Rapparastríð leiðir til ákæru gegn Móra Stígur Helgason skrifar 9. apríl 2013 00:01 Erpur ræðir við lögreglumann rétt eftir atvikið. Fréttablaðið/Vilhelm Atlaga rapparans Móra að Erpi Eyvindarsyni, kollega hans í rappinu, þegar þeir voru á leið saman í útvarpsviðtal hefur nú getið af sér ákæru rúmum þremur árum eftir atvikið. Móri, sem heitir réttu nafni Magnús Ómarsson, hefur verið ákærður fyrir að hóta Erpi með því að elta hann um húsnæði útvarpssviðs 365 vopnaður hnífi og vekja með því hjá Erpi ótta um líf sitt og heilbrigði. Móri hafði meðferðis rafbyssu, sem er ólöglegt, og er því jafnframt ákærður fyrir vopnalagabrot. Það var síðdegis mánudaginn 15. febrúar 2010 sem Móri mætti á útvarpssvið 365, vopnaður hnífnum og rafbyssunni og með stóran doberman-hund sér við hlið. Hann var á leið í viðtal í þættinum Harmageddon á X-inu ásamt Erpi, þar sem þeir hugðust grafa stríðsöxina í beinni útsendingu eftir opinberar skærur sem höfðu staðið nokkra hríð, meðal annars um hvor þeirra væri meiri frumkvöðull á rappsviðinu. Móri réðst hins vegar beint að Erpi, dró upp hnífinn og elti hann um gólfið. Erpur varðist honum með skúringamoppu og stökkti honum að lokum á flótta. Lögregla var kvödd til, Móri gaf sig fram skömmu síðar og eðlilega varð lítið úr fyrirhugaðri sátt.Hér á sjónvarpsvef Vísis má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá 2010. Málið hefur síðan velkst í kerfinu í þrjú ár. Lögregla felldi málið niður eftir stutta rannsókn og skýrði þá ákvörðun þannig að líklega hefði verið um sviðsettan atburð að ræða. Lögmaður Erps, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sætti sig ekki við þann rökstuðning og kærði ákvörðunina til Ríkissaksóknara, sem fór fram á það seint á árinu 2011 að lögregla rannsakaði málið til hlítar. Málið var þá tekið upp á nýjan leik og sú rannsókn hefur nú leitt til ákærunnar. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl.Atlagan náðist á öryggismyndavél. Hér sést Móri, fyrir miðju, elta Erp, til vinstri. Á eftir fylgir Frosti Logason, annar umsjónarmanna Harmagedddon.Magnús Ómarsson, Móri, gaf út samnefnda plötu árið 2002 sem náði miklum vinsældum og innihélt meðal annars lagið Atvinnukrimmi. Nýverið sendi hann frá sér lagið Vaknið!, það fyrsta í rúman áratug. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Atlaga rapparans Móra að Erpi Eyvindarsyni, kollega hans í rappinu, þegar þeir voru á leið saman í útvarpsviðtal hefur nú getið af sér ákæru rúmum þremur árum eftir atvikið. Móri, sem heitir réttu nafni Magnús Ómarsson, hefur verið ákærður fyrir að hóta Erpi með því að elta hann um húsnæði útvarpssviðs 365 vopnaður hnífi og vekja með því hjá Erpi ótta um líf sitt og heilbrigði. Móri hafði meðferðis rafbyssu, sem er ólöglegt, og er því jafnframt ákærður fyrir vopnalagabrot. Það var síðdegis mánudaginn 15. febrúar 2010 sem Móri mætti á útvarpssvið 365, vopnaður hnífnum og rafbyssunni og með stóran doberman-hund sér við hlið. Hann var á leið í viðtal í þættinum Harmageddon á X-inu ásamt Erpi, þar sem þeir hugðust grafa stríðsöxina í beinni útsendingu eftir opinberar skærur sem höfðu staðið nokkra hríð, meðal annars um hvor þeirra væri meiri frumkvöðull á rappsviðinu. Móri réðst hins vegar beint að Erpi, dró upp hnífinn og elti hann um gólfið. Erpur varðist honum með skúringamoppu og stökkti honum að lokum á flótta. Lögregla var kvödd til, Móri gaf sig fram skömmu síðar og eðlilega varð lítið úr fyrirhugaðri sátt.Hér á sjónvarpsvef Vísis má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá 2010. Málið hefur síðan velkst í kerfinu í þrjú ár. Lögregla felldi málið niður eftir stutta rannsókn og skýrði þá ákvörðun þannig að líklega hefði verið um sviðsettan atburð að ræða. Lögmaður Erps, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sætti sig ekki við þann rökstuðning og kærði ákvörðunina til Ríkissaksóknara, sem fór fram á það seint á árinu 2011 að lögregla rannsakaði málið til hlítar. Málið var þá tekið upp á nýjan leik og sú rannsókn hefur nú leitt til ákærunnar. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl.Atlagan náðist á öryggismyndavél. Hér sést Móri, fyrir miðju, elta Erp, til vinstri. Á eftir fylgir Frosti Logason, annar umsjónarmanna Harmagedddon.Magnús Ómarsson, Móri, gaf út samnefnda plötu árið 2002 sem náði miklum vinsældum og innihélt meðal annars lagið Atvinnukrimmi. Nýverið sendi hann frá sér lagið Vaknið!, það fyrsta í rúman áratug.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira