Hin hliðin Þorsteinn Pálsson skrifar 9. mars 2013 06:00 Þrátt fyrir sundrungu og upplausn sem alls staðar blasir við hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna nýlega sameinast um eitt veigamikið viðfangsefni. Þeir segja réttilega einum rómi: Ísland hefur sterka stöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum í þrotabú gömlu bankanna og hana á að fullnýta. Það yrði sannarlega mikill ávinningur ef þessi samstaða yrði til þess að vel tækist til við lausn á þeim vanda sem leiðir af þeim eignum erlendu kröfuhafanna sem mældar eru í íslenskum krónum. Þar með mætti losa einn af þeim fjölmörgu hnútum sem halda krónunni í fjötrum. En þetta viðfangsefni er líkt teningi að því leyti að á því eru margar hliðar. Þversögnin er sú að styrkleiki Íslands gegn kröfuhöfunum felst í höftunum. Verðmæti eigna kröfuhafanna rýrnar í réttu hlutfalli við hörkuna í haftareglunum. Það leiðir af því að krónan er ekki gjaldgeng mynt. Hún er einfaldlega einskis virði í höndum þeirra sem þurfa að breyta henni í verðmæti utan landsteinanna. Þetta skilja kröfuhafarnir. Um leið er þetta ánægjulega hliðin á samstöðu stjórnmálaleiðtoganna. Hin hliðin birtist í samstöðu þeirra um að segja fólkinu í landinu ekki frá þeirri staðreynd sem fylgir eins og skugginn sólarljósinu. Hún er sú að bókfært virði eigna Íslendinga í krónum er jafn falskt og útlendinganna. Þær eru einhvers virði í viðskiptum innanlands en lítils virði í stærra samhengi. Sviðsljósinu er alltént ekki varpað á þessa hlið.Sundurlyndisfjandinn Að því er varðar þá hlið sem veit beint að almenningi skiptir þetta ekki öllu máli. Tiltölulega fáir vilja selja húsin sín og kaupa önnur erlendis. En þegar kemur að lífeyrissjóðunum og þeim sem skapa eiga verðmætin í milliríkjaverslun kárnar gamanið. Sterka staðan gagnvart erlendum kröfuhöfum kemur í reynd með sama þunga niður á þessum íslensku undirstöðum lífskjara og velferðar. Fyrirtækin og launamenn eru á vissan hátt í sömu stöðu og kröfuhafarnir. Þegar kemur að því að svara hvernig höggva eigi að rótum þess vanda ræður sundurlyndisfjandinn aftur ríkjum. Þó svo að eignir erlendu kröfuhafanna sem mældar eru í krónum gufuðu algjörlega upp fer því fjarri að það jafnvægi hafi skapast að unnt verði að aflétta gjaldeyrishöftum. Það er aðeins skref í þá átt. Með innlendri mynt verða höft eða varúðarreglur um alla framtíð ríkari hér en í viðskiptalöndunum. Samkeppnisstaðan heldur því áfram að versna. Það rýrir lífskjörin og veikir velferðarkerfið. Það sem meira er: Ekkert bendir til að unnt verði að létta átthagafjötrunum af lífeyrissjóðunum. Raunvirði eigna þeirra mun rýrna að sama skapi. Ávöxtunarmöguleikar þeirra þrengjast í réttu hlutfalli. Lífeyririnn mun því skerðast meir en almenn laun. Þetta er sá fórnarkostnaður sem almenningur verður að axla til þess að stjórnmálamennirnir geti sjálfir sagt að þeir haldi fullveldisréttinum yfir gjaldmiðlinum. Þeir tveir flokkar sem segjast vilja taka upp evru eru í reynd ekki að stefna í þá átt. Ástæðan er sú að þeir eru andvígir því að reka sjávarútveginn á grundvelli markaðslögmála. En það er aftur forsenda fyrir því að hér sé unnt að búa við stöðuga mynt án sífelldra gengisfellinga. Stjórnmálaflokkarnir eru því allir undir sömu sök seldir í þessu efni.Spuninn Annað mál er þessu skylt: Morgunblaðið og forseti Íslands náðu sem kunnugt er að sameina þjóðina gegn ríkisstjórninni og forystu Sjálfstæðisflokksins þegar síðasti Icesave-samningurinn var borinn undir þjóðaratkvæði. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að Framsóknarflokkurinn hefur stóraukið fylgi sitt á kostnað Sjálfstæðisflokksins eftir að EFTA-dómurinn féll Íslandi í hag. Forseti Íslands hefur farið um heiminn og sagt að Íslendingar hafi leyst skuldavanda sinn með lýðræðisbyltingu hans sjálfs. En það er eins með þetta og sterku stöðuna gagnvart erlendu kröfuhöfunum að hliðarnar á teningnum eru fleiri. Icesave-skuldin féll ekki niður með þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hún féll ekki niður með EFTA-dómnum. Þrotabú gamla Landsbankans þarf að sjálfsögðu að standa skil á þessari skuld. Ein af stærstu eignum þess er skuldabréf sem nýi Landsbankinn þarf að greiða. Hann á ekki gjaldeyri til að borga með og Seðlabankinn ekki heldur. Stór hluti þessa vanda er þannig enn óleystur í banka skattborgaranna. Spuninn um þetta mál hefur ekki aðeins skekkt málefnalega samkeppnisstöðu stjórnmálaflokkanna. Hann hefur leitt til þess að ekki er unnt að varpa ljósi á allar hliðar skuldavandanns. Fyrir vikið geta stjórnmálamenn ekki rætt eðli hans og dýpt af hreinskilni. Lausnirnar verða í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir sundrungu og upplausn sem alls staðar blasir við hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna nýlega sameinast um eitt veigamikið viðfangsefni. Þeir segja réttilega einum rómi: Ísland hefur sterka stöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum í þrotabú gömlu bankanna og hana á að fullnýta. Það yrði sannarlega mikill ávinningur ef þessi samstaða yrði til þess að vel tækist til við lausn á þeim vanda sem leiðir af þeim eignum erlendu kröfuhafanna sem mældar eru í íslenskum krónum. Þar með mætti losa einn af þeim fjölmörgu hnútum sem halda krónunni í fjötrum. En þetta viðfangsefni er líkt teningi að því leyti að á því eru margar hliðar. Þversögnin er sú að styrkleiki Íslands gegn kröfuhöfunum felst í höftunum. Verðmæti eigna kröfuhafanna rýrnar í réttu hlutfalli við hörkuna í haftareglunum. Það leiðir af því að krónan er ekki gjaldgeng mynt. Hún er einfaldlega einskis virði í höndum þeirra sem þurfa að breyta henni í verðmæti utan landsteinanna. Þetta skilja kröfuhafarnir. Um leið er þetta ánægjulega hliðin á samstöðu stjórnmálaleiðtoganna. Hin hliðin birtist í samstöðu þeirra um að segja fólkinu í landinu ekki frá þeirri staðreynd sem fylgir eins og skugginn sólarljósinu. Hún er sú að bókfært virði eigna Íslendinga í krónum er jafn falskt og útlendinganna. Þær eru einhvers virði í viðskiptum innanlands en lítils virði í stærra samhengi. Sviðsljósinu er alltént ekki varpað á þessa hlið.Sundurlyndisfjandinn Að því er varðar þá hlið sem veit beint að almenningi skiptir þetta ekki öllu máli. Tiltölulega fáir vilja selja húsin sín og kaupa önnur erlendis. En þegar kemur að lífeyrissjóðunum og þeim sem skapa eiga verðmætin í milliríkjaverslun kárnar gamanið. Sterka staðan gagnvart erlendum kröfuhöfum kemur í reynd með sama þunga niður á þessum íslensku undirstöðum lífskjara og velferðar. Fyrirtækin og launamenn eru á vissan hátt í sömu stöðu og kröfuhafarnir. Þegar kemur að því að svara hvernig höggva eigi að rótum þess vanda ræður sundurlyndisfjandinn aftur ríkjum. Þó svo að eignir erlendu kröfuhafanna sem mældar eru í krónum gufuðu algjörlega upp fer því fjarri að það jafnvægi hafi skapast að unnt verði að aflétta gjaldeyrishöftum. Það er aðeins skref í þá átt. Með innlendri mynt verða höft eða varúðarreglur um alla framtíð ríkari hér en í viðskiptalöndunum. Samkeppnisstaðan heldur því áfram að versna. Það rýrir lífskjörin og veikir velferðarkerfið. Það sem meira er: Ekkert bendir til að unnt verði að létta átthagafjötrunum af lífeyrissjóðunum. Raunvirði eigna þeirra mun rýrna að sama skapi. Ávöxtunarmöguleikar þeirra þrengjast í réttu hlutfalli. Lífeyririnn mun því skerðast meir en almenn laun. Þetta er sá fórnarkostnaður sem almenningur verður að axla til þess að stjórnmálamennirnir geti sjálfir sagt að þeir haldi fullveldisréttinum yfir gjaldmiðlinum. Þeir tveir flokkar sem segjast vilja taka upp evru eru í reynd ekki að stefna í þá átt. Ástæðan er sú að þeir eru andvígir því að reka sjávarútveginn á grundvelli markaðslögmála. En það er aftur forsenda fyrir því að hér sé unnt að búa við stöðuga mynt án sífelldra gengisfellinga. Stjórnmálaflokkarnir eru því allir undir sömu sök seldir í þessu efni.Spuninn Annað mál er þessu skylt: Morgunblaðið og forseti Íslands náðu sem kunnugt er að sameina þjóðina gegn ríkisstjórninni og forystu Sjálfstæðisflokksins þegar síðasti Icesave-samningurinn var borinn undir þjóðaratkvæði. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að Framsóknarflokkurinn hefur stóraukið fylgi sitt á kostnað Sjálfstæðisflokksins eftir að EFTA-dómurinn féll Íslandi í hag. Forseti Íslands hefur farið um heiminn og sagt að Íslendingar hafi leyst skuldavanda sinn með lýðræðisbyltingu hans sjálfs. En það er eins með þetta og sterku stöðuna gagnvart erlendu kröfuhöfunum að hliðarnar á teningnum eru fleiri. Icesave-skuldin féll ekki niður með þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hún féll ekki niður með EFTA-dómnum. Þrotabú gamla Landsbankans þarf að sjálfsögðu að standa skil á þessari skuld. Ein af stærstu eignum þess er skuldabréf sem nýi Landsbankinn þarf að greiða. Hann á ekki gjaldeyri til að borga með og Seðlabankinn ekki heldur. Stór hluti þessa vanda er þannig enn óleystur í banka skattborgaranna. Spuninn um þetta mál hefur ekki aðeins skekkt málefnalega samkeppnisstöðu stjórnmálaflokkanna. Hann hefur leitt til þess að ekki er unnt að varpa ljósi á allar hliðar skuldavandanns. Fyrir vikið geta stjórnmálamenn ekki rætt eðli hans og dýpt af hreinskilni. Lausnirnar verða í samræmi við það.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun