Skynsöm þjóð Höskuldur Þórhallsson skrifar 2. apríl 2013 10:45 Hljómgrunnur við stefnu Framsóknarflokksins virðist flækjast verulega fyrir leiðarahöfundum Fréttablaðsins. Fjallað hefur verið um tillögur Framsóknarflokksins sem útópíu og fullyrt að "sölumennska“ flokksins virðist greinilega ganga í hinn almenna kjósanda. Framsóknarflokkurinn sé "óvinur nr. 1“ og að tillögur okkar séu óraunhæfar og óábyrgar. Pistlarnir koma okkur ekkert sérstaklega á óvart. Þegar við lögðum fram tillögur um leiðréttingu lána á vordögum ársins 2009 birtust sams konar pistlar í blaðinu þar sem tillögurnar voru kallaðar svipuðum nöfnum. Tillögur sem flestir eru nú sammála um að voru raunhæfar, sanngjarnar og til þess fallnar að skapa sátt í samfélaginu. Leiðararnir eru einnig í sömu veru og við þurftum endalaust að búa við í baráttunni gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir. Því var fylgt eftir með fréttaflutningi um að hitt og þetta myndi gerast ef Alþingi myndi ekki staðfesta samningana. Fréttir um hugsanlegar afleiðingar sem enga stoð áttu sér í raunveruleikanum og tók okkur oft margar vikur að leiðrétta fyrir þjóðinni. Tillögur okkar eru í þeim anda sem við höfum talað fyrir síðastliðin fjögur ár. Við höfum bent á þann forsendubrest sem varð við fall gömlu bankanna og nauðsyn þess að taka á vogunarsjóðunum, sem hafa hagnast gríðarlega á skuldsettum heimilum landsins. Við höfum líka talað fyrir því að koma á sanngjörnu lánafyrirkomulagi á Íslandi þar sem áhættan skiptist jafnt á milli lántaka og lánveitanda. Þar skiptir afnám verðtryggingarinnar miklu. Við teljum að það sé raunhæft að breyta þessu fyrirkomulagi og að þannig verði Ísland best rekið til framtíðar. Í Icesave-málinu gerðum við okkur grein fyrir því að almenningur væri skynsamur og vel til þess búinn að setja sig inn í flókin deilumál. Hann væri líka fær um að kynna sér mismunandi rök og beita gagnrýnni hugsun til að móta sér afstöðu. Tillögur okkar eru einmitt settar fram með það að markmiði að þær séu skoðaðar, gagnrýndar og metnar. Sú afstaða leiðarhöfundar Fréttablaðsins laugardaginn 16. mars sl. að "veruleikafirring“ þjóðarinnar sé ástæða þess að tillögur okkar hljóti hljómgrunn er því miður ódýr afgreiðsla á annars vel menntaðri og vel meinandi þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Hljómgrunnur við stefnu Framsóknarflokksins virðist flækjast verulega fyrir leiðarahöfundum Fréttablaðsins. Fjallað hefur verið um tillögur Framsóknarflokksins sem útópíu og fullyrt að "sölumennska“ flokksins virðist greinilega ganga í hinn almenna kjósanda. Framsóknarflokkurinn sé "óvinur nr. 1“ og að tillögur okkar séu óraunhæfar og óábyrgar. Pistlarnir koma okkur ekkert sérstaklega á óvart. Þegar við lögðum fram tillögur um leiðréttingu lána á vordögum ársins 2009 birtust sams konar pistlar í blaðinu þar sem tillögurnar voru kallaðar svipuðum nöfnum. Tillögur sem flestir eru nú sammála um að voru raunhæfar, sanngjarnar og til þess fallnar að skapa sátt í samfélaginu. Leiðararnir eru einnig í sömu veru og við þurftum endalaust að búa við í baráttunni gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir. Því var fylgt eftir með fréttaflutningi um að hitt og þetta myndi gerast ef Alþingi myndi ekki staðfesta samningana. Fréttir um hugsanlegar afleiðingar sem enga stoð áttu sér í raunveruleikanum og tók okkur oft margar vikur að leiðrétta fyrir þjóðinni. Tillögur okkar eru í þeim anda sem við höfum talað fyrir síðastliðin fjögur ár. Við höfum bent á þann forsendubrest sem varð við fall gömlu bankanna og nauðsyn þess að taka á vogunarsjóðunum, sem hafa hagnast gríðarlega á skuldsettum heimilum landsins. Við höfum líka talað fyrir því að koma á sanngjörnu lánafyrirkomulagi á Íslandi þar sem áhættan skiptist jafnt á milli lántaka og lánveitanda. Þar skiptir afnám verðtryggingarinnar miklu. Við teljum að það sé raunhæft að breyta þessu fyrirkomulagi og að þannig verði Ísland best rekið til framtíðar. Í Icesave-málinu gerðum við okkur grein fyrir því að almenningur væri skynsamur og vel til þess búinn að setja sig inn í flókin deilumál. Hann væri líka fær um að kynna sér mismunandi rök og beita gagnrýnni hugsun til að móta sér afstöðu. Tillögur okkar eru einmitt settar fram með það að markmiði að þær séu skoðaðar, gagnrýndar og metnar. Sú afstaða leiðarhöfundar Fréttablaðsins laugardaginn 16. mars sl. að "veruleikafirring“ þjóðarinnar sé ástæða þess að tillögur okkar hljóti hljómgrunn er því miður ódýr afgreiðsla á annars vel menntaðri og vel meinandi þjóð.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun