Vinstri menn og atvinnulífið Margrét K. Sverrisdóttir skrifar 8. apríl 2013 06:00 Nú, þegar kosningar til Alþingis nálgast óðfluga, fara ýmsar gamlar draugasögur á kreik. Ein klisjan er sú, að vinstri menn séu andsnúnir eflingu atvinnulífsins, kunni ekki að fara með opinbert fé og leggi ekki næga alúð við að laða erlent fjármagn að landinu. Núverandi ríkisstjórn hefur mótað atvinnustefnu þar sem hugvit og sköpunarkraftur atvinnulífsins er í forgrunni. Atvinnustefnu sem styður við stofnun og vöxt fyrirtækja m.a. með endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar, stóreflingu samkeppnissjóða og lagaramma um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Þá var komið á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar sem hafa laðað erlenda kvikmyndagerðarmenn að landinu og stórbætt hag innlendrar kvikmyndagerðar. Einnig var hrundið í framkvæmd stórátaki á sviði ferðaþjónustu sem hefur skilað öflugri ferðaiðnaði en nokkru sinni fyrr. Þetta tókst þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður eftir hrun. Traustur gjaldmiðill nauðsynlegur Við viljum sannarlega efla frjálst og skapandi atvinnulíf en til þess að það geti orðið þurfum við öflugri gjaldmiðil. Það, að við búum við ónýta krónu og gjaldeyrishöft, er ekki eitthvað sem ríkisstjórnin valdi sér, heldur afleiðing af óstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um árabil. Ríkisstjórnin hefur líka unnið hörðum höndum að því á þessu kjörtímabili að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í auðlindum landsins með nýrri, endurskoðaðri stjórnarskrá sem stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið í heljargreipum að undanförnu af því að þeir flokkar standa vörð um sérhagsmuni en ekki hagsmuni almennings í landinu. Ríkisstjórnin setti lög sem bönnuðu varanlegt framsal orkuauðlinda í eigu ríkis og sveitarfélaga og mótaði orkustefnu fyrir Ísland. Við viljum tryggja að þjóðin sjálf fái varanleg yfirráð yfir auðlindum og að arðurinn renni til eflingar velferðarsamfélags og fjölbreytts atvinnulífs. Við leggjum árangur ríkisstjórnar velferðar og jafnaðar fyrir íslensku þjóðina í þessum kosningum. Ríkisstjórnar sem hefur verið ábyrg og traust og tókst að koma á efnahagslegum stöðugleika og ná tökum á ríkisfjármálunum við einhverjar erfiðustu efnahagsaðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur þurft að kljást við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Nú, þegar kosningar til Alþingis nálgast óðfluga, fara ýmsar gamlar draugasögur á kreik. Ein klisjan er sú, að vinstri menn séu andsnúnir eflingu atvinnulífsins, kunni ekki að fara með opinbert fé og leggi ekki næga alúð við að laða erlent fjármagn að landinu. Núverandi ríkisstjórn hefur mótað atvinnustefnu þar sem hugvit og sköpunarkraftur atvinnulífsins er í forgrunni. Atvinnustefnu sem styður við stofnun og vöxt fyrirtækja m.a. með endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar, stóreflingu samkeppnissjóða og lagaramma um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Þá var komið á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar sem hafa laðað erlenda kvikmyndagerðarmenn að landinu og stórbætt hag innlendrar kvikmyndagerðar. Einnig var hrundið í framkvæmd stórátaki á sviði ferðaþjónustu sem hefur skilað öflugri ferðaiðnaði en nokkru sinni fyrr. Þetta tókst þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður eftir hrun. Traustur gjaldmiðill nauðsynlegur Við viljum sannarlega efla frjálst og skapandi atvinnulíf en til þess að það geti orðið þurfum við öflugri gjaldmiðil. Það, að við búum við ónýta krónu og gjaldeyrishöft, er ekki eitthvað sem ríkisstjórnin valdi sér, heldur afleiðing af óstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um árabil. Ríkisstjórnin hefur líka unnið hörðum höndum að því á þessu kjörtímabili að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í auðlindum landsins með nýrri, endurskoðaðri stjórnarskrá sem stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið í heljargreipum að undanförnu af því að þeir flokkar standa vörð um sérhagsmuni en ekki hagsmuni almennings í landinu. Ríkisstjórnin setti lög sem bönnuðu varanlegt framsal orkuauðlinda í eigu ríkis og sveitarfélaga og mótaði orkustefnu fyrir Ísland. Við viljum tryggja að þjóðin sjálf fái varanleg yfirráð yfir auðlindum og að arðurinn renni til eflingar velferðarsamfélags og fjölbreytts atvinnulífs. Við leggjum árangur ríkisstjórnar velferðar og jafnaðar fyrir íslensku þjóðina í þessum kosningum. Ríkisstjórnar sem hefur verið ábyrg og traust og tókst að koma á efnahagslegum stöðugleika og ná tökum á ríkisfjármálunum við einhverjar erfiðustu efnahagsaðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur þurft að kljást við.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun