Það er aðeins ein leið fær Einar K. Guðfinnsson skrifar 23. mars 2013 06:00 Þegar ríkið er farið að taka til sín svona stóran hluta af verðmætasköpuninni sem raun ber vitni, er við blasandi að leiðin út úr vandanum getur ekki verið að hækka skatta. Við þurfum að lækka þá. Það kallar á stífa forgangsröðun, þegar kemur að ríkisútgjöldum, en það er þó ekki nóg. Eina leiðin út úr þeim vanda sem við erum í, er að auka verðmætasköpunina. Stækka það sem er til skiptanna. Það gerist ekki með núverandi stjórnarstefnu. Hagvöxturinn í fyrra var ekki nema 1,6 prósent. Við þurfum miklu meiri vöxt til þess eins að halda í horfinu. 1,6% hagvöxtur er bara ávísun á frekara atvinnuleysi og léleg lífskjör. Og til þess að sjá einhvern árangur þurfum við að þrefalda þennan hagvöxt.Farartækið í bakkgírinn Leið ríkisstjórnarinnar er fullreynd. Við erum pikkföst í sama farinu. Erum í besta lagi í hlutlausa gírnum og bílstjórarnir hamast í rauninni við að reyna troða farartækinu í bakkgírinn. Og það er svo skrýtið að stjórnvöld viðurkenna þetta óafvitandi. Þegar á að örva einhvern atvinnurekstur, þá sjá menn að skattalækkanir eru líklegri til árangurs en skattahækkanir. Þess vegna er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna viðhalds húsa, milljarðs endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndagerð, ívilnanir fyrir nýsköpun og sértækar ívilnanir fyrir þá sem ætla að hefja starfsemi við Húsavík. Þetta eru sértækar aðgerðir; en bara fyrir suma. Aðrir verða að láta sér nægja stórhækkaða skatta.Niðurskurður Við sjáum síðan öll að mjög hefur verið nærri gengið margs konar grunnþjónustu í landinu. Heilbrigðiskerfið er mjög glöggt dæmi um það. Landspítalinn, höfuðsjúkrahús landsins, heldur hvorki vatni né vindum. Öll þekkjum við niðurskurðinn á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Tæki skortir og heilbrigðisstarfsmenn hafa flúið land. Svipaða sögu er að segja svo víða annars staðar. Fjárfestingin dugar ekki Út úr þessu öngstræti er bara ein leið fær. Auknar tekjur fyrir þjóðina, aukin verðmætasköpun og umsvif, sem leysa alla krafta okkar úr læðingi. Þetta er það sem á mannamáli heitir fjárfesting. Það er hrollvekjandi staðreynd að fjárfesting í atvinnulífinu er svo lítil að hún dugar ekki á móti því sem úreldist, gamlast og eyðileggst í atvinnutækjunum okkar. Það er uppskrift að algjörri stöðnun. Atvinnulífið þorir ekki að fjárfesta vegna pólitískrar óvissu. Sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta, þrjár meginstoðir útflutnings okkar, eru dæmi um þetta. Fjárhagsleg úrlausn alltof margra fyrirtækja hefur gengið alltof illa. Alltaf er maður að hitta fyrirsvarsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem flest störfin verða til, sem segja manni af þessu. Á meðan fjárfesta þessi fyrirtæki ekki. Fyrir vikið er hér þessi stöðnun. Skattahækkanir og frekari árásir á grunnstoðir samfélagsins gera síðan bara illt verra.Aðeins ein leið er fær Það gengur ekki til lengdar að halda svona áfram. Þennan vítahring verðum við að rjúfa. Skapa fyrirtækjunum öruggt rekstrarumhverfi. Hætta ofurskattlagningu. Gefa fólkinu í landinu svigrúm til að bæta kjör sín, fá vinnu og byggja upp þetta þjóðfélag. Það er eina færa leiðin út úr vandræðum okkar. Um þetta snúast kosningarnar í vor. Nú fáum við tækifæri til þess að rjúfa þennan vítahring. Með annarri stjórnarstefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkið er farið að taka til sín svona stóran hluta af verðmætasköpuninni sem raun ber vitni, er við blasandi að leiðin út úr vandanum getur ekki verið að hækka skatta. Við þurfum að lækka þá. Það kallar á stífa forgangsröðun, þegar kemur að ríkisútgjöldum, en það er þó ekki nóg. Eina leiðin út úr þeim vanda sem við erum í, er að auka verðmætasköpunina. Stækka það sem er til skiptanna. Það gerist ekki með núverandi stjórnarstefnu. Hagvöxturinn í fyrra var ekki nema 1,6 prósent. Við þurfum miklu meiri vöxt til þess eins að halda í horfinu. 1,6% hagvöxtur er bara ávísun á frekara atvinnuleysi og léleg lífskjör. Og til þess að sjá einhvern árangur þurfum við að þrefalda þennan hagvöxt.Farartækið í bakkgírinn Leið ríkisstjórnarinnar er fullreynd. Við erum pikkföst í sama farinu. Erum í besta lagi í hlutlausa gírnum og bílstjórarnir hamast í rauninni við að reyna troða farartækinu í bakkgírinn. Og það er svo skrýtið að stjórnvöld viðurkenna þetta óafvitandi. Þegar á að örva einhvern atvinnurekstur, þá sjá menn að skattalækkanir eru líklegri til árangurs en skattahækkanir. Þess vegna er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna viðhalds húsa, milljarðs endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndagerð, ívilnanir fyrir nýsköpun og sértækar ívilnanir fyrir þá sem ætla að hefja starfsemi við Húsavík. Þetta eru sértækar aðgerðir; en bara fyrir suma. Aðrir verða að láta sér nægja stórhækkaða skatta.Niðurskurður Við sjáum síðan öll að mjög hefur verið nærri gengið margs konar grunnþjónustu í landinu. Heilbrigðiskerfið er mjög glöggt dæmi um það. Landspítalinn, höfuðsjúkrahús landsins, heldur hvorki vatni né vindum. Öll þekkjum við niðurskurðinn á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Tæki skortir og heilbrigðisstarfsmenn hafa flúið land. Svipaða sögu er að segja svo víða annars staðar. Fjárfestingin dugar ekki Út úr þessu öngstræti er bara ein leið fær. Auknar tekjur fyrir þjóðina, aukin verðmætasköpun og umsvif, sem leysa alla krafta okkar úr læðingi. Þetta er það sem á mannamáli heitir fjárfesting. Það er hrollvekjandi staðreynd að fjárfesting í atvinnulífinu er svo lítil að hún dugar ekki á móti því sem úreldist, gamlast og eyðileggst í atvinnutækjunum okkar. Það er uppskrift að algjörri stöðnun. Atvinnulífið þorir ekki að fjárfesta vegna pólitískrar óvissu. Sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta, þrjár meginstoðir útflutnings okkar, eru dæmi um þetta. Fjárhagsleg úrlausn alltof margra fyrirtækja hefur gengið alltof illa. Alltaf er maður að hitta fyrirsvarsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem flest störfin verða til, sem segja manni af þessu. Á meðan fjárfesta þessi fyrirtæki ekki. Fyrir vikið er hér þessi stöðnun. Skattahækkanir og frekari árásir á grunnstoðir samfélagsins gera síðan bara illt verra.Aðeins ein leið er fær Það gengur ekki til lengdar að halda svona áfram. Þennan vítahring verðum við að rjúfa. Skapa fyrirtækjunum öruggt rekstrarumhverfi. Hætta ofurskattlagningu. Gefa fólkinu í landinu svigrúm til að bæta kjör sín, fá vinnu og byggja upp þetta þjóðfélag. Það er eina færa leiðin út úr vandræðum okkar. Um þetta snúast kosningarnar í vor. Nú fáum við tækifæri til þess að rjúfa þennan vítahring. Með annarri stjórnarstefnu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar