Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál Guðbjartur Hannesson skrifar 16. mars 2013 06:00 Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig togstreita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finnist það sífellt vera að svíkjast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni. En þótt við höfum hvert um sig hugmynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga um þessi mál og rannsaka þau sem best þannig að úr megi bæta. Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta sama markmið er mjög áberandi í stefnu Evrópusambandsins í jafnréttismálum. Hér á landi hefur umræðan að mestu snúist um möguleika fjölskyldna með ung börn til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf en í Evrópu beinast sjónir æ meir að umönnun eldri ættingja enda fer gömlu fólki fjölgandi um alla álfuna. Þetta þarf að koma inn í umræðuna hér á landi.Lykilþáttur Aðgerðir til að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf geta verið margvíslegar og þar er jafnrétti kynjanna bæði á vinnumarkaði og inni á heimilum lykilþáttur. Þar erum við að tala um vinnutíma fólks, meðal annars lengd vinnuvikunnar, sveigjanlegan vinnutíma, fæðingarorlof foreldra, frídaga vegna veikinda barna og veikinda eða umönnunar aldraðra. Skipulag skólastarfs er einnig mikilvægur þáttur, eins og aðgangur að leikskólum, samfelldur skóladagur og skólamáltíðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna skiptingu heimilis- og uppeldisstarfa, frítíma, heilsu og réttinn til einkalífs. Með þessu síðasta er meðal annars átt við að fólk taki ekki vinnuna með sér heim og fái frið frá vinnunni utan vinnutíma. Í þessu samhengi má nefna að Svíar hafa beint sjónum að veikindadögum fólks og hlutastörfum á vinnumarkaði en þar í landi eru veikindadagar kvenna helmingi fleiri en veikindadagar karla. Bent hefur verið á að okkur skortir þekkingu og upplýsingar um mörg framangreind atriði. Kannanir sýna að verkaskipting á heimilum er enn mjög ójöfn. Við höfum upplýsingar um nýtingu fæðingarorlofs en þó eru þar ýmsir þættir sem við viljum kanna nánar. Einnig vantar okkur upplýsingar um sveigjanlegan vinnutíma hér á landi og veikindadaga.Leiðir að lausnum Mikilvægt er að fjalla um þessi mál og finna leiðir að lausnum, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs varðar lífsgæði fólks og á að stuðla að farsælla fjölskyldulífi. Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni skipaði ég í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar atvinnulífsins og frjálsra félagasamtaka. Eitt af fyrstu verkefnum vinnuhópsins var að boða til morgunverðarfundar í Reykjavík þar sem meðal annars var leitað svara við því hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta auðveldað starfsfólki og eða íbúum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Upptökur erinda frá morgunverðarfundinum má sjá á heimasíðunni www.hidgullnajafnvaegi.is Vinnuhópurinn mun skila mér greinargerð um framkvæmd verkefna og aðgerðir á opnum fundi sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 12. apríl nk. Þar verða einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnumarkaði finnst þeim takast að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Barátta kvenna fyrir aukinni menntun og sýnileika í samfélaginu hefur leitt til aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það bera þær enn í dag meginábyrgð á því ólaunaða starfi sem fram fer inni á heimilunum. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál. Ef vel tekst til þá leiðir það til aukinna lífsgæða fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig togstreita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finnist það sífellt vera að svíkjast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni. En þótt við höfum hvert um sig hugmynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga um þessi mál og rannsaka þau sem best þannig að úr megi bæta. Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta sama markmið er mjög áberandi í stefnu Evrópusambandsins í jafnréttismálum. Hér á landi hefur umræðan að mestu snúist um möguleika fjölskyldna með ung börn til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf en í Evrópu beinast sjónir æ meir að umönnun eldri ættingja enda fer gömlu fólki fjölgandi um alla álfuna. Þetta þarf að koma inn í umræðuna hér á landi.Lykilþáttur Aðgerðir til að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf geta verið margvíslegar og þar er jafnrétti kynjanna bæði á vinnumarkaði og inni á heimilum lykilþáttur. Þar erum við að tala um vinnutíma fólks, meðal annars lengd vinnuvikunnar, sveigjanlegan vinnutíma, fæðingarorlof foreldra, frídaga vegna veikinda barna og veikinda eða umönnunar aldraðra. Skipulag skólastarfs er einnig mikilvægur þáttur, eins og aðgangur að leikskólum, samfelldur skóladagur og skólamáltíðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna skiptingu heimilis- og uppeldisstarfa, frítíma, heilsu og réttinn til einkalífs. Með þessu síðasta er meðal annars átt við að fólk taki ekki vinnuna með sér heim og fái frið frá vinnunni utan vinnutíma. Í þessu samhengi má nefna að Svíar hafa beint sjónum að veikindadögum fólks og hlutastörfum á vinnumarkaði en þar í landi eru veikindadagar kvenna helmingi fleiri en veikindadagar karla. Bent hefur verið á að okkur skortir þekkingu og upplýsingar um mörg framangreind atriði. Kannanir sýna að verkaskipting á heimilum er enn mjög ójöfn. Við höfum upplýsingar um nýtingu fæðingarorlofs en þó eru þar ýmsir þættir sem við viljum kanna nánar. Einnig vantar okkur upplýsingar um sveigjanlegan vinnutíma hér á landi og veikindadaga.Leiðir að lausnum Mikilvægt er að fjalla um þessi mál og finna leiðir að lausnum, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs varðar lífsgæði fólks og á að stuðla að farsælla fjölskyldulífi. Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni skipaði ég í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar atvinnulífsins og frjálsra félagasamtaka. Eitt af fyrstu verkefnum vinnuhópsins var að boða til morgunverðarfundar í Reykjavík þar sem meðal annars var leitað svara við því hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta auðveldað starfsfólki og eða íbúum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Upptökur erinda frá morgunverðarfundinum má sjá á heimasíðunni www.hidgullnajafnvaegi.is Vinnuhópurinn mun skila mér greinargerð um framkvæmd verkefna og aðgerðir á opnum fundi sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 12. apríl nk. Þar verða einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnumarkaði finnst þeim takast að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Barátta kvenna fyrir aukinni menntun og sýnileika í samfélaginu hefur leitt til aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það bera þær enn í dag meginábyrgð á því ólaunaða starfi sem fram fer inni á heimilunum. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál. Ef vel tekst til þá leiðir það til aukinna lífsgæða fyrir alla.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun