og með því að hugsa inn á við verður maður meðvitaðri um eigin líkama. Þá flokkast heitt jóga undir hámarksbrennslu og stendur á pari við útihlaup og sund sem er mesta brennslan. Upplifunin er mikil og einstök vellíðan sem fylgir endorfínframleiðslu líkamans við áreynslu í heitu jóga. Maður sér hvað öllum líður dásamlega eftir æfingar og ánægjulegt að sjá muninn á andlitunum fyrir og eftir æfingu,“ segir Jóhanna og brosir. „Áhrifin eru mikil og góð í heitu jóga, bæði á líkama og sál.“Sjá nánar á hotyoga.is og absoluteyogaacademy.com. Heilsa Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Jóhanna Karlsdóttir kynnti heitt jóga fyrir Íslendingum árið 2009. Hún kennir í heitasta sal landsins í Sporthúsinu og miðlar nú fræðunum um víða veröld. „Heitt jóga er einfaldara en marga grunar og allir geta stundað það á sínum styrk og með sama árangri,“ segir Jóhanna sem komst fyrst á snoðir um heitt jóga þegar hún dvaldi í heilsulind á Taílandi. „Þá starfaði ég á verkfræðistofu en féll kylliflöt í fyrsta tímanum og ákvað tveimur árum síðar að fara utan til Taílands til að verða fullnuma í kennslu heits jóga,“ útskýrir Jóhanna. Hún segir hátt hitastig við ástundun æfinga skipta sköpum fyrir aukna hreyfigetu. „Kjörhitastig í sal fyrir heitt jóga er 38 til 40 gráður á Celsíus. Æfingar og stöður í heitu jóga hafa verið stundaðar í þúsundir ára og miða að því að beita líkamanum rétt, liðka liðamót og styrkja alla vöðvaflokka til jafns, sérstaklega djúpvöðva sem liggja að beinagrind. Því fá margir bót meina sinna í heitu jóga sem beitt hafa líkama sínum rangt,“ segir Jóhanna sem var sjálf illa haldin af verkjum í mjóbaki en hefur ekki kennt sér meins eftir að hún fór að stunda heitt jóga. „Byrjendur jafnt sem lengra komnir geta sótt tíma í heitu jóga því hver og einn gerir líkamsstöður eftir eigin mætti. Ég legg ríka áherslu á rétta öndun sem þarf að vera hæg og djúp. Í hitanum opnast æðakerfi líkamans betur og við það eykst súrefnisflæði til allra vöðvahópa sem svo enn eykur á árangur og virkni æfinga.“ Jóhanna á og rekur fyrirtækið Hot Yoga ehf. í Sporthúsinu. Þar fer kennslan fram í heitasta og fyrsta sérútbúna sal landsins fyrir heitt jóga. „Ávinningur þess að ástunda heitt jóga er víðtækur og með því að hugsa inn á við verður maður meðvitaðri um eigin líkama. Þá flokkast heitt jóga undir hámarksbrennslu og stendur á pari við útihlaup og sund sem er mesta brennslan. Upplifunin er mikil og einstök vellíðan sem fylgir endorfínframleiðslu líkamans við áreynslu í heitu jóga. Maður sér hvað öllum líður dásamlega eftir æfingar og ánægjulegt að sjá muninn á andlitunum fyrir og eftir æfingu,“ segir Jóhanna og brosir. „Áhrifin eru mikil og góð í heitu jóga, bæði á líkama og sál.“Sjá nánar á hotyoga.is og absoluteyogaacademy.com.
Heilsa Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira