Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu Stígur Helgason skrifar 15. mars 2013 06:00 Stefáni finnst skjóta skökku við að þrengja eigi að rannsóknarheimildum lögreglu á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er að ryðja sér hér til rúms. Fréttablaðið/valli Frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um breytingar á símhlerunarheimildum mun þrengja mjög að starfsumhverfi lögreglu verði það að lögum. Þetta er mat Stefáns Eiríkssonar, sem ræddi um rannsóknarheimildir lögreglu á opnum fundi Varðbergs í Þjóðminjasafninu í gær. Frumvarpið kveður á um að ekki verði lengur nóg að annað tveggja skilyrða þurfi að vera fyrir hendi til að heimild sé veitt til símhlerunar – átta ára refsirammi fyrir ætlað brot eða að almenningi standi af því ógn – heldur bæði skilyrðin í einu. Stefán sagði í erindi sínu að Íslendingar hefðu til þessa blessunarlega verið mikið til lausir við nokkra algenga fylgifiska skipulagðrar brotastarfsemi. Í því samhengi nefndi hann sérstaklega götuvændi, skipulagt betl, vasaþjófnað, skipulögð rán og stríð milli glæpagengja. Hann sagði að ef ekkert yrði að gert og lögreglu ekki færðar auknar heimildir til forvirkra rannsóknaraðgerða væri aðeins tímaspursmál hvenær þessi brotaflokkar hæfi innreið sína til Íslands. „Það er ekki nokkur vafi,“ sagði Stefán. Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við heimildir til þess að hefja rannsókn á mönnum án þess að fyrir liggi grunur um að þeir hafi framið tiltekið afbrot. Stefán segir lögregluna einkum reka sig á veggi þegar hún vill geta skoðað menn með augljós tengsl við hópa sem skilgreindir eru sem skipulögð glæpasamtök, menn með afbrotaferil og tengsl við aðra brotamenn, menn sem berast mikið á og eru með umsvif sem samræmast ekki atvinnustöðu þeirra, kaup og innflutning á efnum sem kunna að vera notuð til fíkniefnaframleiðslu og sprengjugerðar og öfgafull skrif og skoðanir, eins og hann orðar það. Stefán tók dæmi af máli Anders Breivik og sagði lögregluna hafa legið yfir því sem þar gerðist í því skyni að læra af atburðarásinni. Hins vegar væri býsna ólíklegt að hér yrði framið hryðjuverk af slíkri stærðargráðu. Lögreglustjórinn lauk máli sínu á að velta upp þeirri spurningu hvers vegna íslensk yfirvöld treystu sér til að banna það að merkja bjórdós með gulum páskaunga – og vísaði þar til svokallaðs Páska-Gullbjórs frá Ölgerðinni – en ekki það að menn skrýddu sig með merkjum skipulagðra glæpasamtaka. Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15. mars 2013 06:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira
Frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um breytingar á símhlerunarheimildum mun þrengja mjög að starfsumhverfi lögreglu verði það að lögum. Þetta er mat Stefáns Eiríkssonar, sem ræddi um rannsóknarheimildir lögreglu á opnum fundi Varðbergs í Þjóðminjasafninu í gær. Frumvarpið kveður á um að ekki verði lengur nóg að annað tveggja skilyrða þurfi að vera fyrir hendi til að heimild sé veitt til símhlerunar – átta ára refsirammi fyrir ætlað brot eða að almenningi standi af því ógn – heldur bæði skilyrðin í einu. Stefán sagði í erindi sínu að Íslendingar hefðu til þessa blessunarlega verið mikið til lausir við nokkra algenga fylgifiska skipulagðrar brotastarfsemi. Í því samhengi nefndi hann sérstaklega götuvændi, skipulagt betl, vasaþjófnað, skipulögð rán og stríð milli glæpagengja. Hann sagði að ef ekkert yrði að gert og lögreglu ekki færðar auknar heimildir til forvirkra rannsóknaraðgerða væri aðeins tímaspursmál hvenær þessi brotaflokkar hæfi innreið sína til Íslands. „Það er ekki nokkur vafi,“ sagði Stefán. Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við heimildir til þess að hefja rannsókn á mönnum án þess að fyrir liggi grunur um að þeir hafi framið tiltekið afbrot. Stefán segir lögregluna einkum reka sig á veggi þegar hún vill geta skoðað menn með augljós tengsl við hópa sem skilgreindir eru sem skipulögð glæpasamtök, menn með afbrotaferil og tengsl við aðra brotamenn, menn sem berast mikið á og eru með umsvif sem samræmast ekki atvinnustöðu þeirra, kaup og innflutning á efnum sem kunna að vera notuð til fíkniefnaframleiðslu og sprengjugerðar og öfgafull skrif og skoðanir, eins og hann orðar það. Stefán tók dæmi af máli Anders Breivik og sagði lögregluna hafa legið yfir því sem þar gerðist í því skyni að læra af atburðarásinni. Hins vegar væri býsna ólíklegt að hér yrði framið hryðjuverk af slíkri stærðargráðu. Lögreglustjórinn lauk máli sínu á að velta upp þeirri spurningu hvers vegna íslensk yfirvöld treystu sér til að banna það að merkja bjórdós með gulum páskaunga – og vísaði þar til svokallaðs Páska-Gullbjórs frá Ölgerðinni – en ekki það að menn skrýddu sig með merkjum skipulagðra glæpasamtaka.
Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15. mars 2013 06:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira
Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15. mars 2013 06:00