Er Ísland eyland? Gunnar Skúli Ármannsson skrifar 5. apríl 2013 07:00 Bankakreppan núna einkennist, eins og alltaf, af miklu magni lána sem að lokum er ekki hægt að endurgreiða og bankarnir lenda í vandræðum. Orsökin gæti verið oftrú en er mun fremur glæfraleg lánastarfsemi í trausti væntanlegrar ríkisábyrgðar. Í Evrópu er það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu sem neyðir ríkisstjórnir til að greiða tap bankanna á kostnað almennings. Á Íslandi eru það AGS, framkvæmdavaldið og Seðlabanki Íslands sem gegna hlutverki gæslumanna fjármagnsins. Alþýðusamband Íslands, brjóstvörn almennings, horfir aðgerðalaust á og lætur sig það engu skipta þótt eignir og fjármunir séu millifærðir til þeirra sem betur mega sín. Alþingi, löggjafarvaldið, hefur selt sig sérhagsmunaaðilum og berst fyrir þeirra hagsmunum en hefur vanrækt almenning sem skaðast hefur af bankahruninu. Nýjasta dæmið um ofangreint er Kýpur. Þar fara bankarnir í gjaldþrot vegna mikillar og dómgreindarlausrar lánastarfsemi. Síðan geta ekki allir endurgreitt og allt fer í steik. Ef um raunverulegt einkafyrirtæki með snefil af ábyrgðartilfinningu væri að ræða færu þeir á hausinn og sagt væri frá því á innsíðum dagblaðanna. Það sem gerist er að AGS, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu mæta á staðinn og þröngva skattgreiðendum til að taka á sig tap bankanna og til þess þurfa þeir að taka gríðarstór lán hjá fyrrnefndum aðilum. Til að tryggja endurgreiðslur lánanna verður að veðsetja auðlindir og lífeyrissjóði almennings á Kýpur. Hér er um endurtekið ferli að ræða. Lettland, Ísland, Írland, Grikkland, Portúgal, Spánn o.s.frv. Það er hægt að tala um munstur. Bankar skuldsetja ríkissjóði í óborganlega skuld og til að standa í skilum fjúka auðlindir og ríkisfyrirtæki eru seld á brunaútsölu til einkaaðila. Almenningur er skattlagður, laun og eftirlaun skorin niður, velferðarkerfið skorið niður og skuldir almennings við bankakerfið eru innheimtar af fullri hörku. Og þá erum við komin til Íslands.Úr pyngju almennings Á Íslandi eru bankarnir og aðrar lánastofnanir að reyna að ná eins miklum fjármunum úr pyngju almennings sem skulda húsnæðislán og hægt er. Viðhald verðtryggingarinnar er hluti af því. Fjórflokkurinn er sammála þessu framferði þeirra. Dögun hefur ákveðið að hjóla í fjármálavaldið og setja því ramma sem hentar almenningi mun fremur en lánadrottnum. Við ætlum að afnema verðtrygginguna og setja á vaxtaþak. Við ætlum líka að leiðrétta forsendubrestinn. Þau stjórnmálaöfl sem gefa fjármálavaldinu einhvern afslátt hvað þetta varðar eru ekki í liði með almenningi því ef einhver hefur ekki tekið eftir því þá er styrjöld í gangi og að hírast í einskismannslandi er ekki valkostur. Kýpverjar þurfa að veðsetja gaslindir sínar sem enn eru ekki virkjaðar. Eins er komið fyrir okkur því fjármálavaldið vill komast yfir auðlind okkar í hafinu, fiskinn. Kjörnir fulltrúar okkar voru knésettir af LÍÚ á liðnu kjörtímabili. Í raun er útvegurinn undir hælnum á bönkunum því hann skuldar þeim svo mikið. Enn er Dögun á tánum og vill að auðlindir landsins séu eign almennings og þar með fiskurinn líka og nýting hans sé almenningi til heilla en ekki kvótaeigendum, sem hugsa fyrst og fremst um að skapa sér gróða og standa í skilum við bankakerfið, sem á þá í raun.Undiralda í Evrópu Í Evrópu er undiralda sem stóru miðlarnir segja ekki frá. Hundruð grasrótarhópa, verkalýðsfélaga og sjálfsprottinna andstöðuhópa sem vilja nýja Evrópu, nýtt ESB. Þessir hópar berjast fyrir auknum völdum almennings, auk alls þess sem að framan greinir. Þeir hafa horft til framgöngu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi og bundið vissar vonir við hana sem fordæmisgefandi innan ESB. Ný stjórnarskrá hér og í Evrópu gæti gefið almenningi vald til að hnekkja valdi fjármálaaflanna. Kannski er það langsóttur draumur en samt draumur margra Evrópubúa. Að færa völd til almennings með nýrri stjórnarskrá er eitur í beinum fjármálaaflanna en þar hefur Dögun reynt sitt ýtrasta til að svo megi verða. Ef einhver hélt að Ísland væri eyland þá er það misskilningur, ekki frekar en Kýpur. Það sem Dögun er að reyna að gera er að setja skulduga einstaklinga og fyrirtæki í mannsæmandi samningsaðstöðu við lánadrottna og kalla fram réttlæti í viðskiptum. Tryggja auðlindir í eigu þjóðarinnar og að ágóði þeirra renni til þjóðarinnar. Fjármálavaldið hefur tögl og hagldir á framkvæmdavaldinu en með breyttum grunnreglum, stjórnarskrá, vill Dögun veita almenningi aukin völd. Framtíðarsýnin er að almenningur hafi fulla stjórn á sérhagsmunaaðilum þjóðfélagins og við höfnum því að fjármálakerfið rústi tilveru okkar, því ætlum við að breyta. Þeirri sýn deilum við með mörgum í Evrópu í dag og þess vegna erum við ekkert eyland, enda mun það skipta máli það sem við gerum. Látum því ekki smámuni þvælast fyrir okkur og höldum ótrauð áfram að settu marki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Bankakreppan núna einkennist, eins og alltaf, af miklu magni lána sem að lokum er ekki hægt að endurgreiða og bankarnir lenda í vandræðum. Orsökin gæti verið oftrú en er mun fremur glæfraleg lánastarfsemi í trausti væntanlegrar ríkisábyrgðar. Í Evrópu er það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu sem neyðir ríkisstjórnir til að greiða tap bankanna á kostnað almennings. Á Íslandi eru það AGS, framkvæmdavaldið og Seðlabanki Íslands sem gegna hlutverki gæslumanna fjármagnsins. Alþýðusamband Íslands, brjóstvörn almennings, horfir aðgerðalaust á og lætur sig það engu skipta þótt eignir og fjármunir séu millifærðir til þeirra sem betur mega sín. Alþingi, löggjafarvaldið, hefur selt sig sérhagsmunaaðilum og berst fyrir þeirra hagsmunum en hefur vanrækt almenning sem skaðast hefur af bankahruninu. Nýjasta dæmið um ofangreint er Kýpur. Þar fara bankarnir í gjaldþrot vegna mikillar og dómgreindarlausrar lánastarfsemi. Síðan geta ekki allir endurgreitt og allt fer í steik. Ef um raunverulegt einkafyrirtæki með snefil af ábyrgðartilfinningu væri að ræða færu þeir á hausinn og sagt væri frá því á innsíðum dagblaðanna. Það sem gerist er að AGS, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu mæta á staðinn og þröngva skattgreiðendum til að taka á sig tap bankanna og til þess þurfa þeir að taka gríðarstór lán hjá fyrrnefndum aðilum. Til að tryggja endurgreiðslur lánanna verður að veðsetja auðlindir og lífeyrissjóði almennings á Kýpur. Hér er um endurtekið ferli að ræða. Lettland, Ísland, Írland, Grikkland, Portúgal, Spánn o.s.frv. Það er hægt að tala um munstur. Bankar skuldsetja ríkissjóði í óborganlega skuld og til að standa í skilum fjúka auðlindir og ríkisfyrirtæki eru seld á brunaútsölu til einkaaðila. Almenningur er skattlagður, laun og eftirlaun skorin niður, velferðarkerfið skorið niður og skuldir almennings við bankakerfið eru innheimtar af fullri hörku. Og þá erum við komin til Íslands.Úr pyngju almennings Á Íslandi eru bankarnir og aðrar lánastofnanir að reyna að ná eins miklum fjármunum úr pyngju almennings sem skulda húsnæðislán og hægt er. Viðhald verðtryggingarinnar er hluti af því. Fjórflokkurinn er sammála þessu framferði þeirra. Dögun hefur ákveðið að hjóla í fjármálavaldið og setja því ramma sem hentar almenningi mun fremur en lánadrottnum. Við ætlum að afnema verðtrygginguna og setja á vaxtaþak. Við ætlum líka að leiðrétta forsendubrestinn. Þau stjórnmálaöfl sem gefa fjármálavaldinu einhvern afslátt hvað þetta varðar eru ekki í liði með almenningi því ef einhver hefur ekki tekið eftir því þá er styrjöld í gangi og að hírast í einskismannslandi er ekki valkostur. Kýpverjar þurfa að veðsetja gaslindir sínar sem enn eru ekki virkjaðar. Eins er komið fyrir okkur því fjármálavaldið vill komast yfir auðlind okkar í hafinu, fiskinn. Kjörnir fulltrúar okkar voru knésettir af LÍÚ á liðnu kjörtímabili. Í raun er útvegurinn undir hælnum á bönkunum því hann skuldar þeim svo mikið. Enn er Dögun á tánum og vill að auðlindir landsins séu eign almennings og þar með fiskurinn líka og nýting hans sé almenningi til heilla en ekki kvótaeigendum, sem hugsa fyrst og fremst um að skapa sér gróða og standa í skilum við bankakerfið, sem á þá í raun.Undiralda í Evrópu Í Evrópu er undiralda sem stóru miðlarnir segja ekki frá. Hundruð grasrótarhópa, verkalýðsfélaga og sjálfsprottinna andstöðuhópa sem vilja nýja Evrópu, nýtt ESB. Þessir hópar berjast fyrir auknum völdum almennings, auk alls þess sem að framan greinir. Þeir hafa horft til framgöngu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi og bundið vissar vonir við hana sem fordæmisgefandi innan ESB. Ný stjórnarskrá hér og í Evrópu gæti gefið almenningi vald til að hnekkja valdi fjármálaaflanna. Kannski er það langsóttur draumur en samt draumur margra Evrópubúa. Að færa völd til almennings með nýrri stjórnarskrá er eitur í beinum fjármálaaflanna en þar hefur Dögun reynt sitt ýtrasta til að svo megi verða. Ef einhver hélt að Ísland væri eyland þá er það misskilningur, ekki frekar en Kýpur. Það sem Dögun er að reyna að gera er að setja skulduga einstaklinga og fyrirtæki í mannsæmandi samningsaðstöðu við lánadrottna og kalla fram réttlæti í viðskiptum. Tryggja auðlindir í eigu þjóðarinnar og að ágóði þeirra renni til þjóðarinnar. Fjármálavaldið hefur tögl og hagldir á framkvæmdavaldinu en með breyttum grunnreglum, stjórnarskrá, vill Dögun veita almenningi aukin völd. Framtíðarsýnin er að almenningur hafi fulla stjórn á sérhagsmunaaðilum þjóðfélagins og við höfnum því að fjármálakerfið rústi tilveru okkar, því ætlum við að breyta. Þeirri sýn deilum við með mörgum í Evrópu í dag og þess vegna erum við ekkert eyland, enda mun það skipta máli það sem við gerum. Látum því ekki smámuni þvælast fyrir okkur og höldum ótrauð áfram að settu marki.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun