Ísland og ESB: Tækifærin sem bíða Össur Skarphéðinsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Tveir menn stigu fram í liðinni viku og hvöttu til þess að við lykjum aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Annar var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem benti réttilega á í ræðu sinni á aðalfundi SA að Ísland myndi ekki ná að vaxa og halda úti öflugu atvinnulífi, vinnu og velferð án myntar sem er gjaldgeng í milliríkjaviðskiptum. Hinn var Björgólfur Jóhannsson, einn af bestu viðskiptamönnum landsins og nýkjörinn formaður stjórnar SA. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að fá efnislega niðurstöðu í Evrópumálunum. Svona eiga sýslumenn að vera!Haltrandi króna í höftum Stærsta tækifærið sem bíður felst í stöðugra efnahagsumhverfi og tækifærið til að skipta út krónu fyrir sterka evru. Aðild að ESB myndi skapa skilyrði fyrir sjálfbærum hagvexti, aukinni fjárfestingu, fleiri og fjölbreyttari störfum. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að hér verði öflug velferð, gott mennta- og heilbrigðiskerfi. En þetta krefst þess að umhverfi fyrirtækjanna og heimilanna sé stöðugt og traust. Annars bresta gjarðir. Krónan er þyngsti skatturinn sem Íslendingar verða að axla. Allir Íslendingar sjá á hverjum degi að íslenska krónan er uppspretta óstöðugleika, verðbólguvaldur. Kauphækkanir venjulegs fólks þurrkast nánast út á einu bretti þegar verðbólgan geysist af stað og lánin okkar hækka. Valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir, og skýrsla Seðlabankans útskýrði svo vel, eru tveir, og bara tveir: Ætlum við að gera enn eina tilraunina með draghalta krónu í höftum eða viljum við treysta umgjörð efnahagslífsins með upptöku evru?Tækifæri með aðild Gríðarleg tækifæri opnast í byggðamálum með aðild að Evrópusambandinu. Við sjáum æ betur að aðild Íslands að ESB mun valda byltingu í byggðamálum. Íslensk sveitarfélög og fyrirtæki myndu eiga kost á margháttuðum stuðningi við atvinnu- og nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Aðildin myndi gjörbylta möguleikum veikra jaðarbyggða til að fá nýtt blóð í æðar, nýjar stoðir til að standa á, nýtt líf til framtíðar. Vestfirðir, Strandir, norðausturhornið þar sem aðild gæti bjargað byggð á Raufarhöfn, styrkt á Kópaskeri og Þórshöfn, Þingeyjarsveit, og sunnanlands eru Skaftárhreppur og Suðurnes rakin dæmi um hvernig aðild gæti fært mikilvægt fjármagn, og sterka byggðastefnu inn á svæðin – og beinlínis bjargað þeim til framtíðar. Aðild myndi opna markaði fyrir fullunnar sjávarafurðir sem í dag eru tollaðar. Íslenskur sjávarútvegur myndi fá tækifæri til að vaxa áfram og vinna betur fiskinn hér heima. Markaðir myndu líka opnast fyrir íslenskar hágæðaafurðir í landbúnaði, um leið og íslenskir neytendur myndu fá fjölbreyttari mat í hillurnar með afnámi tolla. Íslensk framleiðsla þarf ekkert að óttast. Tómatar, paprikur og gúrkur verða áfram ástfóstur landans, líkt og lambakjötið, skyrið og mjólkin. En allar þessar afurðir myndu blómstra á syllum velstæðra neytenda sem sækjast eftir miklum gæðum og vistvænni framleiðslu á 500 milljóna manna heimamarkaði.Sterkara fullveldi – íslensk tunga Aðild myndi einnig treysta fullveldi Íslands. Við myndum taka skrefið frá því að vera frammi á gangi – eins og við erum í EES – inn í fundarherbergið sjálft. Fá sæti við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar. Við Íslendingar eigum fullt erindi inn í Evrópusambandið og höfum margt fram að færa, s.s á sviði sjávarútvegs, orkumála og jafnréttis, bæði okkur og samstarfsríkjum okkar til hagsbóta. Íslenska verður eitt af opinberum tungumálum ESB sem þýðir að okkar fólk getur talað íslensku á fundum, kjósi það svo, og öll skjöl verða á íslensku. Við munum fá fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, dómara í Evrópudómstólnum og þingmenn á Evrópuþinginu. Við eigum að vera stolt af því að vera Íslendingar. Klárum aðildarviðræðurnar, leggjum kalt mat á tækifærin sem eru fyrir hendi, metum áhrif aðildar á grundvelli aðildarsamnings og leyfum þjóðinni að eiga lokaorðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Tveir menn stigu fram í liðinni viku og hvöttu til þess að við lykjum aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Annar var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem benti réttilega á í ræðu sinni á aðalfundi SA að Ísland myndi ekki ná að vaxa og halda úti öflugu atvinnulífi, vinnu og velferð án myntar sem er gjaldgeng í milliríkjaviðskiptum. Hinn var Björgólfur Jóhannsson, einn af bestu viðskiptamönnum landsins og nýkjörinn formaður stjórnar SA. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að fá efnislega niðurstöðu í Evrópumálunum. Svona eiga sýslumenn að vera!Haltrandi króna í höftum Stærsta tækifærið sem bíður felst í stöðugra efnahagsumhverfi og tækifærið til að skipta út krónu fyrir sterka evru. Aðild að ESB myndi skapa skilyrði fyrir sjálfbærum hagvexti, aukinni fjárfestingu, fleiri og fjölbreyttari störfum. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að hér verði öflug velferð, gott mennta- og heilbrigðiskerfi. En þetta krefst þess að umhverfi fyrirtækjanna og heimilanna sé stöðugt og traust. Annars bresta gjarðir. Krónan er þyngsti skatturinn sem Íslendingar verða að axla. Allir Íslendingar sjá á hverjum degi að íslenska krónan er uppspretta óstöðugleika, verðbólguvaldur. Kauphækkanir venjulegs fólks þurrkast nánast út á einu bretti þegar verðbólgan geysist af stað og lánin okkar hækka. Valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir, og skýrsla Seðlabankans útskýrði svo vel, eru tveir, og bara tveir: Ætlum við að gera enn eina tilraunina með draghalta krónu í höftum eða viljum við treysta umgjörð efnahagslífsins með upptöku evru?Tækifæri með aðild Gríðarleg tækifæri opnast í byggðamálum með aðild að Evrópusambandinu. Við sjáum æ betur að aðild Íslands að ESB mun valda byltingu í byggðamálum. Íslensk sveitarfélög og fyrirtæki myndu eiga kost á margháttuðum stuðningi við atvinnu- og nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Aðildin myndi gjörbylta möguleikum veikra jaðarbyggða til að fá nýtt blóð í æðar, nýjar stoðir til að standa á, nýtt líf til framtíðar. Vestfirðir, Strandir, norðausturhornið þar sem aðild gæti bjargað byggð á Raufarhöfn, styrkt á Kópaskeri og Þórshöfn, Þingeyjarsveit, og sunnanlands eru Skaftárhreppur og Suðurnes rakin dæmi um hvernig aðild gæti fært mikilvægt fjármagn, og sterka byggðastefnu inn á svæðin – og beinlínis bjargað þeim til framtíðar. Aðild myndi opna markaði fyrir fullunnar sjávarafurðir sem í dag eru tollaðar. Íslenskur sjávarútvegur myndi fá tækifæri til að vaxa áfram og vinna betur fiskinn hér heima. Markaðir myndu líka opnast fyrir íslenskar hágæðaafurðir í landbúnaði, um leið og íslenskir neytendur myndu fá fjölbreyttari mat í hillurnar með afnámi tolla. Íslensk framleiðsla þarf ekkert að óttast. Tómatar, paprikur og gúrkur verða áfram ástfóstur landans, líkt og lambakjötið, skyrið og mjólkin. En allar þessar afurðir myndu blómstra á syllum velstæðra neytenda sem sækjast eftir miklum gæðum og vistvænni framleiðslu á 500 milljóna manna heimamarkaði.Sterkara fullveldi – íslensk tunga Aðild myndi einnig treysta fullveldi Íslands. Við myndum taka skrefið frá því að vera frammi á gangi – eins og við erum í EES – inn í fundarherbergið sjálft. Fá sæti við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar. Við Íslendingar eigum fullt erindi inn í Evrópusambandið og höfum margt fram að færa, s.s á sviði sjávarútvegs, orkumála og jafnréttis, bæði okkur og samstarfsríkjum okkar til hagsbóta. Íslenska verður eitt af opinberum tungumálum ESB sem þýðir að okkar fólk getur talað íslensku á fundum, kjósi það svo, og öll skjöl verða á íslensku. Við munum fá fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, dómara í Evrópudómstólnum og þingmenn á Evrópuþinginu. Við eigum að vera stolt af því að vera Íslendingar. Klárum aðildarviðræðurnar, leggjum kalt mat á tækifærin sem eru fyrir hendi, metum áhrif aðildar á grundvelli aðildarsamnings og leyfum þjóðinni að eiga lokaorðið.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun