Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin Össur Skarphéðinsson skrifar 2. mars 2013 06:00 Frá því ég tók við utanríkismálum Íslands fyrir fjórum árum hef ég fylgt stefnu, þar sem þrjár megingáttir eru þróaðar til umheimsins til að efla viðskipti og útflutning. Þessar þrjár gáttir eru Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin. Evrópuleiðin Aðildarumsóknin var þýðingarmesta skrefið í þróun Evrópuleiðarinnar. Hún afnemur endanlega alla tolla á 500 milljóna manna heimamarkaði. Í því felast m.a. veruleg útflutningsfæri fyrir fullvinnslu í sjávarútvegi, og fyrir hágæðavörur í landbúnaði. Evrópuleiðin gerir Ísland hluta af stærri og sterkari efnahagsheild. Hún tryggir efnahagslegan stöðugleika með upptöku evru í stað krónu, sem lækkar vexti og verðbólgu, tryggir lágt verðlag og gerir verðtryggingu óþarfa. Aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapar aukinn útflutning, aukinn hagvöxt, og fleiri og fjölbreyttari störf. Hún er sú gáttanna þriggja sem getur bætt lífskjör á Íslandi mest og fljótast og tryggt samkeppnishæfni Íslands. Nú þegar hefur umsóknarferlið skipt sköpum. Staða okkar sem umsóknarríkis var mikilvægur skjöldur á þyngsta skeiði Icesave-málsins þegar einstök ríki hótuðu refsiaðgerðum. Hún á líka mikilvægan þátt í að Íslendingum hefur tekist að koma í veg fyrir harðar viðskiptaþvinganir vegna makríldeilunnar. Óefað hefur hún því reynst einhver besta fjárfesting Íslendinga.Ný gátt – norðurslóðir Önnur gáttin var opnuð til norðurs. Hugsanleg tækifæri þar eru að minnsta kosti ferns konar. Þau mestu felast í mögulegum olíu- og gaslindum á Drekasvæðinu. Beinn hagnaður ríkisins gæti þó orðið mestur vegna sögulegs samnings frá 1981 sem veitir því fjórðungshlut í olíulindum Noregsmegin miðlínunnar – eftir að byrjað er að draga upp olíu. Áhættan yrði því hverfandi. Til lengri tíma gætu skapast tækifæri í fiskveiðum á miðum sem verða til við bráðnun ísþekjunnar. Sömuleiðis eru gríðarlegir hagsmunir, pólitískir og efnahagslegir, í hugsanlegri siglingaleið beint yfir pólinn, sem kallar á alþjóðlega umskipunarhöfn á Norðausturlandi. Fyrsta tækifærið er þó þjónustustarfsemi við „orkuþríhyrninginn“ sem ég hef skilgreint sem svæðið frá NA-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Markmið mitt er að tryggja að þjónusta við rannsóknir, tilraunaboranir og vinnslu innan orkuþríhyrningsins verði á Íslandi.Asíugáttin Þriðja gáttin er svo til Asíu með áherslu á viðskipti og fríverslun, en ekki síður á norðursiglingarnar. Hagspár sýna að til 2030 verði 80% af aukningu heimsviðskipta í Asíu, þar sem gríðarlega fjölmenn og öflug millistétt er að myndast. Þarna liggja nýræktir framtíðarinnar, og mikilvægt að tryggja hlut Íslands. Að því hefur ráðuneytið unnið kappsamlega. Fríverslunarsamningi við Kína er efnislega lokið. Stefnt er að undirritun hans í apríl í Peking. Það yrði fyrsti fríverslunarsamningur Kína við nokkurt Evrópuríki. Hann skapar Íslandi einstakt forskot. Ísland er líka langt komið með fríverslunarsamning við Indland gegnum EFTA, og áleiðis við sólrisuríki í Suðaustur-Asíu eins og Malasíu og Víetnam. Það er þó ekki síður mikilvægt að lönd eins og Singapore, en ekki síst Kína, hafa sömu hugmyndir og Íslendingar um að heppilegasta braut norðursiglinga liggi beint yfir pólinn. Sú leið gæti aukið gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart bæði Evrópu, Ameríku og Asíu, fyrir utan veruleg efnahagsleg áhrif á Íslandi. Hver gáttanna þriggja styrkir hinar – þær útiloka ekki hver aðra. Þó ein lokist eru hinar opnar. Kjarni þessarar utanríkisstefnu er því að veðja ekki öllu á einn framtíðarkost, heldur þróa marga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Frá því ég tók við utanríkismálum Íslands fyrir fjórum árum hef ég fylgt stefnu, þar sem þrjár megingáttir eru þróaðar til umheimsins til að efla viðskipti og útflutning. Þessar þrjár gáttir eru Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin. Evrópuleiðin Aðildarumsóknin var þýðingarmesta skrefið í þróun Evrópuleiðarinnar. Hún afnemur endanlega alla tolla á 500 milljóna manna heimamarkaði. Í því felast m.a. veruleg útflutningsfæri fyrir fullvinnslu í sjávarútvegi, og fyrir hágæðavörur í landbúnaði. Evrópuleiðin gerir Ísland hluta af stærri og sterkari efnahagsheild. Hún tryggir efnahagslegan stöðugleika með upptöku evru í stað krónu, sem lækkar vexti og verðbólgu, tryggir lágt verðlag og gerir verðtryggingu óþarfa. Aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapar aukinn útflutning, aukinn hagvöxt, og fleiri og fjölbreyttari störf. Hún er sú gáttanna þriggja sem getur bætt lífskjör á Íslandi mest og fljótast og tryggt samkeppnishæfni Íslands. Nú þegar hefur umsóknarferlið skipt sköpum. Staða okkar sem umsóknarríkis var mikilvægur skjöldur á þyngsta skeiði Icesave-málsins þegar einstök ríki hótuðu refsiaðgerðum. Hún á líka mikilvægan þátt í að Íslendingum hefur tekist að koma í veg fyrir harðar viðskiptaþvinganir vegna makríldeilunnar. Óefað hefur hún því reynst einhver besta fjárfesting Íslendinga.Ný gátt – norðurslóðir Önnur gáttin var opnuð til norðurs. Hugsanleg tækifæri þar eru að minnsta kosti ferns konar. Þau mestu felast í mögulegum olíu- og gaslindum á Drekasvæðinu. Beinn hagnaður ríkisins gæti þó orðið mestur vegna sögulegs samnings frá 1981 sem veitir því fjórðungshlut í olíulindum Noregsmegin miðlínunnar – eftir að byrjað er að draga upp olíu. Áhættan yrði því hverfandi. Til lengri tíma gætu skapast tækifæri í fiskveiðum á miðum sem verða til við bráðnun ísþekjunnar. Sömuleiðis eru gríðarlegir hagsmunir, pólitískir og efnahagslegir, í hugsanlegri siglingaleið beint yfir pólinn, sem kallar á alþjóðlega umskipunarhöfn á Norðausturlandi. Fyrsta tækifærið er þó þjónustustarfsemi við „orkuþríhyrninginn“ sem ég hef skilgreint sem svæðið frá NA-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Markmið mitt er að tryggja að þjónusta við rannsóknir, tilraunaboranir og vinnslu innan orkuþríhyrningsins verði á Íslandi.Asíugáttin Þriðja gáttin er svo til Asíu með áherslu á viðskipti og fríverslun, en ekki síður á norðursiglingarnar. Hagspár sýna að til 2030 verði 80% af aukningu heimsviðskipta í Asíu, þar sem gríðarlega fjölmenn og öflug millistétt er að myndast. Þarna liggja nýræktir framtíðarinnar, og mikilvægt að tryggja hlut Íslands. Að því hefur ráðuneytið unnið kappsamlega. Fríverslunarsamningi við Kína er efnislega lokið. Stefnt er að undirritun hans í apríl í Peking. Það yrði fyrsti fríverslunarsamningur Kína við nokkurt Evrópuríki. Hann skapar Íslandi einstakt forskot. Ísland er líka langt komið með fríverslunarsamning við Indland gegnum EFTA, og áleiðis við sólrisuríki í Suðaustur-Asíu eins og Malasíu og Víetnam. Það er þó ekki síður mikilvægt að lönd eins og Singapore, en ekki síst Kína, hafa sömu hugmyndir og Íslendingar um að heppilegasta braut norðursiglinga liggi beint yfir pólinn. Sú leið gæti aukið gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart bæði Evrópu, Ameríku og Asíu, fyrir utan veruleg efnahagsleg áhrif á Íslandi. Hver gáttanna þriggja styrkir hinar – þær útiloka ekki hver aðra. Þó ein lokist eru hinar opnar. Kjarni þessarar utanríkisstefnu er því að veðja ekki öllu á einn framtíðarkost, heldur þróa marga.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun