Viðskipti erlent

New York í stríð gegn eftirlíkingum

Samkvæmt nýju lagafrumvarpi í New York getur það varðast við fangelsisvist að kaupa eftirlíkingu þar í borg.
Samkvæmt nýju lagafrumvarpi í New York getur það varðast við fangelsisvist að kaupa eftirlíkingu þar í borg. Nordicphotos/Getty
Að kaupa sér eftirlíkingu af hönnunarvöru í New York gæti reynst dýrkeypt gaman ef ný lög taka gildi þar í borg á næstunni.

Borgarstjórnarmeðlimurinn Margaret Chin er upphafsmaður lagafrumvarpsins en hún vill uppræta sölu eftirlíkinganna sem eru mjög útbreiddar í New York. Allir sem gerast sekir um meðvituð kaup af eftirlíkingum, eins og segir í frumvarpinu, gætu því átt yfir höfði sér eins árs fangelsi og sekt upp á 120 þúsund íslenskar krónur.

Þrátt fyrir að vera ólöglegt eru markaðir og búðir úti um allt í New York sem sérhæfa sig í eftirlíkingum og er það eilífur hausverkur fyrir stóru tískuhúsin. Það borgar sig því að hugsa sig tvisvar um áður en látið er freistast af ódýrri eftirlíkingu af uppáhaldstöskunni því að það gæti að lokum reynst betra fyrir budduna að spara fyrir alvöru gripnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×